Samvinnan - 01.04.1944, Qupperneq 30
SAMVINNAN
4. HEPTI
Visitala framfœrslukostnaðar í Reykjavík.
Eftirfarandi tafla sýnir, hvernig útgjöld
fjölskyldu í Reykjavík, með tæplega 5
manns í heimili og rúmlega 3.850,00 kr.
útgjöld, miðað við verðlag í ársbyrjun
1939, hafa breytzt, vegna verðbreytinga
síðan, bæði í heild sinni og einstökum út-
gjaldaliðum. Útgjaldaupphæðin nær til
94,7% af meðalútgjöldum 40 fjölskyldna
í Reykjavík, án skatts, samkvæmt rann-
sókn 1939—’40, sbr. Hagtíðindi 1940, nr.
10—12. Taflan sýnir útgjaldaupphæðina
miðað við verðlag á 1. ársfjórðimgi 1939
og í byrjun hvers af mánuðunum apríl
1943 og marz og apríl 1944, en með vísi-
tölum er sýnt, hve mikið útgjaldaupphæð-
in í heild og hver liður sérstaklega hefur
hækkað síðan i ársbyrjun 1939.
Útgjaldaupphœð
Vísitölur
kr. Jan.- —marz 1939= : 100
Jan.—apríl Apríl Marz Apríl Apríl Marz Apríl
Matvörur: 1939 1943 1944 1944 1943 1944 1944
Kjöt 313.35 1.232.63 1.224.01 1.224.59 393 391 391
Fiskur 157.38 423.96 488.04 490.68 269 310 312
Mjólk og feitmeti .. 610.01 2.517.68 2.182.92 2.174.44 413 358 356
Kornvörur 266.76 725.74 818.24 817.39 272 307 306
Garðávextir og aldin 151.38 445.97 344.15 334.21 295 227 221
Nýlenduvörur 168.26 461.98 463.96 467.11 275 276 278
Samtals 1.667.14 5.807.96 5.521.32 5.508.42 348 331 330
Eldsneyti og ljósmeti 215.89 509.49 538.39 555.07 236 249 257
Fatnaður 642.04 1.535.61 1.674.50 1.705.19 239 261 266
Húsnæði 786.02 982.52 1.092.57 1.100.43 125 139 140
Ýmisleg útgjöld 541.92 1.207.33 1.364.90 1.363.95 223 252 252
Alls 3.853.01 10.042.91 10.191.68 10.233.06 261 265 266
Aðalvísitalan í aprílbyrjun í ár var 266,
þ. e. 166% hærri heldur en á 1. ársfjórð-
ungi 1939 eða nokkru fyrir stríðsbyrjun.
Er hún 1 stigi hærri heldur en næsta
mánuð á undan, og 5 stigum (eða 2%)
hærri heldur en í aprílbyrjun í fyrra.
Matvöruvísitalan var 330 í byrjun apríl-
mánaðar. Er hún 1 stigi lægri heldur en
næsta mánuð á undan. Matvöruvísitalan
er nú 5% lægri heldur en í aprilbyrjun
í fyrra.
Eldsneytis- og ljósmetisvísitalan hefur
hækkað um 8 stig næsta mánuði á undan.
undanfarin ár hefur rekið bifreiða-
stöð í Borgamesi. Rekur félagið nú
bifreiðastöðina í Borgamesi með
10 bifreiðum til fólks- og vöm-
flutninga.
Stafar það af verðhækkun á rafmagni
og gasi. Rafmagnshækkunin var að vísu
orðin áður, en rannsókn á því, hverju
hún næmi, ekki lokið fyrr en nú. Elds-
neytis- og ljósmetisvísitalan var 257 í
aprílbyrjun, og er það 9% hærra heldur
en í aprílbyrjun í fyrra.
Fatnaðarvísitalan hefur hækkað um 5
stig frá næsta mánuði á undan, og stafar
það af verðhækkun á ytri fatnaði. Var
hún 266 í aprílbyrjun eða 11% hærri
heldur en í aprílbyrjun i fyrra.
Húsnæðisvísitalan hefur hækkað um 1
stig frá næsta mánuði á undan vegna
hækkunar húsaleiguvísitölu. Hún er nú
12% hærri heldur en um sama leyti í
fyrra.
Vísitalan fyrir liðinn „ýmisleg útgjöld"
er óbreytt frá næsta mánuði á undan.
Var hún 252 í aprílbyrjun þ. á. eða 13%
hærri heldur en um sama leyti í fyrra.
SAMVINIVATV
4. hefti apríl 1944.
Útgefandi:
Samband ísl. samvinnufélaga
Ritstjórn:
íónas Jónsson. Guðlaugur Rósin-
kranz. Jón Eyþórsson.
Sími: 5099
Afgreiðslustjóri: Konráð Jónsson
Sambandshúsið, Reykjavík.
Sími: 1080
Verð árgangsins, 10. hefti kr. 15,00
Forvígismenn.
Helgí Bergs
Helgi Bergs forstjóri Sláturfélags
Suðurlands er fæddur að Fossi á
Síðu 27. júlí 1888. Helgi er sonur
Helga Bergssonar bónda að Fossi
og konu hans Höilu Lárusdóttur.
Helgi ólst upp í foreldrahúsum.
Stundaði nám við Verzlunarskóla
íslands í tvo vetur og lauk þar
prófi 1909. Fór síðar námsferð til
útlanda. Helgi hóf starf sitt hjá
Sláturfélagi Suðurlands haustið
1909 sem skrifstofumaður. Varð
forstöðumaður Matardeildarinnar
1914 og gegndi því starfi til 1916,
að hann varð féhirðir og aðalbók-
ari félagsins. Þessum störfum
gengdi Helgi þar til hann varð for-
stjóri félagsins 1924, er Hannes
Thorarensen lét af störfum. Helgi
Bergs hefur átt sæti í opinberum
nefndum og hefur verið í kjötverð-
lagsnefnd frá því hún var stofn-
uð. Helgi Bergs er kvæntur Elínu
Thorstensen, dóttur sr. Jóns Thor-
stensen, fyrrum prests á Þingvöll-
um.
130