Samvinnan - 01.10.1948, Síða 45
stúlkuna sjálf, maddama Gjers, um það leyti, sem hún fór
af landi burt?“
„Ónei, hvorki eg né neinn annar óviðkomandi. Becks-
fólkið bjó þá eitt allt haustið á sveitasetri sínu. En þeim
mun meiri ástæða er líka til þess að láta sér detta sitthvað í
hug í þessu efni.“
„Jæja. Þá vitið hvorki þér né aðrir, sem hafið verið að
rægja mannorðið af henni, nokkurn snefil um allt þetta
annað en það, sem þið hafið sjálf verið að spinna upp,“
sagði Sölvi með þungri gremju og fyrirlitningu. Honum
fannst sjálfsagt að verja mannorð Elsabetar gagnvart öll-
um orðum, þótt hann hins vegar, því miður, hefði sjálfur
þegar kveðið upp dóminn yfir henni í hjarta sínu, — harð-
an og miskunnarlausan sektardóm. í rauninni trúði hann
rógmælinu eins og nýju neti, og hann var óendanlega
hryggur og dapur í skapi. Það lá við, að honum fyndist
hann beinlínis líkamlega helsjúkur og tilveran öll hverfast
við, líkt og í draumi eða svima. Hann varð að hrista þessa
martröð af sér með einhverju óvæntu viðbragði, svo að
hún lamaði hann ekki gersamlega.
„Mér er af tilviljun kunnugt um, hvernig í þessu ligg-
ur,“ sagði hann snögglega. Þessa stundina hikaði liann ekki
við að ljúga upp í opið geðið á sjálfum sér og veitingakon-
unni, heldur hvessti hann grimmdarlega á hana augun og
sló harkalega í borðið, svo sem til að árétta orð sín sem
greinilegast: — „Og einmitt af því, að eg þekki sannleik-
ann í þessu máli, skuluð þér vita það, að eg bragða ekki
framar nokkurn bita í húsi slíkrar rógtungu sem þér eruð!
Skiljið þér það, maddama sæl!“ Hann spratt upp úr sæti
sínu, slengdi silfurdal á borðið og snaraðist upp stigann.
Skömmu síðar rogaði hann skipskistu sinni einn ofan af
loftinu. Maddama Gjers gekk í veg fyrir hann, áður en
hann komst út úr húsinu og reyndi að sefa skapofsa hans
með mildum orðum. Hún kvaðst aðeins hafa sagt það, sem
hún sjálf héldi vera satt og hún hefði heyrt alla aðra bæj-
arbúa segja. En Sölvi var hinn þverasti og hélt leiðar sinn-
ar með skipskistuna á bakinu. Hann gekk niður á bryggj-
una, setti kistuna á brúnina og tyllti sér þar á hana um
stund.
Hann ætlaði að fá sér bát og skreppa heim til föður síns
í Sandvík. En fyrst í stað sat hann þarna eins og lamaður á
kistulokinu og starði út yfir höfnina, niðursokkinn í dap-
urlegar hugleiðingar. Hann ákvað að hætta við Hollands-
förina, en þegar hann var lagður af stað áleiðis til Sand-
víkur, skipaði hann ferjumanninum skyndilega að snúa við
og leggja að hafnarbakkanum handan við víkina. Hann
ætlaði að tala við gömlu konuna, móðursystur Elísabetar,
og reyna að fá hjá henni fulla vitneskju um það, sem hug-
ur hans barðist stöðugt við. Einhver innri rödd varaði hann
alltaf við að trúa því versta, fyrr en í fulla hnefana.
Gamla konan þekkti hann strax, er hann kom inn úr
dyrunum.
„Góðan daginn, Sölvi!“ sagði hún. — „Þú hefur verið
lengi að heiman, full fjögur ár um þetta leyti.“
Hann þá ekki boð hennar að setjast niður, heldur stóð
frammi fyrir henni þungbúinn og dapur á svip.
„Er það satt, að Elísabet hafi farið með þessum hætti frá
Beckshjónunum?“
„Með hvaða hætti?“ spurði gamla konan all-hvatskeyt-
lega og dökkur roði breiddist yfir föla og hrukkótta vanga
hennar.
