Samvinnan - 01.10.1948, Qupperneq 43
Hvernig er
umhorfs í
Moskvu í dag?
s----------------------—>
Kunnur, finnskur samvinnumaður á
ferð í hinni rússnesku höfuðborg,
segir frá takmörkuðum kynnum af
rússnesku samvinnuhreyfingunni og
gefur bendingar um afkomu
almennings.
I_______________________-
einkum lífsnauðsynjar. í verzlunum,
sem lífsnauðsynjar seldu, var jafnan
þröng viðskiptamanna. Verðlag virtist
mér yfirleitt vera hátt, þegar miðað er
við gengi rúblunnar erlendis. Jafnvel
með tilliti til hinna svokölluðu meðal-
launa manna, virðist verðlagið vera
hátt. En þar sem ákvæðisvinnukerfið
er mjög útbreitt í Rússlandi, einkum
í iðnaðinum, er vitaskuld erfitt að
gera slíkan samanburð og raunar sjálf-
sagt að dæma varlega. En verðlagsmál-
in gefa tilefni til margs konar hugleið-
inga. Mér virtist aðalstefnan vera sú,
að hinar lífsnauðsynlegustu vörur, svo
sem kartöflur, brauð, kál, matarolía og
annað þess háttar, væru tiltölulegar
ódýrar, en allar skárri matvörur, svo
sem smjör, kjötvörur og aðrar þvílík-
ar vörur, tiltölulega dýrar og allar svo-
kallaðar ónauðsynlegar vörur mjög
dýrar...."
EINT í ÁGÚST og í byrjun sept-
ember var haldin finnsk iðnaðar-
sýning í Moskvu. Finnsk sendinefnd
fór til hinnar rússnesku höfuðborgar
til þess að vera við opnun sýningarinn-
ar. í förinni voru ýmsir kunnir menn í
athafnalífi og stjórnmálum Finnlands.
Þeirra á meðal einn af forustumönn-
um finnsku samvinnuhreyfingarinnar,
forstjóri annars samvinnusambands-
ins. Við heimkomuna átti hann tal við
finnska samvinnublaðið „Konsment-
bladet“ og segir hann þar fi á því, sem
fyrir augun bar í ferðinni. Þar á meðal
nokkuð frá verðlagsmálum í Rúss-
landi og rússnesku samvinnuhreyfing-
unni. Með því að þessi maður er
áreiðanlega laus við tilhneigingu til
þess að reka áróður með eða móti
ástandinu í Rússlandi í dag, og slíkar
upplýsingar um Rússland eru sjald-
gæfar, leyfir Samvinnan sér að birta
hér á eftir nokkurn hluta af þessu við-
tali, er einkum má ætla að fólki hér á
landi þyki fróðleikur að.
Eftir að lýst hefur verið ferðalaginu
til Rússlands og því, hvað ber fyrst fyr-
ir augu, er komið er til höfuðborgar
rússneska heimsveldisins, spyr blaða-
maðurinn forstjórann:
Hversu var háttað lífsnauðsynja-
kaupum almennings nú eftir að slakað
hefur verið á skömmtunarreglunum?
„Eftir því, sem eg gat bezt séð, var
nóg um hvers kyns varning og þó
UM KYNNI finnsku samvinnu-
mannanna, sem í förinni voru, af
rússnesku kaupfélögunum hafði for-
stjórinn þetta að segja:
„Við vorum að sjálfsögðu þess mjög
fýsandi að kynnast rússneska sam-
vinnusambandinu og fyrirtækjum
þess, ef mögulegt reyndist, að við gæt-
um komizt í samband við Tsentrosojus
(þ. e. rússneska samvinnusambandið).
En öll slík samskipti við erlenda aðila
verða að fara fram í gegnum þar til-
heyrandi deild rússneska utanríkis-
ráðuneytisins og það virðist taka mjög
langan tíma, að koma slíkum kynnum
á. Þannig var það fyrst næst síðasta dag
okkar í Moskvu, sem við komumst í
samband við Tsentrosojus . .
Hvort tveggja þessi atriði, sem hér
eru höfð eftir hinu finnska blaði, eru
athyglisverð. í fyrsta lagi það, hversu
verðlag er hátt og hversu mikill mun-
ur er gerður á verðlagi og þar með
kaupmöguleikum manna á hinum lé-
legri fæðutegundum annars vegar, svo
sem kartöflum og brauði, og á hinum
betri matvörum, svo sem smjöri og
kjöti. í annan stað er það athyglisvert
og segir sína sögu, að erlendir sam-
vinnumenn, sem gista Rússland, geta
ekki komizt í samband við rússnesku
samvinnuhreyfinguna nema með með-
algöngu utanríkisráðuneytisins. —
Mundi slíkt fyrirkomulag þykja harla
ófrjálslegt hér á landi.
Vestfirzkur samvinnuleiðtogi
í síðasta hefti var nokkuð sagt frá
Kaupfélagi Tálknaljarðar í tilefni af
40 ára afmæli félagsins. Samvinnan
birtir hér mynd af Albert Guðmunds-
syni kaupfélagsstjóra, sem verið hefur
forstöðumaður félagsins í 10 ár og
starfsmaður þess í 17 ár.
„Taktu það rólega."
Þetta er nú raunar nafn á revýu,
en ætti fremur að vera einkunnarorð
slysavarnanna á þjóðvegunum. Hver
ætti fremur að taka það rólega en bíl-
stjórinn á nýja lúxusnum á götum og
þjóðvegum?
Sá er vandfundinn, því að jafnvel
þótt hann taki það rólega, kemst hann
lengra á klukkutíma en fótgangandi
maður á heilum degi. Þar við bætist,
að bílstjórinn verður ekki eins fótsár
og fótaveikur á einum klukkutíma og
vegfarandinn fótgangandi á heilum
degi. Bílstjórinn situr í hægu, upp-
stoppuðu sæti, með gúmmípúða undir
handleggnum, hlustar á þægilega
músík í útvarpinu sínu og hefur
vindlakveikjara við hendina, og svo
er hann alltaf undir þaki, þótt úti
herði frost og kyngi snjó. Enginn hlut-
ur ætti að vera auðveldari fyrir slíkan
mann, en taka það dálítið rólega, en
það undarlega er, að þessi einfalda
list á mjög erfitt uppdráttar hjá sum-
um. Aftur á móti hafa aðrir aðilar
fullnumað sig í henni, svo sem sumir
opinberir embættismenn, nefndafor-
menn og starfsmenn í bæjarvinnu í
öllum landsfjórðungum. Þarna hafa
greinilega orðið endaskipti á hlutun-
um.
43