Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1948, Side 40

Samvinnan - 01.10.1948, Side 40
FRA FRÆNDÞJÓÐ OKKAR, FÆREYINGUM (Framhald, af bls. 9.) anir um, án þess að það bæri mikinn sýnilegan árangur, eins og til dæmis heimilisguðrækni, leikmannastarf að kristindómsmálum, sunnudagaskóla, æskulýðsstarf, sjómannatrúboð o. fl. JAFN MIKIÐ og nú er ferðast mætti vænta þess að íslendingar taki að venja komur sínar til Færeyja. Við þurfum að fá hugmyndir okkar uni það land endurskoðaðar. Norræna félagið hér hefur hafizt handa um útgáfu á rit- safni um Norðurlönd, með ágætri bók um Færeyjar. Hefur bókaforlagið Helgafell vandað útgáfuna. Síðari hluti bókarinnar er myndasafn gott, en eg fyrir mitt leyti tel það vöntun að henni fylgir ekki uppdráttur. Bók þessi bætir úr brýnni jrörf og ættu allir skólar og bókasöfn á landinu að eign- ast hana. Við megum hvorugir við því, Fær- eyingar og íslendingar, að rjúfa göm- ul ættar- og menningartengsl. Færey- ingar eru Islendingum næstir og ná- skyldastir allra þjóða. Feður okkar lögðu upp samtímis úr Noregi og bú- setti annar bróðirinn sig á Færeyjum en hinn sigldi til íslands. Til forna komu íslendingar einatt við í Færeyj- um á ferðum sínum milli landa, og hafa að líkindum stundum heilar skipshafnir haft þar vetursetu. Til þess benda svonefndar „Islandstóftir", sem eru víða til á Færeyjum og teljast til merkilegustu fornleifa þar. Eins og bóndinn, sem flytur í sjávarþorpið eða bæinn, gefur nýja heimilinu sínu nafn gamla bæjarins í sveitinni, þann- ig notuðu þeir gömul norsk staðheiti í hinum nýju heimkynnum. Staða- nöfn á færeysku landabréfi norðan frá Ennisbjargi og suður til Akrabjargs, eru algeng bæði í Noregi og á íslandi. Raunverulega er sama tunga töluð enn í Vestur-Noregi, Færeyjum og á íslandi. Norskt landsmál og færeyska lætur þess vegna í fyrstu frekar illa í okkar eyrum, líkt og afbökuð íslenzka. íslendingar og Færeyingar hafa bú- ið frá öndverðu við mjög svipuð kjör. Meinleg örlög þoldu þeir engu verr en við. Það var gæfumunurinn, að ísland lá norðar í Atlantshafi en Færeyjar. í þeim iiluta konungsríkisins Dan- mörk, sem Færeyjar heitir, er minnsta Jrjóð Norðurlandi. Á hún sína sögu og þjóðmenningu, sitt eigið mál, sitt eig- ið flagg og sínar eigin framtíðarvonir, sem að minnsta kosti íslendingar, — næst minnsta jtjóðin, — ættu að geta skilið og virt. ESBJERG — ATHAFNABÆRINN Á JÓTLANDSSTRÖND (Framhald af bls. 12.) jressa mergð með Jrví að líta í markaðs- skála fiskiskipahafnarinnar í Esbjerg, þar sem afli fiskiskipanna er seldur á uppboðum daglega. Bezt er að koma Jrangað um kl. 7 að morgni. Meðfram markaðsskálanum sem er opinn að hafnarbakkanum, sem fiskibátarnir liggja við, eru 12 bátar að losa afla sinn. Aflinn er ísvarinn og er skipað upp í lyftum, sem lyft er með bómurn bátanna. Aflinn er losaður á borð, til flokkunar. Fiskurinn er flokkaður eftir stærð og tegundum í kassa, sem taka 35 kg. og eru hafðir 7000 kassar til taks daglega. Aflinn er, eins og áður segir, aðallega rauð- spretta, þær þyngstu um 6 