Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1948, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.10.1948, Blaðsíða 26
3. Það myndi losa okkur að verulegu leyti við þær tilviljanir og hendingar, sem nú setja mark sitt! svo mjög á prófólreskjuna. Munhlcga prófið ætti svo að gera ákaflega fyrirferðarlítið. Skriflegú prófin ættu aftur að ná yfir allar námsgreinar. Þau eiga að skiptast í tvennt. Annar hfutinn á, með vissum fjölda beinna spurniríga,1 að sýna, hvort nemandinn hefur tileinkað 'sér þau undirstöðuatriði, sem krefj- ast verður af honum í hverri grein, en hinn hlutinn á áð sýna, hvort nemandinn getur leyst verkefni, sem hann þarf að vinna að, með hjjálp orðaböka, liandbóka og ýmsra annarra hjálpartækja, og hvort hann hefur kunnað að' binda sig þar við aðalatriðin og leggja þau skipulega fram. Auðvitað verður nemandinn áð hafa aðgang að öllum slíkum hjálpartækjum til að geta leyst verkefni sitt. En méð þessu myndi það vinnast, að hér er það ekki minni hans, sem allt veltur á, frammistáða hans ei; dæmd eftir og einkunnir gefnar fyrir, heldur andlegur þroski hans. Þroski ef'órð; sem getur verið eins konar sam- nefnafi .fyrir alla þá eiginleika, sem við ósk- um, að (hvér upprennandi stúdent búi yfir. Það er víst, að það myndi verða örðugra að ná'Stúdentsprófi, ef kennslu og prófum væri hagað þannig. En það er mín skoðun, að það myndi verða mikill þjóðfélagsávinn- ingur; því að þarna myndu hinir réttu menn verða stúdentar og síðan skipa hinar ábyrgð- armestu stöður þjóðfélagsins, þær stöður, sem krefjast- þess, að þar sé valinn maður í hverju rúmi. : Þessi hugmynd lilyti vafalaust mótstöðu frá foreldrunum, en skólinn verður að gjörá sér ljósa þá; miklu ábyrgð, sem á honum hvílir. Hann verður með störfum sínum að leið- beina foréldrunum, og gera þeim ljóst, að í nútíma þjóðfélagi hafa menn ekki leyfi til að setja 1 upp takmörk í eigingjörnum til- gangi, og, að það sé hlutverk skólanna að ala upp góða þjóðfélagsborgara, en ekki peninga- þræla. ; ■ Það er' mjög líklegt, að stofna yrði eins konar framhaldsskóla fyrir þá, sem ekki þættu hæfir til menntaskólanáms. En bezt væri þó, að allir þessir unglingar, sem ekki-eru hæfir til langskólanáms, tækju sér stöðu við fram- leiðslustörf þjóðarinnar, ef til vill eftir eins árs nám í lýðháskóla. Við Verðum að taka upp kennsluhætti, og þá um leið prófaðferðir, sem kalla fram hinn andlega áðaþ er með hverjum nemanda býr, kennsluhætti, sem verða prófsteinn á þroska þeirra. En þessu náum við ekki með núver- iand starfsháttum. Kennsluaðferðir okkar nú eru mjög bundnar í föst form og svara ekki til þeirrar fjölbreytni, sem lífið sjálft býr yfir. En það skulum við gera okkur ljóst, að hinir nýju kénnsluhættir gera miklar kröfur til skólanna um kennslutæki, húsrými, húsmuni o. s. frv. En fyrst og fremst gera þær þó mikl- ar kröfur til kennaranna. Kennarinn þarf ekki aðeins að vera vel lærður maður, hann á að vera hugkvæmur og leitandi maður, en þó um fram allt brenn- andi í andanum og alltaf reiðubúinn til að hjálpa og leiðbeina nemendum sínum. En hvílíka andlega auðlegð myndi það ekki veita kennaranum, að vera alltaf að brjóta ein- hverjar nýjar leiðir og klæða aht námsefni holdi og blóði. Nú vofir sífelldlega sú hætta yfir kennar- anum, að hann starfi að verulegu leyti með prófið eitt framundan. Hann verður því smátt og smátt vélrænn og lætur sér það eitt nægja, að nemendurnir kunni sínar greinar undir prófið. Öll hans orka fer í það að þjappa í nemendurna þessum minnisatrið- um. Og þá kemur að lionum sú freisting, að telja þann nemanda duglegastan og efnileg- astan, sem getur skilað þessum fræðum á sín- um tíma reiprennandi við prófborðið. Hon- um sést oft yfir það, að hjá hinum óþjálli nemendum geta oft búið miklu meiri og far- sælli gáfur og víðsýni. Þetta mat á nemend- unum getur oft orðið að vana, eg var nærri búinn að segja að kennarasjúkdómi, er skap- ar þröngsýni, sem er kennurum hættulegra en flestum öðrum. Með öðrum orðum, smá- smygli. Þetta er ógæfa einstaklingsins og það er ógæfa þjóðfélagsins. Það verður dragbítur á allan andlegan vöxt og