Samvinnan - 01.04.1947, Síða 6
Norski samvinnuskolinn, hið nýja, glcesilega menntasetur norskra samvinnumanna,
Skólastjórinn, Sverrir Nielsen, t. v.
ORNSTEINNINN að samvinnu-
skóla Norðmanna var lagður 29.
júní 1939. Og á næstu 9 mánuðum var
húsið reist og fullgert.
Skólinn stendur á skógivöxnum ási
með fagurri útsýn yfir Barumbyggð,
15 km. vestur frá Oslo.
Lengi hafði það verið hinn stóri
draumur inorskra samvinnumanna að
koma upp samvinnuskóla.
í upphafi var það aðeins „Fata
morgana", eins og forstjóri sambands
norskra samvinnufélaga orðaði það í
ræðu sinni við skólavígsluna. En smátt
og smátt skópu árin og mannlegar at-
hafnir drætti veruleikans í hina fjörru
sýn draumsins. Og á stjórnarnefndar-
fundi í N. K. L. —- Norges Kooperative
Landsforening — sem haldinm var 25.
maí 1935, var tekin ákvörðun um það,
að byggja samvinnuskóla og hafinn
undirbúningur að framkvæmdum.
Þegar skólinn stóð fullgerður á út-
mánuðum 1940, var byggingarkostn-
aðurinn 612 þús. kr. Þá var ákveðið að
Frá setustofunni.
hann skildi taka til starfa um hvíta-
sunnuleytið það sama ár. En það ganga
ekki ávallt allir hlutir eftir óskum eða
samkvæmt áætlun.
9. apríl, örlagadaginn mikla, bar í
milli, og þar með var Noregssaga
næstu ára mörkuð einræði, kúgun og
þrældómi í stað framþróunar og vax-
aindi félagsþroska, innan og út frá ung-
um og frjálsum samvinnuskóla.
Þrátt fyrir hin skiptu sköp fékk
skólahúsið strax hið þýðingarmesta
hlutverk í ströngu varnarstríði hins
norska þjóðarsóma.
Það varð barnaheimili stríðsárin öll,
verndartré 70 ungra borgara á villtri
úlfatíð nazismans. Barnaheimilið stóð
áður í nágrenni flugvallar eins, og því
á stríðstímum í stöðugri sprengju-
hættu. Þess vegna voru börnin flutt
þaðan burtu. Nazistarnir gerðu fleiri
tilraunir til þess að fá samvinnuskól-
ann til sinna þarfa. En með lagni og
hyggindum tókst forstöðukonu barna-
heimilisins að bægja þeim í burtu aft-
ur í hvert skipti, sem þeir knúðu á og
vildu festa þar hönd á húsinu.
Það var mikið happ fyrir hlutaðeig-
endur samvinnuskólans, að missa hann
ekki á vald hinna þýzku dáta. Og það
var mikið gæfumerki, að hann skildi
verða skjöldur og skjól hinnar yngstu
kynslóðar á skelfingartímum hernáms-
ins.
Á síðastliðnu hausti flutti barna-
heimilið til sinna fyrri stöðva og fyrri-
partinn í vetur var unnið að lagfasr-
ingu og frágangi á skólahúsinu, svo að
þar gæti hafizt liin fyrirhugaða skóla-
starfsemi samvinnumanna.
Skólahúsið er byggt með þeim hætti,
að kjallarinn er steinsteyptur, en að
öðru leyti er húsið hlaðið úr rauðbrún-
um múrsteini. — Skólinn er vinkil-
bygging. Auk kjallarans eru tvær hæð-
ir og annarri álmunni er hin þriðja
hæðin — einn stór salur. Hver hæð fyr-
ir sig, og eins 'kjallarinn, eru 800 m •
Utan íbúða skólastjórans og umsjónar-
mannsins, eru í skólanum 21 nemenda-
herbergi, sem rúma tvo nemendur
hvert. Ein allstór kennslustofa og tvo
minni herbergi fyrir námsflokka.
Bókasafn, setustofa, arinstofa, rúmgóð-
ur matsalur, eldhús með öllum nýtízku
raftækjum auk ainnarra nútíma þæg-
inda o. fl. o. fl.
Innanstokksmunir nemendaher-
bergjanna eru sínir með hverju móti-
Þeir eru gjafir frá samvinnufélögum 1
hinum ým,su landshlutum og bera
hverjir stíleinkenni sinna byggða-
Hvert herbergi ber nafn þeirrar
byggðar, sem hefur sett það upp, °o
Peir ætla að
IIIIIIIIIIMIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII
III1411 M II MM II1111II
Jónas Baldursson segir í þessari grein frá hinum
nýja Samvinnuskóla Norðmanna. Þar er starfs-
mönnum samvinnufélaganna kennt að mæta fjöl-
breyttum viðfangsefnum hins daglega lífs, með
nýstárlegum kennsluaðferðum.
IMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM
6