Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1948, Síða 42

Samvinnan - 01.10.1948, Síða 42
Þeir tela fagurt en hyggja flátt Örlög kaupfélaganna í „alþýðu-lýðveldunum" eru nú að verða kunn FLESTIR MUNA hvernig nazistar fóru að gagnvart kaupfélögunum í Þýzkalandi og síðan í hersetnu lönd- unum í Evrópu. Þau voru tekin fyrir, hvert af öðru, og leyst upp. Skýring nazistanna var jafnan á reiðum hönd- um: Þetta var gert „til hagsbóta fyrir samfélagið“. í þeim löndum, sem kommúnistar hafa komið á hinu svo- kallaða „alþýðulýðræði" og náð undir sig, hefur reynslan sýnt að afstaða þeirra til kaupfélaganna er ósköp keimlík því, sem gerðist á dögum naz- istanna. Til dæmis um þetta eru þær aðferðir, sem beitt var gegn hinu stóra kaupfélagi í Búdapest, sem var leyst upp nú í sumar. Þetta kaupfélag var stofnsett 1904 með þátttöku verkafólks í borginni. Það naut mikils álits og var í sífelldum vexti fram til ársins 1935. En árið 1939 var kaupfélagiðtekiðfyrir, ífyrsta sinn, og leyst upp. Þeir, sem fyrir því stóðu, voru hinir fasistískt sinnuðu valdhafar landsins á þeim tíma, og þeir þoldu ekki lýðræði samvinnu- stefnunnar frekar en skoðanabræður þeirra í Þýzkalandi. Eftir að stríðinu lauk var kaupfélagið endurreist. Um s. 1. áramót hafði það rösklega 100.000 félagsmenn og starfrækti 200 verzlun- arbúðir. Starfsmannalið þess var um 2000 manns. Umsetning félagsins var mikil þegar miðað er við efnahagsaf- komu landsins. Þegar er kommúnistar höfðu tryggt sér völdin í landinu og fest sig í sessi, byrjuðu þeir að þrengja sér inn í hin stærri, ópólitísku samtök landsins. Kaupfélagið í Búdapest varð brátt fyrir barðinu í þessari „endurskipu- lagningu“, sem framkvæmd var með venjulegum „alþýðulýðræðis“ hætti. Hinar ýmsu deildir félagsins, svo sem nýlenduvörudeildir, vefnaðarvöru- deildir, eldneytisdeildir o. s. frv., voru teknar fyrir, hver af annarri og leystar upp eða innlimaðar í ríkisfyrirtæki, og vitaskuld var þetta allt saman gert „í góðum tilgangi“ og einvörðungu til þess að styrkja „hina ungversku þ'riggja ára áætlun“ í iframkvæmd- inni. Um afstöðu félagsmannanna til þess- ara ráðstafana, var ekki spurt. Þegar loksins var ekkert eftir af kaupfélaginu nema samþykktirnar og skipulag þess, á pappírnum, ákváðu kommúnistarnir að nú skyldi vfir Ijúka. Til þess að tkki kærni allt of margir félagsmenn á „sérstakan aðal- fund“, sem ákveðið var að kalla saman og þar sem upplausn félagsins skyldi tekin fyrir, var fundur þessi auglýstur aðeins í lögbirtingarblaði ríkisins, sem ekki hefur marga lesendur utan stjórnardeilda og embættismanna. A þennan hátt þótti það tryggt, að á fundinum mættu ekki aðrir en þeir, sem ekki mundu voga sér að hafa aðra skoðun á málinu en ætlast var til. 111 menn mættu á aðalfundinum (félags- mannatala rösklega 100.000) ogþarlét ÚR ÝMSUM ÁTTUM Brezka samvinnuhreyfingin starfrækir myndarlegasta samvinnuskóla í Evrópu í Stanford Hall. Auk fasts skólahalds á vetr- um, eru þar námskeið á sumrum fyrir starfs- fólk samvinnufélaganna og aðra áhugasama samvinnumenn. En ekki er látið þar við sit ja. Brezku kaupfélögin halda sumarskóla eða sumarnámskeið víðsvegar í Bretlandi á hverju sumri. Eru námskeið þessi einkum ætluð félagsmönnum, og þannig hagað til, að þau geti verið hvort tveggja í senn, náms- tími og sumarleyfi. Venjulega eru þau haldin á einhverjum fögrum stað, þar sem sumar- ferðamenn vilja gjarnan dvelja. Þessi nám- skeið taka aðeins stuttan tíma, t. d. viku eða svo. Brezka samvinnublaðið Cooperative News skýrði nýlega frá einu slíku námskeiði, sem haldið var í Bangor í Norður-Wales. Námskeiðið sóttu 100 félagsmenn víðs vegar að úr landinu og á ýmsum aldri. Það vekur j! Hið ágæta, danska samvinnutíma- ]; j rit „SAMVIRKE“, sem gefið er út af J; !; danska samvinnusambandinu, og er jj eitt útbreiddasta heimilisrit Dan- ;! !; merkur, birti nú fyrir stuttu eftir- j; ;j farandi grein um aðstöðu samvinnu- j; ;j hreyfingarinnar í hinum nýju „al- !; ;j þýðu-lýðveldum“, í Austur-Evrópu. J; fundarstjórinn svo um mælt, að þar sem verkalýðurinn hefði tekið allt ríkisvaldið í sínar hendur, væri ekki lengur nein þörf á samvinnuhreyfingu. Næsta skrefið var síðan það, að ríkis- stjórnin, sem fengið hafði að heyra um álit fundarins, gaf út tilskipun, þar sem því var lýst yfir, að félagið væri leyst upp og hætt störfum. Ekkert hefur verið látið uppskátt um það, hvað eigi að verða um sjóð- eignir félagsmanna, svo sem stofnsjóði og óútborgaðan arð, þótt hér sé um að ræða miklar upphæðir. En senni- legt má telja, að þessar eignir hafi far- ið sömu leiðina og forðum í Þýzka- landi, þegar ráðizt var á kaupfélögin þar. Framkvæmdin í Ungverjalandi er hin sama og hjá nazistunum, en skýr- ingin, sem gefin er á aðgerðunum er hins vegar nokkuð önnur. Um tilgang- inn þarf þó ekki að efast: Samvinna frjálsra manna er ekki leyfð eða þoluð, undir einræðisstjórn. sérstaka athygli í sambandi við þetta nám- skeið, að nemendur voru á aldrinum 27—70 ára, og meðalaldur þeirra var um 50 ár. Þetta sýnir, að hinir eldri félagsmenn í Bretlandi telja sig ekki upp úr því vaxna að setjast á skólabekk með yngri mönnum. Það bendir einnig á, að með þessum hætti tekst brezku kaupfélögunum að tengja bönd í milli hreyf ingarinnar og margra aldursflokka. Þetta er eftirtektarvert og lærdómsríkt fyrir aðrar þjóðir, t. d. íslenzka samvinnumenn. Senni- legt er, að hægt væri að koma slíkum sumar- námskeiðum fyrir félagsmenn á fót á ein- hverjum skemmtilegum og fögrum stað lands- ins, og stefna þangað hverju sinni 50—100 félagsmönnum víðs vegar að, til stuttrar náms- og skemmtidvalar. Liklegt má telja, að íslenzkir samvinnumenn mundu taka slíki i nýbreytni fegins hendi. Samvinnuskólahald í Bretlandi 42

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.