Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1948, Síða 17

Samvinnan - 01.10.1948, Síða 17
meiri árangur en kurteislegar orða- ræður um ekki neitt. Framkvæmdaráð E C A undirbjó :samt ráðstefnuna af kappi. Það kom því til leiðar, að hinar ýmsu ríkis- .stjórnir sendu stáliðnaðarsérfræðinga, •en ekki diplómata, á vettvang. Það lagði ákveðnar tillögur og áætlanir um stórkostlega aukningu stálfram- leiðslunnar fyrir ráðstefnuna, þegar 'hún kom saman. Aukningin skyldi nema a. m. k. 1 milljón smálesta á fyrsta árinu. Loks reyndi nefndin að hafa áhrif á viðhorf stjórnmálamanna með skýringum og viðræðum, og hún kom því til leiðar, að stálsérfræðing- urinn Rollman frá Lúxembourg var gerður forseti ráðstefnunnar. Stáliðnaðarsérfræðingarnir fengu þarna upp í hendurnar raunhæf verk- efni að kljást við, þar sem voru vand- ræði stáliðnaðarins og möguleikar til þess að greiða úr þeim. Þegar málið var tekið réttum tökum, varð útkom- an vitaskuld sú, að ráðstefnan hall- aðist að réttri lausn málanna. „Það var ánægjulegt", sagði einn fulltrúanna síðar, „að sjá hvernig dómgreind þess- ara ólíku manna, og kunnugleiki á því málefni, sem til umræðu var, varð á endanum ofan á í viðureign- inni við starfsfyrirskipanir utanríkis- ráðuneyta hinna ýmsu landa, sem sendu þá. En öll ráðuneytin höfðu lagt ríka áherzlu á varúð og bannað skuldbindingar." ÁR.ANGUR þessarar ráðstefnu varð í stuttu máli sá, að á hálfu ári jókst stálframleiðsla Frakklands um 500 þúsund lestir, og árleg aukning á framleiðslu Belgíu og Lúxembourg mun nema a. m. k. 250 þúsund lestum í hvoru landi. Kolanefndin féllst á hinar nýju úthlutunarreglur. Dan- mörk og Svíþjóð gengust inn á að fá minna magn frá Ruhr. Pólland og Bretland tóku á sig það sem til þurfti að fullur árangur fengist. „Þótt ECA hefði aldrei gert annað en þetta,“ sagði Hector McNeil, aðstoðarutanríkisráð- herra Breta, „hefði árangurinn af stál- ráðstefnunni réttlætt tilveru nefndar- innar.“ Það væri auðvelt að segja langar sög- ur af áhættusömum samningagerðum, tregðu ríkisstjórna, og leiðsögu fram- sýnna einstaklinga innan og utan framkvæmdaráðs ECA. Þessir menn eru sannfærðir um ágæti efnahagslegr- ar samvinnu Evrópulandanna. Á sviði landsamgangna hefur það gerzt, í fyrsta sinn síðan rómverska keisara- dæmið leið undir lok, að gerð var áætlun um samevrópskt vegakerfi. — Fyrsta skrefið til þess að afnema hinar miðaldalegu landamerkjahindranir, hefur verið stigið. Þetta opnar mögu- leika til þess að Evrópuþjóðirnar geti notfært sér afköst vöruflutninga á þjóðvcgum á meginlandsmælikvarða. Slík flutningakerfi hafa þegar sannað ágæti sitt á meginlandi Ameríku í ára- tugi. Evrópa liefur verið 40 árum á eftir Bandaríkjunum í því að láta bif- reiðina hækka lífsstandardinn. Bandaríkjamenn hafa lagt fram áætlanir um að stofna til hraðferða kælivagna um meginlandið, í stærri mæli en nokkru sinni hefir verið ráð- gerður í Evrópu. Þessar áætlanir hafa opnað nýtt útsýni fyrir Ítalíu t. d. Ítalía ætti að geta orðið Kalifornía Ev- rópu ef þessar áætlanir komast í fram- kvæmd. Nú skemmast matvæli og ávextir í stórum stíl vegna þess að eng- in tæki eru til að flytja þau til hinna stóru borga Norður-Evrópu án mikill- ar rýrnunar, og þessi