Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1948, Qupperneq 24

Samvinnan - 01.10.1948, Qupperneq 24
til að geta tekið afstöðu til mikilvægra máia. Httgsið yður stétt húsameistara og verk- fræðinga í leiðandi stöðum, sem að vísu kynnu sitt fag, en hefðu ekki hæfileika til að dæma um hin andlegu verðmæti í verk- um sínum, né skilja hin félagslegu viðfangs- efni í sambandi við þau. Hugsið yður vísindamenn, er að visu væru lærðir mjög í sínum greinum, en skorti all- an skilning á mikilvægi vísindagreina sinna íyrir samfélagið. Hugsið yður loks stétt menntaskólakenn- ara, er allir væru að vísu vel lærðir menn, en sem jrekktu lítið eða ekkert til neinna annarra andlegra viðhorfa en þeirra, er við þeim blasa frá fræðigreininni, sem þeir kenna. Þér munuð auðvitað segja: Hvers konar þvættingur er þetta? Slíkt og þvílíkt i-r óhugsandi. En þessi hugsanaþraut sýnir okk- ur einmitt, að menntaskólanámið er sá grundvöllur, sem öll hin akademiska mennt- un verður að byggjast á. Við sjáum, að menntaskólanámið er ekki fyrst og fremst nein sérgrein til að ná einhverri vissri leikni, eins og í tungumálaskólum og tækniskólum. Og ég vil leggja á það þunga áherzlu, að hin akademiska stétt, vegna menntunar sinnar og sérstöðu í þjóðfélaginu, ber í þessu efni geysilega þunga ábyrgð. Það er höfuðnauðsyn, sem ekki má kvika frá, að gerðar verði aðrar og meiri kröfur til hinna háskólagengnu manna en að þeir kunni sína sérgrein. Ef það væri nægilegt, þá jryrftum við ekki aðra skóla en þá, sem veita nálega eingöngu sérmenntun. Sú hætta vofir yfir, að við slökum á þess- ari kröfu, af eintómri þjónustu við sérmennt- unina. Og þessi hætta hefur skapazt einkum vegna þess, að jrjóðfélagið í blindni sinni og skilningsleysi knýr skólana til að leggja æ meiri og meiri áherzlu á há próf. í skugga hinnar örlagaríku atómaldar er einasta björgunarvon mannkynsins sú, að við getum vaxið andlega, vaxið frá því að mæla allt á mælikvarða efnis og hagnaðarvona, vaxið frá því að lifa í eins konar ölvun hinna tæknilegu framfara. Þær benda okkur að vísu á stórfengleg tækifæri til að gera jörð- ina okkur undirgefna, en skapa þó aðeins tímabundin verðmæti. Maðurinn Jtarf að skilja jtað, að þessi lijálpartæki eiga að vera þjónar hans, en ekki herrar. Ef við gemm okkur jjað ekki ljóst, að það er betra að gefa sér tíma til að leika lítið eitt við börnin sín, en láta öskur útvarpstækninnar drottna yfir sér. Ef maðurinn skilur það ekki, að það er ljetra að tala við góðan vin um blómin, sem vaxa á skurðbakkanum, heldur en að missa ráð og rænu af heilabrotum um rakettuflug til tunglsins — já, þá verðum við aldrei annað en þrælar efnishyggjunnar. Það eru menn, sem að vísu eru oft dugandi menn, 'Cn skortir dómgreind og allan skilning á hinum raunverulegu verðmætum lífsins. Slík- ir menn eru mjög þægilegt herfang fjölda- sefjunarinnar. Það er jjví hlutverk skólanna að vinna á móti þessari tilbeiðslu samtíðarinnar á guði tækninnar. Það er skylda þjóðfélagsins að heimta þá kennslu til handa nemendum skól- anna, er elur jjá upp til sjálfstæðra skoðana og gagnrýni á mönnum, félagslegum hreyf- ingum, vígorðum samtíðarinnar og áróðurs- aðferðum. Kenna þeim að velja og hafni, kenna þeim að þekkja gullið frá soranum, og við öll tækifæri leitast við að glæða h]á þeim hæfileikann til að virða góðleikann, réttlætið og sannleikann. Og hvað gerum við svo með kennslu okk- ar í menntaskólunum? Við skulum gera okkur grein fyrir því. Við knýjum unglingana með stöðugt meiri þunga til að ná sem hæst í ytri þekkingu. Við jjvingum J)á til lærdóms, sem þroskar minni Jjeirra, en gerir dómgreind þeirra ófrjóa. Við búum þá undir að taka sem allra hæst próf, til þess aö fá aðganga að ýmiss konar sérnámi, sem í aðalatriðunum þroskar hann til „homo faber“, það er þroskar tækni hans og ytri hæfni, en drepur í honum hið mannlega, andlega. Þetta alvarlega ástand er ekki neitt eins dærni fyrir okkur hér í Danmörk. Þetta er aljjjóðlegur sjúkdómur, vaxinn úr jarðvegi tæknialdarinnar. VÍÐA erlendis hafa menn komið auga á, að við stefnum til tortimingar. Mönnum er það ljóst, að hin æðri menntun verður að ganga í gegnum nýja deiglu, til Jjcss að hin akademiska stétt framtíðarinnar nái þeim andlegu yfirburðum, sem einir eru þess megnugir að gera hana að því súrdeigi í þjóð- félaginu, sem hún á að vera. Nú