Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1948, Side 9

Samvinnan - 01.10.1948, Side 9
Útgerðarbœrinn Klakksvik. okkur er stórt tveggja hæða timbur- hús, með gulum veggjum og tjörguðu þaki. Þar höfum við fengið inni á gestrisnu efnaheimili. Húsbóndinn er nýkominn frá íslandi með stóran fisk- farm. Hann hefur stundað sjó- mennsku í 40 ár og verið á íslands- miðum mikinn hluta þess tíma. Njót- um við nú góðs af auði, er sóttur var þangað. Verzlun, vöruskemma og sjó- búð er í stórum timburhúsum alveg niður við sjó. 20—30 litlir árabátar liggja í vari rnilli lands og bryggju. Þeir eru notaðir til fiskveiða á sund- inu, en jafnframt hafðir tilbúnir, eins og bílar á slökkvistöð, ef ske kynni að grindhvalatorfu skyti upp á sundinu. Ekki auðnaðist okkur að sjá bátana tekna til grindareksturs. Slíkir stór- viðburðir gerast ekki í þeim hégóm- lega tilgangi að svala forvitni aðskota- dýra. Svört skúta þrísigld liggur utanvert við bryggjuna. Er verið að búa hana til síldveiða við Island. Að baki okkur er afarlangur grjót- garður, sem þræðir túnjaðra í hlíðurn upp af byggðinni. Fyrir utan hann og ofan tekur við grænbrún heiði, snögg, en hvergi gróðurlaus. Þar er mótekja mikil og haglendi dágott fyrir sauðfé, kýr og hesta. Hinum megin sundsins er Stranda- byggð, máluð, vel hirt timburhús dreifð um græna hjalla. Utan Noregs hef eg ekkert séð líkara byggðum eyj- anna á Sunnmæri. Kirkjan á Tofte, gamalt, vandað og vel hirt timburhús með grænni þekju, svörtum veggjum og hvítkölkuðum grunni, stendur á lækjarbakka niður við sjó. Þar er elzti hluti byggðarinn- ar. Sams konar frágangur er á afar- mörgum íbúðarhúsum á Færeyjum, kirkjan er aðeins miklu stærri og auk þess segir hvítmálaður turn til sín. Görnlu, færeysku bæirnir, reykstof- 5Í ^ ,V . já r ISÉmlMl fc f sr jfll JI «—- :'í t ivi Lögþingshúsið i Þórshöfn. urnar, eru sjaldséðari nú orðið en torfbæir á Islandi. Við höfum tvisvar farið hér til kirkju. Hún var í bæði skipti fullskip- uð hljóðlátum kirkjugestum. Prestur var farinn á anneksíu í síðara skiptið og annaðist „lesari", sem svo er nefnd- ur, guðsþjónustuna. Meðhjálpari las prédikun úr kórdyrum, altarisþjón- usta var engin, en að öðru leyti. fór guðsþjónustan fram með venjulegum iiætti. — Þetta fannst okkur athyglis- vert. Ekki eru nerna þrettán þjónandi prestar á Færeyjum, en vegna þessa fyrirkomulags eru haldnar guðsþjón- ustur í hverri einustu kirkju á Færeyj- um, hvern helgan dag kl. 12 á hádegi. Mun láta nærri að „lesarar" annist allt að því aðra hvora guðsþjónustu. Sagt var okkur að kirkjur væru engu miður sóttar hjá þeim en hjá prestunum. Líklega eru Færeyingar kirkjurækn- astir Norðurlandaþjóðanna. Kirkjan er mest áberandi allra húsa í öllum byggðum Færeyja, ekki sem fornleifar eða táknmynd frá liðnum tímurn, heldur sem sönn mynd áhrifa og álits hennar hjá þjóðinni í dag. — Stóri-Dimon er minnst þeirra 17 eyja, sem byggðar eru, og er þar eitt heimili og ein kirkja. Kirkjukórar tíðkast ekki, heldur ÓLAFUR ÓLAFSSON kristniboði dvaldi í Færeyjum um hríð á sl. vori og segir lesendum „Samvinnunnar" frá högiun og menningu Færeyinga, í þessari grein. — safnaðarsöngur. Það var undantekn- ing að sjá fólk á leið til kirkju, sem ekki hélt á sálmabók í hendinni. — Illa hirta kirkju sáum við hvergi á Færeyjum. Kristniboðshús allstórt. stendur á hól skammt frá kirkjunni og er það einnig táknrænt fyrir færeyskt kirkju- líf. Við höfðum þar síðdegis- og kvöld- samkomur báða messudagana, fyrir fullu húsi. — Við sitjum í hlíðinni fyrir ofan Tofte og njótum góðs skyggnis. Nokk- ur færeysk ungmenni standa við grjót- garðinn skammt frá okkur og svngja: „Tú alfagra land mitt mín dýrasta ogn.“ Við dáðumst einnig að fegurð Fær- eyja. En við höfum séð annað, sem raunverulega nálgast hið „alfagra“. „Vidunderligst af alt paa jord er Jesus Kristi rike,“ kvað Grundtvig gamli. — Við förum niður til íbúðarhúss- ins og sitjum stuttu síðar við dúkað borð. Húsmóðirin kemur brosandi inn í stofuna með teketilinn í hendinni og heilsar: „God kveld! Vel gagnest!" Verði ykkur að góðu. KEYTING hefur orðið á atvinnu- háttum í Færeyjum, mjög svipuð og átt hefur sér stað á íslandi. Land- búnaður, einkum sauðfjárrækt, var aðalatvinnuvegur landsmanna öldum saman, en þeir hafa breytt um til sjávarútvegs í svo stórum stíl, að Samúelsen lögmaður sagði í ræðu sinni á Sjómannaheimilinu: „Færey- 9

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.