Samvinnan - 01.12.1952, Page 4
Arabisk móðir i Jerúsalem heldur á barni sinu
og ber brauðkörfu á höfðinu samtimis.
Við höfum nýlokið næturferð frá
Damaskus, sem vel hefði getað kost-
að okkur lífið. Einhvers staðar í eyði-
mörkinni situr ekillinn ökkur hjá
bílnum sínum, sem liggur öxulbrot-
inn ofan í skurði. Við þrengdum okk-
ur inn í jeppann, sem farangur okk-
ar var fluttur í. Eltir snigilliæga ferð
og langar tafir í landamæraþorpum
komumst við til borgarinnar helgu.
Við erum í elzta hluta Jerúsalem-
borgar, sem féll í hendur Aröbum eft-
ir Palestínustríðið. Nú neyðumst við
til að stíga út úr jeppanum, því að
jafnvel hann kemst ekki ferða sinna
um þröngar tröppugöturnar. Við tök-
um eins mikið af farangri með okk-
ur og við getum borið, og röltum
hægt upp Via Dolorosa í morgunskím-
unni. Það er dauðaþögn í götunni,
nema -hvað fótatak okkar bergmálast,
og enn ekki annað ljós en dauft mána-
skin. Sérkennileg tilfinning grípur
okkur, er við göngum á milli drunga-
legra múranna. Ævi Jesú frá Nazaret,
sem við höfðum lært um þegar í
bernsku, og þrátt fyrir allt var fyrst og
fremst austurlenzkt ævintýr í huga okk-
ar, verður nú skyndilega og sérkenni-
lega lifandi fyrir hugskotssjónum okk-
édin nótt oa einn daaue
i derúóalem
Cjaddauír óhiLir á miiii ^ömiu ot^ nýju. lor^arliÍutanna
Texti og myndir eftir
ADRIANE WAHLGREN
(N. E. P.)
Skammt frá Golgata snúum við inn
í liliðargötu og komum síðan út á
markaðstorg með óvenjulegum brunni
frá tímum Rómverja. Það er kyrrt sem
í gröf á torginu, þar til við allt í einu
heyrum fótatak nálgast. Arabi einn
birtist, klæddur í einkennisbúning
eyðimerkurhermanna, með brugðna
skammbyssu. Tuttugasta öldin minn-
ir þannig á sig í borginni lielgu.
Gistihús okkar er gamalt og virðu-
legt, með því að það er byggt á rúst-
um hallar Heródesar. Hluti af tígul-
þöktum innri múr húsagarðsins hefur
varðveizt, svo og nokkur múrbrot
önnur. Við ljós olíulampa klifrum við
upp háar tröppur, slitnar undan fót-
um kynslóðanna, unz við komumst
til herbergja okkar.
Okkur verður þó ekki svefnsamt.
Langdregið, skerandi óp rýfur þögn-
ina, og annað kemur á eftir. Eftir
nokkrar mínútur heyrist enn kór af
væli og öskrum. Það virðist svo sem
allir kettir Jerúsalemborgar séu sam-
an komnir í garði Heródesar þessa
nótt. Glugga er lnundið upp og eftir
nokkur vel valin orð er einhverju
ar.
Þannig er um að litast við Damashushliðið i Jerúsalem i dag.