Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1948, Qupperneq 10

Samvinnan - 01.10.1948, Qupperneq 10
ingar eru sjómenn eða hafa að öðrum kosti verið það.“ fHið síðaia átti við um sjálfan liann). Séu aðstæður og uppeldi tekið til greina, er enginn hlutur eðlilegri. Hver einasti Færeyingur er raunveru- lega fæddur á sjávarbakkanum. „Smá- strákarnir eru fyrstu mannverur, sem menn liitta, hvar sem á land er gengið í færeyskri byggð,“ segir á einum stað í nýútkominni bók um Færeyjar. „Þeir hafast alltaf við í flæðarmálinu, við lendinguna. Þangað stefna fyrstu spor jreirra. Þar eru þeir öllum stund- um, vetur og sumar, hverju sem viðr- ar. Þeir hlaupa um hleinarnar og sulla í lánni, útiteknir með rauðar hendur af kulda og seltu. Hugir jreirra eru rígbundnir við sjóinn, er síðar verður starfssvið jreirra, og hinzti legstaður margra. . . . Enginn Færeyingur man þá stund, er hann tók fyrsta skipti í ár.“ Jarðvegur er víða grunnur og mag- ur á Færeyjum. Náttúruauðæfi hafa lítil fundizt önnur en mórinn og nokkuð af kolum á Suðurey. En auð- æfum hafsins, kringum eyjarnar, eru engin takmörk sett. Færeyingar tóku þegar að stunda fiskveiðar við ísland og Grænland, er þeir eignuðust full- komnari skip. Jafn duglegir, djarfir og nægjusamir sjómenn og Færeyingar eru, vekur það enga undrun, að þeir munu nú eiga hlutfallslega stærsta veiðiskipaflota á Norðurlöndum, að 30—40 togurum meðtöldum. Við sáum í Klakksvík á Borðey veg- legan minnisvarða drukknaðra sjó- manna, hetja, er fallið höfðu í barátt- unni fyrir föðurlandið. Nöfn heilla skipshafna voru höggin á steina, er stóðu í röð kringum minnisvarðann. Mikil sjósókn hefur krafizt stórra fórna, einnig gefið mikið í aðra hönd. Gleggst merki þess er fiskveiðiflotinn sjálfur. Þess verður maður og var, hvert sem ferðast er um Færeyjar. Við ókum með bíl yfir Vogey þvera, frá Sandavog til Flotaklettur, héldum þaðan með litlum mótorbát til Vest- mannahavn á Straumey, og aftur það- an með bíl góðan spöl, um Kvivik og Leinum til Kollefjord, og loks með áætlunarbátnum „Streymur“ um Strandar og Tofte til Þórshafnar. Það fór ekki fullur dagur í allt þetta ferða- lag, en Jrað gefur nokkra hugmynd um farartæki og fjarlægðir á Færeyjum. Samgöngur eru yfirleitt góðar. Bæir og byggðir, sem leið okkar lá um, báru vott almennrar velmegunar, en engrar auðæfasöfnunar. Færeyingum græddist fé á stríðsár- unum, en þeir munu ekki hafa beðið tjón á sálu sinni. Þess vegna eiga þeir nú miklum framförum og auknu póli- tísku frelsi að fagna. Til skamms tíma var engin skömmtun hjá þeim. í búð- um var margs konar varningur, sem hvergi hefur verið fáanlegur á Norð- urlöndum, nema ef til vill í Svíþjóð. Heilbrigð þjóðræknishreyfing hefur átt auknu fylgi að fagna með Færey- ingum. Baráttan fyrir verndun tung- unnar er óefað merkilegasti þáttur þeirrar hreyfingar og eftirtektarverð- astur — að dómi íslendinga. Við sátum, dálítill hópur, að te- drykkju á heimili einu í Sandavog. Húsbændunum hafði eg kynnzt fyrst á samkomu í kirkjunni tveimur klukkustundum áður. Nú röbbuðum við saman eins og gamlir kunningjar, sem hittast eftir langan aðskilnað. „Getum við ekki sungið,“ sagði að- komumaður, „mér falla þessir söngvar svo vel, í færeyskri Jrýðingu.” „Já, en pabba falla þeir ekki í geð,“ svarar einn sona húsbóndans. „Hon- um finnst enginn kristindómur vera í söngvum og sálmum séu þeir ekki á dönsku.“ „Það er nokkuð til í því,“ svarar gamli maðurinn hrærður. „Orð lífsins var mér fyrst boðað á því máli og eg get ekki fellt mig við að þessum gömlu góðu sálmum og söngvum sé breytt.“ „Ekki getur þú vænzt þess, pabbi,“ segir pilturinn með ákefð, „þó að þú lærðir ekki annað en dönskun í skóla, að færeysk æska, sem nú les dönsku í skólunum, eins og hvert annað útlent mál, taki hana fram yfir sitt eigið móð- urrnál." Mér fannst eg geta skilið þá báða. Gamli maðurinn svaraði engu. Æskan hefur hvort eð er síðasta orðið, í Fær- eyjum eins og annars staðar . „Við skiljum allt, Færeyingar," sagði Joensen prófastur í ræðu sinni. Hann talaði dönsku vegna hinna dönsku gesta á hátíðinni. Hann hafði í vissum skilningi rétt fyrir sér. Hugs- anlegt var að hjá þeim töluðust fjórir menn við og notuðu sitt málið hver, dönsku, færeysku, norsku og íslenzku, og skildu hver annan. En þar fyrir er ekki sagt að færeyska eigi ekki fullan rétt á sér sem sérstök þjóðtunga við hlið hinna Norðurlandamálanna. Öðru nær. Þrátt fyrir þá sérstöðu, sem dönsk tunga hefur til skamms tíma notið í Færeyjum ("færeysku mátti nefnilega Frá Mýnesi. 10

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.