Samvinnan - 01.04.1947, Page 22
ATLANTSHAFIÐ ER LÍTIÐ
(Framhald af bls. 20).
legíó. A borði siglingarstjórans er bergmáls-
lóð, sem geíur til kynna á sekúndubroti liver
er fjarlægð fluglarsins frá yfirborði jarðarinn-
ar. f'etta undratæki forðar því, að nokkur
hætta sé á, að flugvélin rekist á fjallstopp,
sem allt í einu kynni að rísa upp úr skýjun-
um. Raunar er slíkt alls endis óhugsandi af
öðrum ástæðum, því að það er ekkert laun-
ungarmál ltvar við erum staddir. Radíóátta-
vitinn sér um það. Og á þessum hjara heims
eru engin fjöll, bara haf, endalaust haf. Og
þó er raunar engin ástæða til þess að fela sig
honum á vald, því að siglingafræðingurinn
tekur sólarhæðina eða bjarta stjörnu og
tungl í sextantinn sinn annað veifið og þá er
gátan líka leyst. Og ekki erum við einir og
yfirgefnir á þessari ferð. Loftskeytamaðurinn
er í stöðugu sambandi við stöðvar báðum
megin hafsins. Iveflavík—Shannon—Kaup-
mannahöfn—liromma. Allir þessir staðir eru
í kallfæri. Og nú kemur einmitt tilkynning
um það frá Kaupmannahöfn, að veðrið sé að
skána þar og líklega muni lendingin þar eng-
um vandkvæðum háð.
Nú er rnyrkur á hafinu og ljósin loga við
sætin. Matur er framreiddur, Ijúffengur,
snyrtilega framborinn. Menn snæða af beztu
lyst, ekkert liggur á. Enn er spölur til Kaup-
mannahafnar. Eftir máltíð býður flugþernan
upp á drykk — og hér er enginn hörgull á
tegundum. Coca-cola, ávaxtadrykkir eða eitt-
hvað , sem er rneira krassandi. Eg minnist þess
nú, að hafa lesið það í blaði einhvers staðar,
að tveir af hverjum Jjremur farþegum á Atl-
antshafsflugleiðum væti kverkarnar á kostnað
flugfélaganna á leiðinni.
Flugþernan tilkynnir þau gleðitíðindi, að
hætt liafi verið við að fljúga krókinn yfir
Skotland, stefnan sé beint á Kaupmannahöfn.
Menn kætast', flugferðin er að vísu þægileg
og skemmtileg, en orðin undarlega löng. Eg
lít á klukkuna. Aðeins örfáir klukkutímar
síðan við fórum frá Keflavík.
Eg rölti fram eftir salnum og setzt í fremsta
sætið og horfi út í myrkrið. Við siglum í gegn-
um haglhríð og ekki sést á vængbroddinn fyr-
ir myrkri og hagli. Annað veifið beina flug-
mennirnir ljóskastara að hreyflunum, svona
eins og til þess að sjá, hvort þeir séu á vélinni
ennjiá. Mér sýnist allt vera í lagi með þá, þeir
snúast, en ljósrákin úr flugmannsklefanum
lýsir langt út í myrkrið og haglkornin verða
hvít og stór. En svo er allt myrkur á ný og
ekkert að sjá nema rauða glætu, sem leggur
út undan hreyfilhlífinni, eins og þar logaði
eldur undan. En þetta er glóð, sem er góðs
viti.
Nú tekur að líða á kvöldið. Menn hafa
mókt í stólunum sínum um sinn, en vakna
nú og líta í kringum sig. Einhver hefur séð
ljós fyrir neðan. Menn rýna og rýna út í
myrkrið, en ekkert sést. Jú, þarna, kallar
einhver, og nú sést greinileg ljósaþyrping á
vinstri hönd. Við erum komnir inn yfir Jót-
landsströnd og nú finnum- við að vélin tek-
ur að lækka flugið. Ljósunum fjölgar. Flug-
vélin er nú kontin mjög nærri jörðinni og
við greinum landslagið í kringum ljósaþyrp-
ingarnar. Þarna virðist allt vera á kafi í snjó.
Ennþá lækkar ílugvélin sig og nú virðist hún
strjúkast við húsaþökin. Svona er flogið góða
stund. Allt í einu kallar einhver: „Þarna er
Kaupmannahöfn“! og um leið þeysir flug-
vélin inn yfir borgina. Nú er komin nótt og
ljósin eru dauf í Danmörku í vetur. En öll-
um Jjykir þó mikið til um að sjá „borgina við
sundin".
Klukkan 11,35, ísl. tími, lendir Matleck
kafteinn undur léttilega á Kastrup flugvelli.
Flugið milli íslands og Danmerkur hefur tek-
ið 8 klst. og 5 mín. Ósjálfrátt rifjast upp í
liuga mínum vísuorð Jóns Thoroddsen, er
hann ungur maður kvaddi sína feðrafold og
lagði út í heiminn:
„Vindur blæs og voðir fyllir breiðar.
