Samvinnan - 01.10.1948, Síða 19
rikan þútt i þvi, að brezha þjóðin hefur lifað af
- e n s k tá
ingum sínum táknmynd þess búnaðar-
sjálfstæðis, sem hefur átt sinn ríka þátt
í því, að enska þjóðin hefur lifað af
þær margvíslegu þrautir, sem hún hef-
ur orðið að þola á sviði styrjaldar,
stjórnmála og fjármála. Önnur þorp
Englands eru ef til vill fallegri, eiga
merkari sögu, eða sýna betur eyði-
leggingar styrjaldarinnar. En í Marsh-
field má fremur en víða annars staðar
finna ltöfuðeinkenni þessarar þraut-
seigu búnaðarþjóðar, sem fer sér hægt
að öllum breytingum.
Þorpið stendur á vindblásinni há-
sléttu og telur 1030 íbúa, og er meira
í ætt við þorpin á norðurströnd
Frakklands en London. Vilhjálmur
sigursæli náði landinu undir sig árið
1066, og skapgerðareinkenni Nor-
mannanna eru enn áberandi. Húsin
standa í tveimur röðum meðfram
beinni götu, dyrnar eru læstar, þykk
tjöld fyrir gluggum og garðarnir eru
hörmungar og erfiðleika i striði og friði.
k n my n d
að húsabaki. Mosi og skófir sjást hvar-
vetna. Bak við húsaraðirnar teygja sig
akrar og engi út yfir vindblásna há-
sléttuna, og er landinu skipt í reiti
með lágum steinveggjum, sem virðast
vera jafngamlir og fornleifar þær, sem
öðru hvoru hafa verið grafnar úr
jörðu á þessum slóðum.
Þorpið hefur komizt svo langt í því
að verða sjálfu sér nóg, livað fram-
leiðslu snertir, að áætlanasmiðirnir í
London hafa orðið hvort tveggja í
senn, glaðir og gramir. Marshfieldbú-
inn veit, að fortíðin er liðin og gerir
sér enga rellu út af framtíðinni. Lífs-
starf hans er að framleiða matvæli,
smíða gagnleg áhöld og selja ýmiss
konar lífsnauðsynjar, þar á meðal bjór
og sterkt öl. Reglugerðir þeirra í
London kunna að vísu að halda starf-
seminni innan hæfilegra takmarka, en
megna þó naumast að fjötra hana.
Marshfield seiglast áfram þó hægt fari.
Milli þorpsins og Lundúna er lítið um
viðskipti, — enn minna um kærleika.
A ökrunum að liúsabaki er ræktað
korn, baunir og sykurrófur. Flestir
íbúar hinna fornu steinhúsa eru bænd-
ur, en að baki íbúðarhúsanna eru önn-
ur hús, sem notuð eru til ýmiss konar
iðnaðarframleiðslu. Og framleiðend-
ur í Marshfield syngja ekki sama við-
kvæðið og stéttarbræður þeirra í Lon-
don: ,,Bretland framleiðir til útflutn-
ings en ekki til aukinna þæginda
heima fyrir, og liúsmæðurnar verða að
komast af með það, sem þær hafa.“
Ekkert af því, sem framleitt er í
Marshfield, fer út úr landinu. Allt,
sem framleitt er, er selt til þorpsbúa
eða þá næstu nágranna.
Þarna er trésmíðaverkstæði, þar sem
borð og stólar eru smíðaðir úr þeim
takmarkaða timburskammti, sem
skömmtunarmennirnir í London
heimila slíkri starfsemi. Það, sem
þorpsbúar ekki þurfa sjálfir að nota af
MILDRED ADAMS er amerískur rithöf-
undur. Hún dvaldi nýlega um hríð í
brezkum smábæ og bregður upp myndum
úr lífinu þar og frá högum brezku
þjóðarinnar.
19