„Nú jæja. — Var eins ástatt fyrir henni og fólk segir?“
sagði Sölvi biturlega.
„Ef fólk segir það, — nú, er þá ekki svo sem sjálfsagt, að
annar eins maður og þú ert, hljótir að trúa því eins og
nýju neti!“ mælti gamla konan háðslega. — „Eg skil ekki,
hvers vegna þú ert að gera þér það ómak að spyrja gömlu
frænku hennar, fyrst þú hefur svo marga, sem gjarnan vilja
fræða þig um þetta!“
Þegar gamla konan hafði rutt þessu úr sér, var sem hún
mildaðist nokkuð, og hún bætti við á lægri nótunum:
„Raunar get eg sagt þér dálítið um þetta, sem eg mundi
ekki telja ómaksins vert að hafa orð á, ef eg vissi ekki vel,
að stúlkan hefur ekki gleymt þér enn, þrátt fyrir allan
þann tíma, sem þú hefur verið á flakki úti um víða veröld.
— Eg veit vel, hvernig hún er að eðlisfari, skal eg segja þér.
Hún gleymir ekki strax þeim, sem hún hefur nú einu sinni
lagt hug á. — Það er rétt, að hún flýði heiman frá Beck eina
nóttina og kom hingað til mín þá um morguninn. F.n hún
gerði það þín vegna, því að hún vildi losna við sjóliðsfor-
ingjann. Það var maddama Beck sjálf, sem kom benni fyrir
hjá góðu fólki í Hollandi, því að þau hjónin kærðu sig
ekki um að sonur þeirra gengi að eiga hana.“
Allra snöggvast ljómaði andlit Sölva af trylltri og sterkri
gleði. En svo dimmdi jafnskyndilega yfir svip hans á ný.
„Hafði hún þá trúlofast sjóliðsforingjanum?“ spurði
hann þungbúinn.
„Já og nei,“ svaraði gamla konan athugul til þess að
víkja ekki hársbreidd af vegi sannleikans. — „Hún lét
leiðast til að segja já, en flúði svo af heimilinu, því að
henni varð ljóst, að hún vildi ekki ganga að eiga hann,
þegar til kom. Hún játaði það fyrir mér með tárin í augun-
um, að hún iðraðist þess að hafa hafnað bónorði þínu.“
„Þannig er þá mál með vexti!“ sagði Sölvi háðslega. —
„Bæði já og nei, segir þú! — Beckshjónin kærðu sig ekki
um hana sem tengdadóttur og komu henni af séi til Hol-
lands. Og svo viljið þið, að eg standi í þeirri meiningu, að
hún hafi gert allt þetta mín vegna!“ Svo bætti hann við í
hálfum hljóðum og dapur á svip, um leið og hann hristi
höfuðið hugsandi:
„Guð má vita, að eg vildi geta trúað því. En eg get það
ekki, Kristín. Þér eruð frænka hennar, og þér viljið gjarn-
an--------“ Hér þagnaði hann í miðjum klíðum.
„Mér segir svo hugur um, Sölvi,“ sagði gamla konan með
þunga í röddinni — „að það sé og verði ógæfa þín, að þú
getir ekki trúað neinum heilt og óskorað á þessari jörð.
Þess vegna lætur þú rógmæli fólksins og þinn eigin efa og
hugaróra leiða þig afvega. Og sannarlega átt þú ckkert er-
indi í mínum húsum, meðan þú býrð yfir þeim hugsun-
um, sem þú nú hefur látið í ljós. — En eitt vil eg biðja þig
um,“ sagði hún að lokum með mildri og djúpri alvöru í
gáfulega og einarða svipnum: „Reyndu ekki að fara á fund
Elísabetar eða ná henni á þitt vald, á meðan nokkur snefill
af þessum grunsemdum gegn henni leynast enn í hjarta
þínul Það myndi vissulega verða ykkur báður til ógæfu.“
„Vertu sæl, Kristín," sagði hann hrærður og rétti henni
45