Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1944, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.04.1944, Blaðsíða 26
SAMVINNAN 4. HEFTI svaf vært á milli þeirra. Henni tókst að sýna honum fram á, að þetta væri ofur einfalt mál. Hann fengi sér vinnu fyrir austan í stað þess að vinna í járnbrautinni. Munurinn var ekki mikill. Hann var enn heima fáeina daga, áður en hann hélt af stað. Hún hjálpaði honum til að taka upp jarðeplin og rófurnar. Hann gróf brunn og byggði skýli yfir, svo að hún þyrfti ekki að sækja vatn alla leið ofan í gilið. Eitt kvöldið fóru þau til Svensons- hjónanna og gengu í hægðum sínum heimleiðis í glaðatunglsljósi. Drengurinn svaf vært á öxlinni á Karli. Morguninn eftir ók Karl af stað með viðarhlass á vagninum. Hann fór í kauptúnið og keypti mél, salt, sykur, steinolíu og meira að segja vænan bita af sölt- uðu fleski og tvö pund af tei. Hann fékk þetta í vöru- skiptum fyrir timbrið, — og það átti að endast Karó- línu, þangað til að hann kæmi aftur með vorinu. Hestarnir höfðu verið teknir að veði fyrir skuldunum, en þau létu það ekki á sig fá. Karl ætlaði að vera fljótur í ferðum. Þegar hann kæmist í færi við járn- brautarlestir, ætlaði hann að laumast með þeim. Upp- skera var sögð góð fyrir austan. Hann hlaut að fá næga vinnu um uppskerutímann. Með vorinu kæmi hann svo heim með nóga peninga og leysti út hest- ana. Næsta vetur yrði hann heima og allt léki í lyndi, svo kæmi aftur sumar og ný hveitiuppskera. Þau létu aldrei hugfallast og kvöddust glöð í bragði. Karl sneri sér við og veifaði hattinum, áður en hann hvarf upp fyrir gilbarminn, og Karólína lyfti drengn- um og lét hann baða hendinni. Hún stóð í sömu sporum og hlustaði, unz vagndynurinn dó út. Hann var farinn. Hún átti þrjár snældur af garni og dálitla band- prjóna. Þegar allt var sópað og þvegið, sem þvegið varð í kofanum, flíkur bættar og hún gat ekki fundið sér neitt frekar til dundurs, prjónaði hún úr öllu band- inu. Svo rakti hún allan prjónaskapinn upp, til þess að geta prjónað úr bandinu á nýjan leik. Karólína hélt alltaf auga með mönnum, sem riðu um sléttuna. Þegar hún kom auga á slíkan ferðalang á suðurleið hljóp hún í veg fyrir hann. Þeir voru af mismunandi sauðahúsi. Einn var með stórt ör á kinn- inni, veðurbitinn mjög, og hafði byssur á báðum mjöð- unum, annar var ungur maður og kurteislegur, hinn þriðji af blönduðu kyni. En Karólína lét ekkert aftra sér. Hún ávarpaði alla þessa ókunnu menn með sömu orðunum: „Ertu á leið til kauptúnsins? Ef þú ferð þessa sömu leið til baka, — viltu þá spyrja eftir bréfi til mín á pósthúsinu?“ Og þeir svöruðu allir: „Já, kona góð, sjálfsagt." En enginn þeirra kom aftur. Karólína þóttist viss um, að hún ætti bréf á póst- húsinu, ef ekkert hefði orðið að Karli. Það voru tvær dagleiðir fram og aftur í uxavagni eða fótgangandi. Svenson bauðst til að fara. En einmitt sama kvöldið heyrði hún hófadyn og síðan var kallað. Maðurinn með örið kom með bréf, sem hann hafði tekið í Iowa. Kœra eiginkcma. Ég tek mér penna í hönd til að láta þig vita, að mér líður vel, og vona ég, að þér líði sömuleiðis. Hvern|g gengur fyrir þér og litla kút, Ég hef vinnu í fóðurmyllu Roslyns, 30 dollara á mánuði og uppihald. Roslyn er mér góður. Skrifaðu og láttu mig vita, hvernig þér líður. Ég kem heim í október. Jæja, þá ætla ég ekki að skrifa meira núna. Þinn elskandi eiginmaður. xxxx handa þér og litla Karli. Karólína las þetta bréf, þangað til að það var nærri því slitið upp til agna. Svenson labbaði í kauptúnið til að koma svari henn- ar á pósthúsið. Hann var henni svo hjálplegur, að Karólínu fannst hún mundi aldrei geta launað hon- um. Hún ákvað að lofa honum að slá mýrarnar upp á helmingaskipti. Svenson þarfnaðist heysins handa uxunum sínum, en þau, Karl og hún, áttu nógar fyrningar til viðbótar við það, sem kom í þeirra hlut. í heila viku var Svenson að slá, raka, þurrka og sæta heyið. Frú Svenson kom með honum á hverjum morgni og hafði matinn með sér. Svo borðuðu þau öll saman í kofanum. Þetta hefði verið hrein sælu- vika, ef Svenson hefði ekki verið svona amasamur og svartsýnn. En þegar hann fór að tala illa um land- ið þar vestra og finna því allt foráttu, þá reiddist hún. „Það er ekkert að landinu, Svenson,“ sagði hún. „Þú finnur hvergi land, sem fær þér allt fyrirhafnar- laust upp í hendurnar.“ Svenson benti með hnífnum sínum út um dyrnar á sléttuna, sem var hulin hitamóðu, svo að hvergi mótaði fyrir sjóndeildarhring, og sagði á hrognamáli sínu: „Fordæmt land, enginn lifir hér, bölvað óhræsi þetta land.“ Karólína þagði við. Hún vildi ekki særa Svenson með því að segja það, sem hún hugsaði: „Það eru mennirnir, sem móta landið. Þú ert gallaður sjálfur.“ Eftir stundarkorn sagði hún með hægð: „Það er heitt, af því að hér er skóglaust. En þar sem er skógur, verður að höggva hann upp og brenna og grafa upp ræturnar. Hér vestur frá, verðum við að gróðursetja trén, þar sem við viljum láta þau vaxa. Það verður svalara hér, þegar trén eru vaxin og allt landið rækt- að. Þetta er gott land.“ Septembermánuður kom og Karólína tók að telja vikurnar. Nú voru aðeins átta vikur þangað til að Karl kæmi heim. Einn morguninn kom Svenson labbandi og nam staðar í dyragættinni. Hann rétti fram sigggrónar hendurnar og lét þær falla máttlausar niður: „Við erum að fara,“ sagði hann. Svensonshjónin voru að gefast upp. Þau ætluðu austur. Svenson var þungt um mál. Hann var með tárin í augunum eins og fyrri daginn, þegar hann kom til að segja Karólínu, að konunni sinni leiddist. „Litlu býflugumar, — stóru býflugurnar hafa drepið þær allar.“ Býflugurnar hans höfðu drepið afkvæmi sitt, af því að eðlisávísun þeirra sagði þeim, að þær gætu ekki fætt það yfir veturinn. Engispretturnar höfðu eytt öllum jurtagróðri. Býflugurnar fundu engin blóm til að sjúga hunang úr. Svenson grét yfir litlu býflug- unum sínum, svo að tárin streymdu ofan í skeggið. Hann sagði með ákafa, að hann vildi ekki dveljast í landi, þar sem býfluga gæti ekki einu sinni lifað. 126

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.