Verpur skipi ströndum ísa frá“.
Þá var Atlantshafið stórt og ægilegt. Ferð-
in var Jaá löng og erfið raun fyrir „ungan
svein, er feðra kveður slóð". Og ekki þarf svo
langt aftur í tímann til þess að minnast þess,
er það var svo torsótt yfir að fara, að það
veitti landi og Jtjóð frið og öryggi. Þá vorum
við „langt frá öðrum þjóðum". En svo kom
langferðaflugvélin — dásamleg í friði, en ægi-
leg í ófriði. Atlantshafið er orðið svo undar-
lega lítið 1947.
H. Sn.
ELSTA KAUPFÉLAG LANDSINS
(Framhald af bls. 11.).
árið 1946 var því — að undangengn-
um umræðum og leiðbeiningum um
þessi mál frá Sveini Tryggvasvni
mjólkurfræðingi — samþykkt, að ráð-
ast í byggingu mjólkurvinnslustöðvar
í Húsavík. Var svo hafizt handa s. 1.
sumar, að byggja hús, sem er 24 X 16
metrar að stærð, einlyft, með kjallara.
Gekk bygging hússins vel, og er nú
húsið sjáLft að mestu fullbúið. Von er
á vélum og öðrum áhöldum í þessum
mánuði. Því miður reyndist ekki unt
að fá vélarnar fyrr. Hefðu þær fengist
ifyrir ára,mót, væri nú búið að setja
þær upp.
Vélarnar eru keyptar í Danmörku,
og sá Sveinn Tryggvason mjólkurfræð-
ingur um innkaup Jreirra. Hann sigldi
til Danmerkur s. 1. sumar til þess að
annast þau innkaup. Allt það nýjasta
og fullkomnasta á Jressu sviði var
keypt. Verksmiðjan, sem selur vélarn-
ar, sendir mann til þess að setja þær
upp.
Yfirumsjón með smíði hússins hafði
Kristinn Bjarnason múrarameistari í
Húsavík.
Óhætt mun að fullyrða, að Húsvík-
ingar sem neytendur, ekki síður en
bændur sem framleiðendur, bíði með
óþreyju eftir að þetta fyrirtæki sam-
vinnunnar taki til starfa.
Samkvæmt þeim áætlunum, sem
gerðar voru þegar þetta mál var i
undirbúningi, var gert ráð fyrir, að
mjólkurmagn á verzlunarsvæði K. Þ-
mundi vera um 3/ milljón lítra, en
sennilega er Jjað meira, og fyrir frain-
leiðendur er öryggi í aukinni franr-
leiðslu. Forstjóri mjólkurbúsins er
ráðinn Haraldur Gíslason mjólkur-
fræðingur, og fór hann utan í sumav
til jress að kynna sér nýjungar í mjólk-
uriðnaði-
Áætlað hefur verið, að húsið með
vélum kosti 600 þús. krónur. Ríkis-
sjóður ábyrgist lán til Jressara fram-
kvæmda, að ujrjrhæð 300 Jvtts. krónur>
og gengið er út frá, að lögboðinn
styrkur fáist, allt að 14 kostnaðar.
Máttur samtakanna er sterkur. Sam-
vinnumenn fyrr og síðar hafa sýnt þnð
í verki, þó fjölbreytni starfseminnar
hafi verið takmörkuð, vegna aðalmáls-
ins — verzlunarmálsins —, en smátt og
smátt verða fleiri verkefni tekin fyriv,
til hagsbóta fyrir fjöldann.
Með Jrví er líka fullnægt bezt hug-
sjón frnmiherjanna, senr unnu kaup'
laust.
STEFÁN RAFNAR
skifstofustjóri látinn
Stsfán Rcfnar, skrifstofustjóri hjá SÍS<
lézt cð heimili sínu í Reykjávík hinn l7>
cpríl, 51 árs að aldri. Banamein hans
var hjartabilun. Með honum er til mold'
ar genglnn einn af mætustu mönnum
samvinnuhreyfíngarinnar.
Stefán var fæddur að Hrafnagili 1
Eyjafirði, sonur hinna þjóðkunnu hjonU
síra Jóncsar Jónassonar og Þórunnar
Stefánsdóttu, konu hans. Hann gekk
ungur í þjónustu KEA, en árið 1917 réS-
ist hcnn til SÍ3, og þar starfaði hann til
dauðadags, og var skrifstofustjóri all'
mörg hin síðustu ár. Stefán vann ÞV1
samvinnuhreyfingunni alla ævi. Hann
naut trausts og vinsælda í ríkum m®l1-
Sár harmur er kveðinn að ástvinum
f
og samstarfsmönnum, er hann fellur nn
skyndilega frá á miðjum aldri.
22