Samvinnan - 01.10.1948, Qupperneq 37
Önnu ívanóvu, systur þína,“ sagði
Grúshenka.
,,Já, einmitt það,“ hvæsti nornin.
Hún var strax farin að hugsa um, hvað
Grúshenka litla mundi geta orðið góð
þjónustustúlka hjá sér. „En áður en eg
læt þig fá nálabréfið, verður þú að fá
kaffisopa til þess að hressa Jrig á eftir
gönguna.“ Síðan stóð nornin upp úr
ruggustólnum, sem hún sat í, og
klappaði Grúshenku heldur hranalega
á öxlina og lét hana setjast. „Bíddu nú
hérna, hróið mitt, og rótaðu þér ekki,
fyrr en eg kem aftur.“
En nornin var ekki fyrr farin út úr
dyrunum, en Grúshenka greip nála-
bréfið, sem lá á borðinu. Hún stakk
því í flýti í barminn og hljóp til dyr-
anna. En nornin varð vör við hana og
hrópaði: „Þú skalt nú ekki sleppa, hró-
ið mitt.“
Grúshenka hljóp eins og fætur tog-
uðu niður eftir veginum og horaði
hundurinn við hlið hennar. Nornin
kom skálmandi rétt á eftir. Eftir
stundarkorn var Grúshenka litla orð-
in lafmóð. „Ó, eg vildi að það væri
komið stórt fljót á milli okkar og norn-
arinnar!“ hrópaði hún upp yfir sig.
„Leggðu handklæðið á jörðina,“
sagði hundurinn. Grúshenka gerði
eins og hann sagði, og handklæðið
varð samstundis að breiðri á. En norn-
in lagði til sunds yfir ána og brátt var
hún aftur komin á hælana á Grú-
shenku og hundinum.
„Eg vildi að það væri kominn stór
og þéttur skógur á milli okkar,“ sagði
Grúshenka.
„Leggðu greiðuna á jörðina,“ sagði
hundurinn. Grúshenka tók í flýti nýju
greiðuna sína upp úr körfunni og
henti henni á jörðina, og stór og
dimmur skógur spratt þar upp þegar í
stað. Lim trjánna var svo mikið og
trén stóðu svo þétt, að það var ómögu-
legt að komast í gegnum skóginn. Þeg-
ar nornin ætlaði því að halda áfram að
elta Grúshenku og hundinn, flæktist
hún svo í limi trjánna, að hún komst
aldrei aftur út úr skóginum.
Þegar vonda konan, hún Anna ívan-
óva, sá Grúshenku litlu koma, vissi
hún, að bragð sitt hafði mistekist. Hún
varð alveg hamslaus af reiði, rak upp
voðalegt öskur og flýði þaðan allt
hvað af tók, og síðan hefur ekki til
hennar spurst.
KISTUR AÐALSTEINS KONUNGS
(FramhaldL af bls. 30.)
EGAR rætt er um sannfræði ís-
lendingasagna, ber það ósjaldan
við, að mönnum hitnar í hamsi. Þetta
er eðlilegt, því að þeir, sem bera brigð-
ur á sannleiksgildi sagnanna, eru að
rjála við sjálfa líftaugina í ást margra
manna á sögunum. Mörgum hefur
ekki auðnazt að komast til meiri
þroska en það, að þeim finnst sagan
önnur og ómerkari, ef hún er ekki
sönn. Og þeim er vorkunn. í umræð-
um um þetta er framangreint atriði
aðeins agnarlítil athugasemd, sem er
utan við kjarna málsins, en látum
hana fljóta með, enda virði hver sem
vill. — (Kaflinn er styttur hér).
í STUTTU MÁLI
(Framhald af bls. 2.)
kaupfélagsstjórinn, Þórhallur Sigtrygsson,
eða Karl Iíristjánsson oddviti, stjórnarfor-
maður K. Þ. — Alls munu hafa sótt þessar
samkontur kaupfélaganna eystra nokkuð yfir
hálft fjórða þúsund manns, en þær voru
haldnar á svæðinu frá I-íúsavík til Álfta-
fjarðar. Á sumum stöðunum höfðu kvik-
myndir aldrei verið sýndar fyrr, eins og t. d.
Hofi í Vopnafirði, Múla í Álftafirði eystra
og Fossgerði á Berufjarðarströnd. — Jónas
Jóhannesson, tryggingafulltrúi, ferðaðist sam-
tímis erindrekanum um ofangreind héröð.
Afmœli, sem gleymdist.