rýrnun lyftir verðlaginu svo hátt, að almenningur nær ekki til vörunnar. SJÁLFSAGT er að reyna að forðast tvenns konar freistingar, þegar rætt er um ECA: Að gera of mikið úr möguleikum þessa alþjóðasamstarfs, og gera of lítið úr þeim. Þetta samstarf hefur ekki megnað að taka á veiga- mestu efnahagsvandamálum megin- landsins í neitt svipuðum mæli og end- urreisnaráætlun Evrópu (Marshall- hjálpin — ERP). ECA hefur ekki fjár- ráð og ekki þau tök á ríkisstjórnum, er nægja til þess að opna fjárhirzlur þeirra. Engir sérfræðingar, hversu hart sem þeir kynnu að leggja að sér, gætu breytt meginstefnu þjóðanna í efnahagsmálum í neitt líkurn mæli við það, sem reynt er að gera með ERP (Marshalláætluninni). Vel má svo fara, að þetta verkefni verði ofviða ERP. En ECA hefur, á hinu leytinu, sýnt fram á, að alþjóðasamningar í höndum sérfræðinga, geta á ýmsum sviðum leitt til árangurs, þótt beinir samningar ríkisstjórna um slík mál- efni, færu út um þúfur. Það er gaman að velta því fyrir sér, hvers vegna þessi einstaka alþjóðastofnun hafi náð svo góðum árangri í samanburði við aðr- ar. Nefndin er þó í raun og sannleika ósköp keimlík öðrum nefndum og stofnunum Sameinuðu þjóðanna að ytri ásýnd. Meðlimirnir eru flestir stjórnmálamenn af annarri eða þriðju gráðu í Iöndum sínum. Þeir safnast umhverfis fundaborðið og lialda þar ræður hver um annan og deila hver á annan. En það eru ekki þeir, sem inna störfin af höndum. Það gera meðlimir framkvæmdaráðsins. Einn helzti leyndardómurinn við störf ECA er sá, að nefndin sjálf kem- ur aðeins saman einu sinni á ári. Á þessum fundum nota Rússar mest all- an tímann til þess að ráðast á Mars- halláætlunina, og Bandaríkjamenn, Frakkar og Bretar nota sinn tíma til þess að svara. Hið eina raunhæfa, sem þessir fundir koma til leiðar, er að gefa framkvæmdaráðinu umboð til þess að halda áfram störfum. Þetta skipulag gerir ECA í rauninni miklu starfhæf- ari stofnun heldur en t. d. Efnahags- og félagsmálastofnunin, eða efnahags- nefnd Vestur-Evrópuríkjanna, sem standa að Marshalláætluninni. Það er séreinkenni á framkvæmdaráði ECA, að frá fyrstu tíð hefur aldrei borið þar á pólitískri togstreitu, enda þótt Pól- land, Tékkóslóvakía, Finnland og Júgóslafía, hafi jafnan tekið virkan þátt í störfum. Allir fundir fram- kvæmdaráðsins eru haldnir fyrir lukt- um dyrum og enginn fulltrúi fellur í þá freistingu að halda ræðu til þess eins að fá hana birta í blöðum heima- lands síns. Löndin hafa sent menn, sem hafa fyrst og fremst áhuga á því að koma á efnalegum samskiptum þjóð- anna. Ef einhver starfsgrein ECA kemur engu til leiðar í þá áttina, er hún endurskipulögð eða afnumin. Merkilegur þáttur í starfinu hefur verið sú tilhneiging, að tengja efna- hagsleg bönd í milli austurs og vest- urs. Tvennt hefur einkum stuðlað að því, að tekizt hefur, a. m. k. í bráðina, að tengja þessi bönd í milli austurs og vesturs. Hið fyrra er, að framkvæmda- ráðið hefur gætt þess, að hrinda ekki málum of ört fram eða of langt. Eng- inn fundur er haldinn án þess að hann hafi verið rækilega undirbúinn. Einskis er krafizt af ríkisstjórnum fyrr en hægt er að leggja fram svo haldgóð (Framhald á bls. 40.) 17

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.