Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1952, Síða 2

Samvinnan - 01.12.1952, Síða 2
Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. Ritstjóri: Benedikt Gröndal. Ritstjórn og afgreiðsla í Sambandshúsinu, Reykjavík. Ritstjórnarsími 7080. Kemur út mánaðarlega. Verð árgangsins kr. 40.00. Verð í lausasölu 5 kr. Prentsmiðjan Edda. E fni: Söluvika íslenzkrar iðnað- arvöru 3 Ein nótt og einn dagur í Jerúsalem 4 Snillingurinn Michelan- gelo 6 Bláa perlufestin 9 „Blessaður maturinn, bölv- að brimið“ 10 Hervarnir á íslandi 14 íslendingar í aðalstöðvum SÞ 16 íslenzkir samvinnumenn þurfa að eignast náms- heimili 18 Frá Lundúnum til Hrúta- fjarðar 20 Kirkjur í Eyjafirði 23 Teflt á tvær hættur 30 Bhave, lærisveinn Gandhis 31 Samvinnufréttir 33 Stúlkan í Svartaskógi 35 Myndasaga 39 XLVI. árg. 10-11 Nóv.-des. 1952 BYGGINGAR SAMEINUÐU ÞJÓÐ- ANNA skreyta forsíðu Samvinnunnar að þessu sinni, og er þetta gert í þess- um mánuði í þeirri von, að þessar byggingar megi í framtíðinni verða tákn friðar á jörðu, samvinnu og vin- áttuþels þjóðanna. Að vísu horfir ekki vænlega um að svo megi verða, á þessu herrans ári, en þó er hvergi nærri ástæða til að örvænta. Það eru ekki nema nokkrir áratugir síðan byrjað var á tilraunum til að steypa þjóðum heims saman í eitt samfélag, byggt á lögum og rétti. Ef íhuguð er saga mannkynsins, ekki áratugi, heldur aldir og jafnvel þúsundir ára, skal engan undra, þótt slíkt takist ekki á einum mannsaldri. Við skulum ekki ætla okkur minna en öld til að fram- kvæma svo stórbrotna hugsjón, og taka því með þolinmæði, þótt á móti blási um stundarsakir. UNGUR LÖGFRÆÐINGUR, Sveinn Haukur Valdimarsson, sonur Valdi- mars Sveinbjörnssonar íþróttakenn- ara við Menntaskólann í Reykjavík, dvaldist um skeið í aðalstöðvum SÞ og starfaði þar við lögfræðideildina. Hann er nú kominn heim, og hefur tekið við starfi í skipadeild SÍS. Hefur hann góðfúslega skýrt lesendum Sam- vinnunnar nokkuð frá störfum í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna, og má af yfirliti hans glöggt marka, að það margt merkilegt að gerast, sem færir þjóðir heimsins stöðugt nær hver annari, enda þótt hvað skemmzt miði í því sviði, sem mest er horft á — sviði öryggisráðsins og allsherjar- þingsins, þar sem hin illleysanlegu deilumál stórveldanna eru hvað mest rædd. Myndirnar með grein þessari eru lánaðar af fræðsluskrifstofu SÞ í Kaupmannahöfn, en forstöðumaður hennar, Viggo Christensen ritstjóri, var nýlega á ferð hér á íslandi í em- bættiserindum. MEÐAN HEIMSMÁLIN eru til um- ræðu, er rétt að benda á greinina um landvarnir á íslandi, sem skrifuð var fyrir nóvemberhefti þessa árs, en það var sameinað desemberheftinu. í þess- ari grein er leitazt við að setja fram upplýsingar varðandi þetta mál, hvernig vörnum var hagað á stríðsár- unum og hvernig þeim virðist hagað nú. Um það geta allir verið sammála, að fróðlegt er að þekkja eitthvað til þessara mála, hvort sem mönnum lík- ar betur eða verr sú þróun, sem orðið hefur síðan 1940. í sambandi við öflun upplýsinga um þessi efni, hefur Sam- vinnan fengið aðgang að yfirliti um sögu hervarnanna hér á landi á stríðs- árunum, en úr því mun ekkert hafa verið birt hér á landi fyrr. Væri það sjálfsagt þess vert fyrir fslendinga að reyna að safna saman öllum heimild- um, sem fáanlegar eru, um það sem gerðist í landi þeirra á stríðsárunum, því að það er óneitanlega hluti af sögu landsins, þótt landsmenn vissu oft lít- ið um það. NOKKRAR KVARTANIR hafa bor- izt um það, að kaupendur hafi ekki fengið öll hefti Samvinnunnar skil- víslega, og sumir jafnvel ekki fengið afmælisheftið. Enda þótt ekki sé mik- ið um þetta, vill afgreiðsla blaðsins þó brýna fyrir lesendum að senda ávallt kvörtun, svo að þeir fái þau blöð, sem glatazt hafa, og unnt sé að leiðrétta. heimilisföng, ef þau hafa brenglazt, eða gera aðrar ráðstafanir til að fyr- irbyggja vanskil. Er það að sjálfsögðu mikið áhugamál afgreiðslunnar að útiloka slíkt með öllu, ef unnt er. GREININ UM VETRARSKIPIÐ, eft- ir Þóri Friðgeirsson, er fróðlegur kafli úr baráttusögu frumherja samvinnu- félagsskaparins á íslandi. Er bæði hollt og fróðlegt að rifja upp slíka viðburði, enda er nú komið svo, að all- ur þorri hinna yngri landsmanna. þekkir aðcins önnur og stórum betri lífskjör, en hættir við að vanmeta þá baráttu feðra sinna, sem skapað hafa þau kjör. Sagan af Miaca er eitt af dæmunum frá þeim árum, sem ættu að veita samvinnumönnum nútímans aukið hugrekki og aukna staðfestu í baráttu sinni. 2

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.