Samvinnan - 01.10.1948, Síða 15
bjartsýni og von um árangur ríkt inn-
an starfsliðsins. Vonleysi og svartsýni
hefur ekki átt griðastað innan veggja
hennar eða hjá starfsliðinu. Starfsað-
ferðir nefndarinnar virðast byggðar á
þcirri sannfæringu, að þurfi maður að
ferðast yfir djúpa gjá á kaðalstreng, sé
meiri von um að komast heill á húfi
yfir um, með því að nota örar hreyf-
ingar heldur en með því að skríða.
Þessi afstaða til efnahagsvandamála
Evrópu hefur stundum virzt fífldjörf í
augum ríkisstjórna þeirra þjóða, sem
standa að ECA. En hún hefur jafn-
framt orðið til þess að draga að stofn-
uninni þá menn, sem nú hafa gert
hana að hæfasta og árangursmesta tæk-
inu, sem starfandi er á sviði alþjóð-
legra, efnahagslegra samskipta.
ECA ber að sjálfsögðu sterkt svip-
mót þeirra manna, sem þar standa við
stýrið. Þeir eru komnir þangað frá níu
þjóðum, og þeir skiptast í hagfræðinga
og kaupsýslu- og athafnamenn ásamt
fulltrúum þeirra manna í Evrópu,
sem nefndir eru fastir ríkisstarfsmenn.
Á skemmri tíma en einu ári, varð þessi
ósamstæði hópur, sem upprunninn er
við mjög mismunandi aðstæður, að
einni samstæðri starfsheild, sem er
trúr verkefninu, rétt eins og allir ein-
staklingarnir væru áhangendur nýrra
trúarbragða.
Síðan ECA fór að vinna sér orðstír,
hefur það naumast komið fyrir , að
nokkur af starfsliðinu hafi fallið í
freistingu fyrir öðru og betui launuðu
starfi. Ungur maður, sem á sæti í
framkvæmdaráðinu, varð þess heiðurs
aðnjótandi, að fá tilboð um að gerast
ráðherra í ríkisstjórn lands síns, þótt
hann væri aðeins 30 ára gamall, en
hann hafnaði tilboðinu og starfar
áfram fyrir ECA. Annar fékk tveggja
ára frest til þess að taka við prófessors-
embætti í frægum háskóla. Þessi staða
er þó svo mjög eftirsótt og mikilsmet-
in, að naumast munu önnur fimm
störf í veröldinni, sem einkum eru
ætluð hagfræðingum, eftirsóknarverð-
ari.
MICHAEL L. HOFFMANN er amerískur
blaðamaður í Evrópu og ritar að jafnaði
sérstaklega um efnahagsmál þjóðanna. —
Hann hefur fylgzt með störfum ECA frá
byrjmi.
AF FJÓRTÁN mönnum í tram-
kvæmdaráðinu. hafa aðeins tveir
horfið frá störfum. Annar þeirra frá
austrænu ríki, að „tillögu“ ríkisstjórn-
ar sinnar, en hinn frá Bandaríkjun-
um, vegna óviðráðanlegra, persónu-
legra ástæðna.
Heiðurinn af Jdví, að hafa safnað um
sig svo hæfu starfsliði og haldið því, á
Gunnar MyrAal, framkvæmdastjóri
framkvæmdaráðsins, þótt sjálfur sé
hann einn af umdeildustu persónum
í alþjóðastjórnmálalífinu. Hvort sem
það er satt eða ekki, sem andstæðingar
lians halda fram. að bæði flokksbræð-
ur hans í jafnaðarmannaflokknum
Gunnar Myrdal, forseti framkveemdaráðs ECA.
15