Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1948, Side 36

Samvinnan - 01.10.1948, Side 36
Grúshenka litla ÆvlNTÝRI FHÁ RÚSSLANDI í körfuna, sem hún hafði á handleggn- um, og hélt síðan af stað, þangað sem systir Önnu ívanóvu bjó. Hún gekk lengi, lengi, þangað til hún kom að húsinu. Það stóð langt handan við hveitiakrana og var skringilegt og heldur draugalegt á- sýndum. Við hliðið á þessu lirörlega húsi stóð hundur, sem var ósköp hor- aður og vesældarlegur. „Veslingurinn,“ sagði litla stúlkan. „Ósköp hlýtur þú að vera svangur. Hérna, borðaðu svolítið af brauðinu mínu.“ Þegar hundurinn var búinn að borða brauðið, leit hann á litlu stúlk- una og sagði:: „Af því að þú ert svona góð við mig, skal ég segja þér, að þú skalt vara þig á systur hennar Önnu ívanóvu. Hún er voðaleg Baba Jaga!“ Aumingja Grúshenka litla varð ó- sköp hrædd, eins og nærri má geta, því að Baba Jaga er ekkert annað en rússnesk galdranorn. „Kannske að ég ætti bara að snúa við heim,“ sagði hún. „Nei, það skaltu ómögulega gera, Grúshenka litla. Hjálpaðu mér heldur til að komast héðan burtu,“ grátbað veslings hundurinn. „Ef þú getur náð í nálabréfið, sem þú átt að sækja, þá hefir þú vald á lífi hennar." Grúshenka litla kenndi svo mjög í brjóst um vesalings lioraða hundinn, að hún ákvað að fara inn í húsið og reyna að ná í nálabréfið. Hún hratt upp hurðinni og sá þar sitja inni óg- urlega ljóta kerlingarskrukku. „Eg á að sækja nálabréf fyrir hana einu sinni við Grúshenku litlu. „Vilt þú nú ekki vera svo væn, að fara til liennar systur minnar fyrir mig og ná í nálabréf, sem ég á hjá henni?“ „Hvar er húsið hennar systur þinn- ar?“ spurði Grúshenka litla. „Ég skal koma þar við, þegar ég kem af mark- aðinum.“ Vonda konan sagði henni, hvert hún ætti að fara. Grúshenka litla fór á markaðinn og keypti pípu handa föður sínum. Svo keypti hún fallegt hvítt handklæði og greiðu og einnig brauð í matinn. Hún setti þetta allt EINU SINNI var lítil stúlka, sem hét Grúshenka og átti heima í litlu þorpi í Rússlandi. Grúshenka litla var ráðskona hjá föður sínum. Öllu fólkinu í þorpinu þótti fjarska vænt um litlu stúlkuna, nema Önnu ívanóvu, sem bjó í næsta húsi. En ástæðan var sú, að Önnu ívanóvu langaði til að eiga föður Grúshenku og vildi því losna við litlu stúlkuna. Og svo reyndi hún að finna upp alls konar ráð, til þess að koma Grúshenku fyrir kattarnef. „Heyrðu, elskan mín,“ sagði hún 36

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.