Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1952, Síða 7

Samvinnan - 01.12.1952, Síða 7
uðu herðarnar ungu og hvöss augun urðu óskeikul á línu og forra. Þá var það einn dag að Lorenzo rakst á smá- mynd, sem drengsnáðinn liafði höggv- ið í marmarabrot. Undrandi og hrif- inn tók hann Michelangelo með sér í höll sína, setti hann til borðs með sonum sínum og klæddi eins og þá. í höllinni var samankomið val skálda og listamanna og clrengurinn drakk í sig framandi kenningar. Hann kynnt- ist háleitum boðskap Platos og lestur kvæða Dantes vakti hjá honum nýj- an hæfileika, ljóðagerð. Hann samdi 77 sonnettur, einlægar og sem höggn- ar út úr sál hans. Sál hans var jafn háleit og sumra gömlu spámannanna, full af háleitum sýnum og einlægri siðvendni. Þó var skaphöfn hans áfátt í mörgu. Heimtu- frekur var hann og tilfinninganæmur og livassyrtur úr hófi fram. Hann nef- brotnaði eitt sinn, er hann tókst á við elclri og sterkari vinnufélaga; þetta lýti fylgdi honum alla ævi óg hafði djúp áhrif á hann. Hann, sem tilbað fegurðina, sannfærðist um, að sjálfur væri hann hræðilegastur allra rnanna. Ef til vill var hann ekki fallegur ung- ur maður, en árin gerðu ógleyman- legt hrukkótt andlitið og ljósbrún augun full spámannlegri ást og trega. Lorenzo dó 1493, og þegar Piero, sonur hans, fann ekkert betra fyrir Michelangelo að gera en búa til snjó- karla í hallargarðinum, flýði hann frá Flórenz og flæktist suður til Rómar. Fyxsta meistaraverk sitt gerði Michelangelo í Róm. Það er mynd af Maríu, þar sem hún heldur Jesús Kristi látnum á hnjám sér. Þetta er eina myndin, sem hann hjó nafn sitt á, því eitt sinn heyrði hann talað um, að hún væri eftir annan listamann. Nótt eina læddist hann inn í kirkj- una, þar sem myndin var geymd, og meitlaði nafn sitt á fótstallinn. Þessi mynd stendur nú í Péturskirkjunni. Þegar Júlíus II varð páfi, gerði hann stórfenglegar áætlanir um bygg- ingu stórhýsa og minnismerkja, sem höfðu ærið oft hans heilagleika að miðclepli. Þannig hraðaði hann eftir mætti niðurrifi gömlu Péturskirkj- unnar, svo honum mætti sjálfum auðnast að leggja hornsteininn að hinu nýja guðshúsi. Michelangelo var þá í Flórenz, en Júlíus, sem dreymdi Eitt síðassta verk Michelangelos, er „dauðinn togaði i frakkalaf hans“, eins og hann orðaði það, var hin viðfrcega þakhvelfing Péturskirkjunnar i Ilóm, sem sést á þessari mynd af Péturstorginu. unr að reisa sjálfum sér stærsta graf- hýsi veraldar, sendi eftir honum, lista- manninum með stórfenglegustu hug- myndirnar. Þannig byrjaði vinátta þeirra, sem þó líktist alltaf meir togstreitu en vin- áttu. Júlíus varð hrifinn af uppdrátt- um Michelangelos af grafhýsinu. