Samvinnan - 01.10.1948, Síða 5
ar og Svíar reist frumherjum sam-
vinnustarfsins minnisvarða, sem hafa
varanlegt gildí.
MARGT FLEIRA er að sjá í Húsa-
vík á annasömum haustdeenL
o
Neðan við bakkann, sem verzlunar-
húsin standa á, er sláturhús og frysti-
hús félagsins. Sláturtíðin stendur sem
hæst. Fjárbílar úr sveitunum umhverf-
is streyma inn í þorpið. í sláturhúsinu
sjálfu er ys og þys og margar hendur að
starfi. Á uppfyllingunni neðan við
sláturhúsið og þar umhverfis, er verið
að vinna við síldartunnur. Þær standa
þar í löngum röðum og minna á, að
Húsavík er orðinn mikilvægur staður
í síldarvertíðinni nyrðra. Söltunin þar
í sumar varð meiri en nokkru sinni
fyrr. Síldartunnustaflarnir á uppfyll-
ingunni og annirnar á sláturhúsinu
segja í einni svipan mikið um mögu-
leika Húsavíkur til þess að vaxa og
verða mikill og merkilegur athafna-
bær. Bærinn hefur góða aðstöðu til
síldarverkunar og fiskveiða og ltann
hefur stórt og blómlegt landbúnaðar-
hérað að baki sér, en þetta tvennt er
frumskilyrði hvers íslenzks athafna-
bæjar.
ÞETTA er nú í rauninni orðinn all-
langur útúrdúr, því að erindið
var að skoða tvö ný samvinnufyrir-
tæki. En það er nauðsynlegt að sjá
þessi fyrirtæki í forgrunni þeirrar
myndar, sem hér hefur verið reynt að
bregða upp. Vöxtur bæjarins, aukið at-
hafnalíf þar og úti í héraðinu og vax-
andi þróttur samvinnufélagsskaparins
sköpuðu nauðsynina fyrir þau bæði og
aðstöðuna til þess að koma þeim upp.
Mjólkurstöðin nýja stendur utar-
lega í þorpinu, í nýju, reisulegu húsi.
Þegar okkur ber þar að garði, er
mjólkurflutningabíll úr Mývatnssveit
að losa mjólkurbrúsa af palli, og inni
Ostakerið.
Btejarmenn kaupa mjólk i nýju mjólkurbúðinni.
Hið nýja mjólkursamlagshús i Húsavík. Haraldur Gislason, mjólkursamlagsstjóri, t. v.
í mjólkurbúðinni er mikið um að
vera. Ungir og gamlir standa þar við
búðardiskinn og kaupa gerilsneydda
nýmjólk, rjóma og skyr. Haraldur
Gislason, forstöðumaður mjólkursam-
lagsins, tekur erindi okkar ágætlega og
gengur með okkur um húsið. Það er
byggt eftir teikningu Þóris Baldvins-
sonar húsameistara, en leiðbeinandi
um val véla og annars útbúnaðar var
Sveinn Tryggvason ráðunautur. Vélar
eru allar nýjar, frá hinum kunnu
Silkeborg-verksmiðjum í Danmörku,
og af lullkomnustu gerð. Afkasta-
möguleikar mjólkursamlagsins eru
um 12500 lítrar á dag, en dagleg
vinnsla þess nú er um 4500 lítrar.
Miklir möguleikar eru því fyrir hendi
fyrir þingeyska bændur að auka
mjólkurframleiðslu sína í sambandi
við mjólkurstöðina. Framleiðslan er
gerilsneydd mjólk, rjómi, ostar og
5