gróanda. Mér hrýs hugur við því, að menntaskól- arnir skuli vera á góðum vegi með að storkna og verða vélrænir, þar sem allir hlutir verða helzt að ganga eins og hjól í klukku. En það er sálfræðilegt grundvallarlögmál, að liinir andlegu hæfileikar leysast aðeins úr læðingi í andrúmslofti frelsisins. Gefið kenn- aranum athafnafrelsi. Lofið honum að reyna sínar kennsluaðferðir. Leyfið þeim hæfileik- um, sem búa með mörgum kennurum, og ef til vill öllum, að fá að njóta sín. Lofið þeim að reyna sínar aðferðir á eigin ábyrgð. Lofið þeim að vinna með lærisveinum sínum á þann hátt, sem þeim bezt líkar. En hann verður svo að ábyrgjast, að nemendur hans skili ekki lakari árangri, þegar. allt kemur til alls, en aðrir. En þá verður kennarinn einnig að hafa aðstöðu til að geta gefið sig allan að starfi sínu. Og nú vil ég spyrja: Eru það margar þjóðfélagsstéttir, sem hafa þyngri ábyrgð að bera en menntaskólakennararnir, sem eiga að móta og mennta unga menn? Samfélaginu er sennilega ekki orðið það fylli- lega Ijóst, að það er ekki minna um það vért, að hinir ungu þroskist andlega undir leið- sögu vel menntaðra manna en að þeir séu líkamlega lieilbrigðir. Þessi neikvæða afstaða samfélagsins gagnvart kennurunum og starfi þeirra kemur af skoðun, sem því miður á sér nokkuð djúpar rætur, að hlutverk kenn- arans sé aðeins það að miðla þekkingu. Það á að vera hlutverk menntaskólanna að sannfæra menn um, að við, þjóðfélagsins vegna, heimtum kennsluaðferðir, sem leita uppi úrvalsmennina til að taka á sig liina akademisku ábyrgð. Það er skylda okkar að setja kröfurnar þar hátt. Það er skylda okkar að gjöra hugsjónir okkar kunnar, hrópa þær til endimarka ver- aldarinnar, jafnvel þótt máli okkar sé tekið með tortryggni og vantrú. AÐ endingu vil ég svo fara nokkrum orðum um æskumennina. Þess er oft getið, bæði í rituðu máli og af foreldrunum, og þó ekki sizt haldið fram af ungu mönnunum sjálfum, að æskan eigi að hafa rétt á að láta sig. dreyma. En með núverandi skólafyrirkomu- lagi, er enginn tími til þess. En eg hygg þó, að hina ungu menn dreymi engu síður. Jár eg veit það! Og nú vil eg spyrja: Er ekki þetta draum- lyndi sálfræðilegt andsvar við ítroðningi skól- anna? Er ekki hægt að leiða þessa draum- girni í réttan farveg, ef hið daglega starf í skólanum fengi nemendunum meira af sjálf- stæðu og lifandi starfi? Við skulum reyna að færa skólastarfið í þann farveg, að vinnugleðin haldi þar inn- reið sína. Þá verða draumarnir að veruleika. Og þegar allt kemur til alls, þá er það ein- mitt í draumum æskunnar, sem sá sproti leyn- ist, er samfélag framtíðarinnar á að vaxa af. Það samfélag, sem okkur dreymir öll um. Hannes J. Magnússon þýddi. Almenningsálit. Bandarjkjamenn eru frægir fyrir skoðanakannanir sínar, um himnaríki og fráfærur og raunar allt þar á milli. Sendimenn ganga á fund borgaranna og leita álits þeirra á ýmsum málefn- um. Summa þessara rannsókna ber síð- an hið virðulega nafn: almennnigsálit. í yesturheimsku blaði er greint frá skoðanakönnun um það, hvort karl- mönnum geðjist betur að hinum gömlu, víðfrægu og þénanlegu svíns- hársrakburstum, eða hinum nýtízku- legu nylonrakburstum, við hinn dag- lega morgunrakstur. Útkoman varð sú, að nýungagirnin varð yfirsterkari hin- um gömlu, góðu dyggðum og nylonið, ein hin nýtízkulegasta uppáfinning mannskepnunnar, sigraði hið eldforna svínshár. Þykja þetta sjálfsagt mark- verðar upplýsingar, en hvað við kemur okkur hér á íslandi, þá má benda á, að slík skoðanakönnun hér væri alls- 11 endis óhugsandi þar sem nú háttar svo til, að hér fást hvorki svínshársburstar né nylonburstar og yfirleitt engin manneskjuleg áhöld til þessarar snyrt- ingar, þrátt fyrir fegrunarfélög og aðr- ar nýjungar. Almenningsálitið hér á landi er þó auðfundið. Jón Jónsson borgari orðaði það nýlega á þessa leið: Ef stjórnarvöldin létu undan réttmæt- um kröfum kvenna um sæti í Við- skiptanefnd, er eg viss um að okkur yrði bjargað frá þessum bagalega skorti. Þar með hefur kvenþjóðinni bætzt áhrifamikill aðili í baráttunni fyrir þessu réttlætismáli. 26

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.