Samvinnan - 01.04.1947, Qupperneq 30
ala önn fyrir sér. Þú veizt að til er líka nokkuð það, sem
kallast stolt. . . .“
Sigbritt leit spyrjandi á hann. „Hvað kemur það þessu
máli við?“
„Talsvert mikið. Maður getur orðið langþreyttur á því
að bíða og bíða eftir þeirri, sem vill hann ekki. — Þú hefur
haft nægilegan umhugsunarfrest til að ákveða þig, en enn-
þá hefur þú hvorki sagt já eða nei. Þú getur það víst raunar
ekki heldur. En það er alls ekki ætlun mín að hengja mig
þar fyrir eða verða piparsveinn alla ævi. Fái eg ekki þá, sem
eg vil, þá get eg sjálfsagt fengið einhverja, sem vill mig, og
sé hún góður félagi, sem gott er að lynda við, bæði í blíðu
og stríðu, þá getur ástin líka vaknað með tíð og tíma. Ann-
að eins hefur skeð.“
Hann hafði horft beint fram undan sér, meðan hann lét
þessa dælu ganga, en nú leit hann á Sigbritt. Hún gekk álút
og lét ekki sjá í augu sér.
„Eg get aldrei lagt mig allan fram við þetta verk, sem eg
er með, fyrr en eg hef fundið mér félaga," hélt hann áfram.
„Þess vegna koma að mér köst, er eg vildi helzt fleygja öllu
frá mér.“
Sigbritt sagði ekkert, og um stund gengu þau þegjandi.
Svo hóf Einar máls að nýju:
„Eg veit, hvernig á þes.su stendur. Það er sama, hvar mað-
ur fer eða flækist utan æskuheimilisins, hvort heldur er í
höll eða hreysi, — maður festir þar ekki yndi, nema einhver
sé þar, sem manni er vel við. Hið minnsta hreysi getur orð-
ið unaðslegt, ef einhver á þar heima, sem manni þykir vænt
um.
Eg man þá tíð. . . . Mér þótti einu sinni vænt um stúlku.
— Það er ekki svo að skilja, að eg kærði mig nú um að eiga
hana, og það var hvorki hreint eða vistlegt heimá hjá henni.
En eg kunni svo dásamlega vel við mig í kofanum! Mér
fannst hvert tangur og tetur, sem þar var, hreinasta þing,
af því að það var í kringum hana.
Og í annað skipti. ..."
„Hvað liefur þú eiginlega verið oft ástfanginn?" spurði
Sigbritt í hvössum róm. „Úr því að þú hefur svona mikla
reynslu, ættir þú að vera fær í allan sjó.“
„Það er sitt hvað að vera skotinn og vera ástfanginn,“
sagði Einar. „Menn eru sífellt að verða hálfskotnir annað
slagið, þangað til þeir vita, hvað það er að verða ástfangnir.
Þá fer að fara af gamanið."
Þau voru komin heim undir Hlíð. Sigbritt dró hand-
legginn að sér og nam staðar.
„Eg veit ekki, hvernig því er varið,“ sagði hún kvíðafull,
„en eg er hálfhrædd við að koma að Hlíð í dag.“
„Þá átt þú engan elskhuga þar!“ sagði Einar öruggur.
„Bull! Eg átti alls ekki við það,“ sagði Sigbritt og gekk
heim að bænum.
22. KAFLI
„Hvað er orðið af Anitu?"
„Hver þremilinn getur stúlkan hafa gert af sér?“ sagði
Kari. „Hún hefur líklega farið að kveðja á bæjunum í
kring, en hún hefði nú getað látið vita af því. —■ Nema hún
hafi hlaupið í felur til þess að þurfa ekki að fara.“
Vagninn stóð á hlaðinu, og folinn hafði verið sóttur út í
haga og stóð með aktygjum í hesthúsinu.