kg., þær minnstu um J4 kg., en minni rauð- sprettum er sleppt lifandi í sjóinn aft- ur. Talsvert er af bæði ýsu og þorski. Dálítið af sandhverfu, sandkola, lepp- flúru og einstaka smáhákarl. Síld er ekki veidd nema á haustin og ekki nema lítið. Vinnan í markaðsskálanum hefst kl. 3, en kl. 7 byrjar uppboðið. Á töflu við innganginn er skráður afli sá, sem bjóða skal upp. Landað var að þessu sinni úr 32 bátum, alls 97900 kg. rauð- spretta, 12400 kg. ýsa, 4750 kg. þorsk- ur og 14750 kg. ýmiskonar fiskur og að auki 10 liákarlar. Uppboðið geng- ur fljótt og greiðlega. Varan er seld hæstbjóðanda, sem leggur merkispjald sitt á kassana. Allur fiskurinn er seld- ur eftir skamma stund og fer magnið að mestu leyti til útflutnings. Fiski- mennirnir fá fiskinn greiddan við af- hendingu, til jafnaðar um 60 aura á kg. af rauðsprettu, og kr. 1—1,40 fyrir Jrorskinn. 1,5% af andvirði aflans rennur til ríkisins, 1,5% til stjórnar- nefndar markaðsskálans, sem hefur um 100 manns í Jrjónustu sinni, við flokkun og ræstingu. Kassarnir, sem fiskurinn er seldur í, eru þegar fluttir burtu og lestaðir. Um hádegið er skálinn þveginn og tómur og tilbúinn að taka á móti afl- anum næstu nótt og morgun. Umsetn- ing þessa dags, sem hér er sagt frá, var með minna móti. Árið 1946 var heildaraflamagnið 50.000 tonn að verðmæti um 43 millj. króna. Ýmsar raddir eru uppi um það, að rauðsprettustofninn í Norðursjó þoli ekki svo mikla veiði. Hafa verið gefin út ströng fyrirmæli um stærð veiddra fiska, og svo virðist, sem nægilega rnörg ungviði séu til þess að fylla í skörðin. Við höfnina eru geymsluhús út- flutningsfyrirtækjanna, niðursuðu- verksmiðjur og hraðfrystihús. Rauð- sprettan er flutt í kæliskipum til Bret- lands og seld þar. Einnig til Þýzka- lands. ('Hernámssvæði Vesturveld- anna). Þorskur og ýsa eru einkum seld til Belgíu og Svisslands. Bátar þeir, sem veiðarnar stunda, eru um 40 lestir að stærð. í lestinni eru þá um 17 tonn af möluðum ís, auk þess sem hún rúmar um 25 tonn af fiski. En það magn aflast ekki nema í beztu veiðiferðum. F'ram í bátunum er klefi fyrir 4 háseta og eldhús. Elda- vélin brennir gasi af stálflöskum. Aft- ur í bátnum er 100 hestafla vél og hýbýli formanns og vélamanns. Bát- urinn er 10—14 daga í veiðiferð og leitar þá um flest mið Norðursjávar- ins. ÞEIR HAFA SANNAÐ, AÐ ÞJÓÐIR GETA UNNIÐ SAMAN (Framhald af bls. 17.) rök, að telja verður að þeim verði sórni sýndur. Hið síðara er, að Rússar taka ekki þátt í þessum teknisku fundum fram- kvæmdaráðsins. Rússar hafa til þessa látið ECA afskiptalaust, er því sleppir að þeir nota fundi nefndarinnar sjálfr- ar til þess að halda áfram „kalda stríð- inu“. En Rússar hafa ekki á neinn hátt torveldað, að Austur-Evrópu- löndin hefðu samvinnu við ECA og tækju þátt í störfum stofnunarinnar. Vitaskuld er það alls endis óvitað, hversu lengi þessi afstaða verður ofan á. Það er þó vitað, að ríkisstjórnir Pól- lands og Tékkóslóvakíu álíta, að það sé hagur fyrir þær að teljast til ECA. 40

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.