er mér Ijóst, að það er brýn nauðsvn fyrir litlar Jjjóðir, að menntamenn þeirra fái góða sérntenntun til að standast samkeppn ina í hinni fjármálalegu og félagslegu sam keppni á sviði atvinnu- og viðskiptalífsins. Og mér er það einnig ljóst, að kennsla í menntaskólum vorum veitir nemendum sín- urn í ríkara mæli en önnur kennsluform skilning á hinu mannlega. En í því sam- bandi vil eg bæta því við, að menntaskólarnir eiga sem allra minnst að búa nemendur sína undir vissar sérgreinar, og sú aðferð, sem skólarnir nota nú til að mennta nemendur sína, er alltof utangarna og eins og límir allt utan á, en Jjar á eg við lexíurnar, sem aft- ur og aftur standa í vegi fyrir öllu sjálfstæðu starfi og sjálfsreynslu. Nám við háskóla, eða aðrar slíkar mennta- stofnanir, er erfitt, ef nemandinn ætlar að verða vel að sér í sinni grein. Og sú hætta vofir yfir, að hann verði sérfræðingur, og ekkert nema sérfræðingur. Það er Jiess vegna rík nauðsyn að menntaskólarnir noti tíma sinn fyrst og fremst til að gefa nemendunum andlegt veganesti, sem útilokar seinna hætt- ur sérhæfninnar, hinn þrönga sjónhring og dómgreindarleysi. Þegar þess er gætt, að í menntaskólunum eru nemendur á mesta mótunarskeiðinu, verður það ljósara en ella, hversu nauðsyn- legt Jjað er, að einmitt ])ar öðlist jjeir það viðhorf til lífsins, sem setur mót sitt á fram- tíð þeirra alla. En nota menntaskólarnir þetta einstæða tækifæri? Við verðum því miður að svara: Ekki eins og þeim ber. í danskri skólalöggjöf, varðandi mennta- skóla, eru að vísu mörg fyrirmæli, sem eiga að styðja þennan tilgang, en það hefur því miður ekki tekist að framkvæma }>au. En hvers vegna? Einfaldlega vegna þess, að nútíma Jijóð- félag vill skapa menn í líki tækninnar. Við viljum veita börnum okkar menntun, sem miðast við sérfræði og góðar tekjuvonir. Af Jjví að skólarnir hafa látið eftir þessum kröf- um, er aðstreymi að þeim svo ntikið, að það hefur orðið að setja strangar hömlur á inn- töku nemenda.. Og Jrar hafa prófin komið að góðu haldi. Hér er því um það að ræða, að ná sem hæstu prófi. Vinnubrögðin í skólun- um hafa því færst í það horf, að nemendur geti náð sem hæstum prófum, og þar af leið- andi er kennslan miðuð við það, að nemand- inn læri einhverjar afmarkaðar lærdómsgrein- ar, og læri þær þannig, að það sé hægt að framreiða jjær á sem snotrastan og greið- astan hátt við prófin. Og svo hefur myndazt sú skoðun, að háum prófum fylgdu miklar gáfur. Menntaskólarnir eru á góðunt vegi með að verða að vél, sem framleiða menn, með ákat- lega þroskað minni. Það er auðvitað óumdeilanleg nauðsyn, að tileinka sér viss minnisatriði, svo setn stærðfræðilegar reglur, vissan forða af al- mennum fróðleik, málfræðilegar reglur, nokkrar sögulegar staðreyndir, efnafræðis- legar reglur o. s. frv. En þetta minnisnáin hefur þanizt svo út, að það kæfir allt ann- að, sem er rniklu mikilvægara, svo sem þrosk- aða skapgerð, skilning á viðfangsefnum sam- tíðarinnar, sjálfstæð áhugamál, skapandi liugsun, gagnrýni og hæfileikann til að greina aðalatriðin frá aukaatriðunum, greina hið stóra og mikilvæga í hverju máli frá smámununum. Menntaskólarnir eru að verða skólar sér- greinanna, Jiar sem þekkingaratriðunum er safnað í flöskur, en hin sjálfstæða hugsun kæfð. Það má kenna ungum mönnum á tvennan hátt: 1. Með lestri, yfirheyrslu, ítroðslu. 2. Með lestri, sjálfstæðu starfi og samtöl- um. Með hinni fyrri aðferð er hægara að kom- ast fljótt að takmarkinu, ef takmarkið er liátt próf, en þarna verður allt utanaðlært. Þessi aðferð skapar ósjálfstæði og námsleiða. Lær- dómsgreinarnar fullnægja ekki hinum ungu mönnum. Og svo er farið að leita uppi auð- fengnar og ómerkilegar skemmtanir til að fylla í eyðurnar. Hin aðferðin: Lestur — sjálfstætt starf og samtöl, lofar að vísu ekki eins háum prófuin. En hún skapar miklu rneira verðmæti. Þar lifa mennirnir sitt nám. Þeir verða áhuga- samir, tileinka sér það, sem lært er, og eiga frumkvæði að ýmsu; með öðrum orðum: eignast skapandi hugsun. í skólasögunni hef- ur oltið á ýmsu með vinnuaðferðir. En nýjar og sterkar andlegar hreyfingar skapa alltaf nýjar hugsjónir. Þegar fram í sækir, á þessi hreyfing svo fyrir sér að storkna, og því næst kemur andleg hnignun. Það er sem sé auð- veldara að kenna eftir ákveðnum, settum 24

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.