Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1948, Síða 20

Samvinnan - 01.10.1948, Síða 20
Flestir beejarmenn stunda einhvern búskap. Landbúnaðarverkamaður kveður fjölskyldu sina áður en hann heldur til starfa út á akurinn. þessari framleiðslu, er selt til Bath, Bristol og Chippenliam. Ir LANDI, þar sem flest þorp eru vaxin upp undir lénsskipulagi, sem ákveður hvar í mannfélagsstiganum íbúarnir skuli standa, nvtur Marsh- field þeirra hlunninda að vera engum slíkum böndum bundið. Þarna er ekkert herrasetur með fornar kvaðir á hendur íbúunum, enginn herra- garðseigandi til þess að ganga eftir, að kvaðirnar séu inntar af hendi. Bændur og iðnaðarmenn standa nokkurn veg- inn jafnfætis í mannfélagsstiganum, heldra fólkið eru örfáir ungir embætt- ismenn nýfluttir þangað frá London. Hvað stjórnmál snertir, þá er þorpið í Thornbury-kjördæmi, sem við síð- ustu kosningar sendi mann úr Verka- mannaflokknum á þing. Hann var uppboðshaldari að atvinnu, þar að auki fékkst hann við fasteignasölu og var sýslunefndarmaður að mannvirð- ingu. í Marshfield segja þeir nú, að hann hefði naumast náð kosningu, ef hann hefði ekki slegfð svo og svo mik- ið af í flokkspóltíkinni, enda nýtur verkamannaflokkurinn ekki óskoraðs fylgis þorpsbúa. Andlegrar uppbyggingar leita þorpsbúar í afar fornri kirkju, er stendur í miðjum kirkjugarði, sem hefir öll einkenni þeirra staða, sem reimt er á. Til lækningar líkamlegra meina leita þeir til ungs og duglegs læknis og konu hans, sem einnig er læknir. Þau gera við beinbrot í sam- einingu, hressa upp á sálina, ef með þarf, gefa meðal við gigtinni og taka á móti börnum. Jafnhliða þessu miðla þau af þekkingu sinni um nýjungar í matreiðslu, saumaskap og uppeldi þeirra barna, sem þau hjálpa til að komast í þennan heim. Sjálfstæði þorpsins út á við byggist að sjálfsögðu á samhjálp þorpsbúa inn á við. Þeir skiptast á þjónustu rétt eins og þeir skiptast á fréttum, og jafnvel verzlun með mat og aðrar nauðsynjar hefir vissan teygjanleik, sem nær út yfir hin ströngu takmörk, sem viðskipti með peninga að verð- mælikvarða venjulega hafa. Matvöru- kaupmaðurinn, slátrarinn og vínsal- inn í Marshfield eru ekki eins og stétt- arbræður þeirra í borgunum, fjarlæg- ar verur, sem lifa í heimi út af fyrir sig. Þeir eru samborgarar hinna þorps- búanna og þekkja þá út í æsar, og því vita þeir einnig þarfir þeirra, svo og hvað þeir eiga mikið í buddunni. Á dögum Chaucers var Marshfield beitiland fyrir sauðfé, og Bath var á þeim tímum fræg fyrir ullarverzlun. Síðar varð Marshfield miðstöð malt- gerðarinnar, og enn eru húsin, sem maltgerðarmeistararnir áttu, þau veg- legustu á staðnum. En nú er maltgerð orðin verksmiðjuiðnaður, og sú frægð, ásamt maltilmnum, farin veg allrar veraldar, en húsin tekin til annarrar notkunar. í Marshfield eru fjórar drykkjustof- ur, og samir það vel stað. sem einu sinni var frægur fyrir maltgerð. Það þarf varla að nefna það, að þær standa allar í blóma. Ekkert kvikmyndahús er á staðnum, en bókasafnið er opið einu sinni í viku. Nú, þegar benzín- skammtur hefur verið veittur til einkabifreiða, geta þeir, sem eiga bif- reiðar, skroppið til Chippenham til að fara í bíó. En skammturinn er ekki nema rúmir fjórir lítrar á viku, og þeir eru ekki lengi að fara. Þorpsbúar lesa kappreiðarfréttirnar og frásagnir um fyrirhugaða knattspyrnukappleiki, sem festar eru upp á veggi drykkju- stofanna, stofna til hóflegra veðmála um hvort tveggja ,en lesa annars ekki ýkja mikið og hafa ekki á sér mikið lærdómsorð. Félagslíf karlmannanna í Marsh- field er svo að segja eingöngu bundið við vinnustöðvarnar og knæpurnar, en konurnar koma saman í eldhúsunum hver hjá annarri. Eldhúsin í Marsh- field voru byggð á þeim tímum, er vinnuafl var ódýrt, og hjálpartæki til heimilisþarfa óþekkt. Þau eru sagga- full, dimm, óhentug og bera glöggan vott um, hvað prófessor nokkur frá Birmingham hefur haft í huga er hann sagði fyrir skömmu: „Vinnuskil- yrðin, sem húsmæðurnar eiga við að búa, ganga í berhögg við allar reglur um verkhyggni og orkusparnað. Fyrir- komulag heimilisstarfanna er eitt af hinum síðustu virkjum erfiðis og óverklagni og eiga sér aðeins hliðstæð- ur í hinum lélegustu kolanámum.“ — Nú er unnið að því að gera kola- vinnsluna auðveldari og léttari, en það bólar ekki á nýjungum í gömlu stein- eldhúsunum í Marshfield. Það er held- ur ekki hægt um vik að breyta þeim í það horf, sem þekkist í Ameríku. Ef stækka ætti gluggana, þyrfti fyrst að höggva gegnum þykkan steinvegg, nýj- ar pípuleiðslur yrði að leggja gegnum stein. Ef eigandinn væri ekki kominn á höfuðið, þegar hér væri komið, 20

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.