Samvinnan - 01.04.1947, Page 14
• •
SLEÐAFOR AVETRARDEGI
Myndir og frásögn um erfiðleika bændanna fyrir norðan og austan af
völdum mestu snjóþyngsla í tíu ár
liefur snjóað drjúgum í Bretlandi í vetur. Þar hefur
fennt fé í stórum stíl, samgöngur hafa stöðvast og bæir
einangrazt. Vöð vitum Jretta allt gjörla, því að fréttaþjón-
usta Lundúnaútvarpsins er með ágætum og við njótum
hennar daglega. En það hefur líka snjóað á íslandi. Um
gjörvallt Norður- og Austurland kyngdi niður snjó frá því í
febrúarbyrjun og til marzloka. Þetta er mesti snjóavetur í
þessum landsfjórðungum síðan 1936 og erfiðleikarnir, sem
snjórinn og samgönguleysið hafa skapað fólkinu á þessum
svæðum, eru miklir. Þeirra heyrist þó sjaldnar getið í frétt-
um en vandræðanna í Bretlandi. Um sunnan- og vestanvert
landið hefur verið snjólaust að mestu í allan vetur og fjall-
vegir á þeim slóðum hafa verið greiðfærir. En norðan lands
og austan var gjörsamlega ófært bifreiðum innan sveita og
sums staðar á Norðausturlandi var fannfergið svo mikið. að
ekki varð brotist með hesta bæjarleið.
14
Fólkið í þessum héruðum hefur átt við margvísleg vand-
ræði að etja af völdum snjóþyngslanna, einkum þó bænd-
urnir. Aðdrættir allir hafa verið miklum erfiðleikum
bundnir, og stutt bæjarleið hefur reynst erfið og löng, er
þurfti að draga björg í bú og brjótast með hest og sleða i
kaupstað.
í Eyjafirði tók af bifreiðafæri um mestan hluta héraðsins
í febrúar og marz. Snjóýtur unnu mikið verk að halda veg-
inum opnum ,en þar kom, að snjógarðarnir við vegbrúnir
voru orðnir svo háir, að ekki var fært að ryðja meiru til
hliðar og bifreiðar stöðvuðust. Þá varð að grípa til hestsins
og sleðans. Mjólkin þurfti að komast á áfangastað. Það var
nauðsyn fyrir búskapinn og fyrir neytendurnar. Dag eftir
dag var mjólkurbrúsunum raðað á sleðann og brotist áfram
yfir ófærðina. Mjólkinni var komið á rnarkað og sleðarnir
færðu björg í bú heim aftur. En þetta var erfitt verk. Leið-