30
í þessum svifum kom Sigbritt. Einar stóð úti á hlaði hjá
piltunum, sem hímdu þar daufir í dálkinn og óánægðir, en
gátu ekkert aðhafzt.
„Koma Blomshjónin hingað í dag?“ spurði Sigbritt, jafn-
skjótt og hún haðfi heilsað.
„Nei, ekki það eg veit,“ svaraði Kari stuttaralega. „En
Hjálmar er að sækja dýralækninn og sýslumanninn, — þ°
að hann hefði ekki þurft að koma, hefði eg vitað það fyrr,
sem eg veit nú.“
„Hvað er það nú?“
„Jú, nú veit eg að minnsta kosti, að það e r Aníta, sem
tók skeiðina. Skeiðina fann eg í körfunni drengsins. Þar
hafði hún falið hana.“
„Nei, hvað heyri eg!“ sagði Sigbritt hissa.
Hún hafði aldrei fest trúnað á, að Aníta hefði stolið
einu né öðru.
„Jú, svo sannarlega sem eg stend hér. Og nú hef eg loks-
ins rekið hana úr vistinni. Það er að segja, — farin er hún
ekki ennþá, því að hún hefur ranglað eitthvað, en þarna
stendur Helmer og bíður með vagninn.“
Meðan Kari rausaði þessu úr sér, hafði Sigbritt náfölnað,
og ótti skein úr augum hennar. Hún gekk til Kari og tók 1
handlegg hennar.
„Hvað ertu að segja? Hefur þú látjð Anítu fara?“
Hún hljóp að glugganum og kallaði á Einar.
„Komdu inn,“ hrópaði hún æst. „Hér er ekki allt með
felldu, Einar!“
Einar kom þegar inn ásamt piltunum.
„Kari húsfreyja segir, að Aníta sé orðin uppvís að þjófm
aði — og. . . .“ tók Sigbritt til máls.
„Eg hef þegar heyrt ótíðindin," sagði Einar. — „Og nú er
eg hræddur um, Kari húsfreyja, að þér munið sjá eftir þvl’
sem þér hafið gert. Aníta kom til mín rétt áðan. . . .“ Þ''1
næst skýrði hann frá því, sem þeirn hafði farið á milli. Kan
hneig niður á stól, öskugrá í andliti.
„Guð minn góður, hún hefur þá fyrirfarið sér!“ æp11
Agnes háskælandi.
„Þegi þú, skæludósin þín!“ hvæsti Kari. „Þú skalt ekk1
reyna að gera illt verra! Þess háttar fólk, sem Aníta, fyrirfe1
sér ekki, — það hefur önnur úrræði."
„Anita er ekki „þess háttar fólk“ fremur en þér eða eg>
sagði Einar svo grafalvarlega, að alla setti hljóða. „Hvernig
skeiðin hefur komizt þangað, sem hún fannst, skal eg láta
ósagt, en hitt er eg viss um, að Aníta hefur ekki tekið hana’
— Og svo er hún rekin umsvifalaust burtu við skömm
vegalaus og allslaus. . . . Getur ekki hugsazt, að skeiðin haf1
blátt áfram dottið ofan í körfuna?"
Sigbritt hrökk við, og henni fannst hún ætla að hníga
niður. Hún greip í bríkina á eldhúsb.ekknum og vætti þurf'
ar varimar með tuntmbroddinum.
O
„Kari mín....“ sagði hún buguð, — „nú dettur mé1
nokkuð í hug. Eg rankaði við mér, þegar Einar spurði. • • •
þarna á dögunum, þegar skeiðin hvarf. . . . Eg hafði mataé1
drenginn með einni skeiðinni, — eg tók hana á borðinu og
þvoði hana. — Svo tók hann skeiðina og var að leika sér að
henni, — og þá kallaðir þú — eða einhver á mig.. . . Gæ11
ekki skeð. ...? Gæti hann ekki hafa misst skeiðina? Eg
steingleymdi henni. ..."