Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1948, Síða 4

Samvinnan - 01.10.1948, Síða 4
í ostakjallara Mjólkursamlags K. Þ. fyrir feng sinn á kambinum í Húsavík. Þessi gryfja, og áfastur kofi, voru hin fyrstu, augsýnilegu mannvirki Kaup- félags Þingeyinga. Sextíu og sex ár eru að vísu mestur hluti mannsævinnar, en örskammur þáttur af sögu byggðar- lags og þjóðar. En á þessu skamma tímabili hefur orðið gjörbylting í at- vinnu, verzlun og menningu þjóðar- innar. Þessi bylting blasir við augum ferðamannsins, sem kemur til Húsa- víkur um annatímann, minnizt frum- býlingsaðstöðunnar á dögum Jakobs Hálfdánarsonar og sér fyrii sér hið fjölbreytilega athafnalíf bæjarins, sem K. Þ. á nú mjög verulegan þátt í. Á því svæði, sem laxagryfjan var forðum, standa nú hin myndarlegustu verzlun- arhús K. Þ. Gamla húsið, sem K. Þ. byggði á fyrstu árum og yngri nýbygg- ingin, norðan við götuna, en sunnan við hana hið nýja verzlunar- og skrif- stofuluis og áfast við það mjög mynd- arleg nýbygging, sem félagið er að koma upp. Þar verða nýtízku verzlun- arbúðir, með stórum glerveggjum fram að götunni. Félagið hefur aug- sýnilega hug á því, að verzlunarstarf- semi þess komizt öll í nýtízku horf, svo að aðstaða viðskiptamannanna verði eins og bezt þekkist annars stað- ar. Það er mjög ánægjulegt að kynnast þessu viðhorfi, því að þess gætir ekki alls staðar meðal samvinnumanna landsins. En kaupfélögin eiga að stefna að því, að verzlunarbúðir þeirra, verksmiðjur og önnur fyrir- tæki, séu jafnan til fyrirmyndar um fyrirkomulag, afgreiðslu- og fram- leiðslutækni og búnað allan, en þó engan veginn gleyma því, sem liðið er. Það mundi t. d. ávinningur fyrir alla samvinnustarfsemina í landinu og hafa stórmikið menningargildi, ef samvinnuhreyfingin beitti sér fyrir því, að fyrsta verzlunarhús K. Þ., sem enn stendur, yrði gert að minjasafni samvinnumanna. Þetta hús er fyrsta byggingin sem íslenzkt samvinnu- framtak kom upp. Þar var fyrst opnuð samvinnusölubúð, sem því nafni getur kallast. Það yrði lærdómsríkt fyrir samvinnumenn landsins að eiga þess kost á næstu árum, að sjá gömlu búð- ina í sinni upprunalegu mynd, búna þeim fátæklegu tækjum, sem þá var völ á. Þetta væri hægt að framkvæma ef samvinnufélögin í landinu legðust á eitt um það. í þessu formi hafa Bret- 4 Innvigtun mjólkur t. h. Gerilsneyðingaráhöld t. v.

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.