Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1948, Side 38

Samvinnan - 01.10.1948, Side 38
FORELDRAR OG BÖRN í HRIF ATBURÐA sem ske í bernsku okkar, fylgja okkur allt lífið. Þetta finnum við bezt, þegar við erum komin á íullorðins- ár. Ef við stöldrum við munum við auðveldlega finna, hve minningar bernskuáranna hlýja okkur og lialda um okkur vörð, og jafnframt hve leiðinlegir atburðir og miður þægilegir, sem fyrir komu, þegar við vorum börn, geta hrellt okkur og hrjáð langt fram á æfi. Fyrir utan þessa atburði, sem hér er talað um, og hver og einn mun kannast við úr sínu eigin lífi, er annað, sem ekki siður skiptir máli, en færri gera sér grein fyrir al- rnennt. Það eru áhrifin, sem börn verða fyrir af daglegri umgengni í heimilinu og andrúmsloftinu, sem þar ríkir. Þegar við erum orðin fullorðin, munum við naumast geta skýrt frá því, hvernig andrúmsloftið hafi verið í heimili okkar, meðan við vorum ung börn. En sálfræðingur, sem kemst í kynni við okkur, mun geta það, oft að miklu leyti rétt. Þetta stafar af því, að við munum ekki svo langt aftur í tímann, og heldur ekki munum við hafa gert okkur grein fyrir því, nema að tak- mörkuðu leyti, en við liöfum mót- ast af þeim mönnum og konum, sem gættu okkar, heimilinu, sem við áttum og andrúmsloftinu, sem þar ríkti. Þetta hefur allt skeð, án þess að við yrðum vör við það. Umhverfið, áhrif heimilisins og áhrif frá heim- ilisfólkinu, í þessu tilfelli langoftast foreldra, setja á okkur það svip- mót í bernsku, sem við berum allt lífið. Margir kennarar kannast og við það, hve auðvelt er að þekkja lieimilin af börnunum. Þegar barn- ið fæðist er það sem óskrifað blað, við getum sagt að það sé eins og þerriblað, sem sýgur í sig vökva um leið og hann snertir eina brún þess. Það skiptir ekki máli, hvort vökv- in ner blár, rauður eða svartur. — Þerriblaðið er reiðubúið að sjúga hann í sig og gerir það um leið og það kemst í snertingu við hann. Það er eins með barnið. Það drekkur í sig áhrifin, og alla vega áhrif eiga greiðan aðgang að barns- sálinni. Nútíma sálfræðingar telja, að ekkert sé jafn mikilvægt fyrir mót- un barnsins til góðs, eins og ástríki í heimilinu og blíða: Kærleikur, sem barninu er sýndur í ríkum mæli, og kærleikur milli þeirra, sem umgangast það. Hvernig stendur á því, að okkur þykir misvænt um fólk? Hvernig stendur á því, að okkur þykir vænna um Pétur en Pál? Er það ekki vegna þess, að Pétur hefur einhvern tíma gert eitthvað fyrir okkur, sagt eitthvað notalegt, tekið innilega í hendina á okkur, huggað okkur eða glatt? En Páll aftur á móti, aldrei gert annað en í mesta lagi bjóða okkur góðan dag- inn, og kannske með súrum svip? Það er viðhorf Péturs, sem við þurf- um að hafa til barnanna. Við finn- um sjálf, hve slíkt viðhorf yljar okkur og hvetur til góðs, og börn- unum er það ekki síður mikilvægt. „Eg veit að þetta er góð kona,“ sagði lítill hnokki við mömmu sína um konu, sem þau höfðu mætt á förnum vegi og spjallað við. „Af liverju heldur þú það?“ spurði móðirin. „Hún þekkti nafnið mitt,“ var svarið. Það þarf oft ekki mikið til þess að ylja litlu barni um hjartaræturn- ar og hafa veruleg áhrif á það til góðs. Og við eigum heldur ekkert tækifæri að láta ónotað til slíks. Sparsemi er talin dyggð, en vin- gjarnleg orð ætti aldrei að spara. 38

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.