Það er til marks um yfirlætisleysi íslenzkra
samvinnumanna, að Samvinnan varð 40 ára
í fyrra, án þess að um það væri getið, a. m. k.
nokkuð verulega. Má það til sanns vegar
færa, að árangur starfseminnar skipti meira
ntáli en afmælisdagar. Tímaritið hefur að
vísu ekki alltaf verið með sama nafni, og
oftar en einu sinni hefur það breytt um
stærð og svip. En það hefur frá öndverðu
verið málgagn samvinnufélaganna og gefið
út af Sambandinu.
Utgáfa ritsins hófst árið 1907, og fyrsti
ritstjóri þess var Sigurður Jónsson, bóndi á
Ystafelli, er síðar varð landkjörinn þingmað-
ur og ráðherra á fyrri stríðsárunum. Var ritið
prentað á Akureyri, en afgreiðslumaður var
Hallgrímur Valdemarsson. l'ormaður Sam-
bandsins, sem þá var, Steingrímur Jónsson,
íyrrv. sýslumaður, skrifaði formála fyrir rit-
inu, og gerir þar m. a. þá grein fyrir nauðsyn
Jtess, að „dagblöð vor hafa flest verið því nær
lokuð fyrir ritgerðum unt kaupfélagsmál“.
Ritið hét í fyrstu „Tímarit kaupfélaga og
samvinnufélaga", en árið 1916 varð heiti þess
„Tímarit íslenzkra samvinnufélaga“ og síðar
„Samvinnan".
Tímaritið varð Jjcgar mjög læsilegt, enda
var Jtess getið i flestum blöðurn, er þá komu
út hér á landi. Fyrst og fremst tók það sér
fyrir hendur að afla upplýsinga um þau sam-
vinnufélög, er Jtá voru starfandi, og gera
grein fyrir þeim. Sambandsfélögin voru þá
ekki nema sjö, öll á Norður- og Austurlandi
en alls voru þá 13 eða 14 kaupfélög í land-
inu, og slátur- og mjólkurfélög (rjómabú)
með samvinnusniði nokkru fleiri, en félögin
voru dreifð og einangruð, og lítið um sam-
starf eða kynningu milli Jteirra. Birti tíma-
ritið ársskýrslur félaganna, eftir því sem til
náðist, og liið helzta, er á daga Jreirra hafði
drifið. Var þetta um langt skeið aðalefni rits-
ins, en auk þess almennar umræður um verk-
efni þau, er framundan voru. Þá birti það og
ýmsan fróðleik erlendan, svo sem ferðaskýrslu
Jóns Jónssonar á Gautlöndum, er liann fór
utan til að kynnast samvinnufélögum Dai.a
og Englendinga. Það varð til mikils ávinn-
ings fyrir ritið, að ritstjórinn, Sigurður í
Yztafelli, fór víða um land til fyrirlestrahalds
á vegum samvinnufélaganna og kynntist þá
mönnum og málefnum af eigin raun, enda
var tímaritið árurn saman ein bezta lieimild,
sem til er, um samvinnufélögin og störf
þeirra. Ritstjórar tímaritsins liafa verið, síð-
an Sigurður hætti, Jónas Jónsson, Þorkell
Jóhannesson, Guðlaugur Rósenkrans, Jón
Eyþórsson og Haukur Snorrason. Hefur Jtað
nú urn hríð átt heima á Akureyri í annað
sinn.
Fyrir 13 árum (1935) breytti Samvinnan
um svip og stækkaði til mikilla muna. Varð
hún j)á mánaðarrit, eins og nú, en hafði áður
komið út 3—4 sinnum á ári í venjulegu tíma-
ritsbroti. Prentun mynda var þá mjög aukin,
en þær voru áður fáar, og einnig var þá á
ný gerð gangskör að því að afla árlegra
skýrslna um störf sambandsfélaganna, en á
því hafði orðið nokkurt hlé. Ættu sambands-
félögin að hafa [jað fyrir reglu að senda
Samvinnunni útdrátt úr ársskýrslum sínum,
og félög utan S. í. S. ættu líka að gera Jxtð.
Á Jtann hátt mætti koma upp smámsaman
eins konar safni til íslenzkrar samvinnusögu,
til almennra nota og mikils liagræðis fyrir
Jtá, er fræðimennsku sinna á þessu sviði.
Áður en það gerðist, sem nú hefur verið
drepið á, gáfu samvinnumenn út ársrit, sem
nefndist „Tímarit kaupfélaganna", en ritstj.
Jtess var Pétur Jónsson á Gautlöndum. Þetta
var fyrir aldamót, og kom ritið út 1896 og
1897, en lagðist síðan niður. í Jtví eru m. a.
ýmsar merkilegar ritgerðir eftur Pétur, Bene-
dikt á Auðnum, Guðjón Guðlaugsson og Sig-
urð í Yztafelli. Gefa ritgerðir Jtessar glögga
hugmynd um helztu áhugamál forystumanna
í samvinnumálum í lok 19. aldar. G. G.
37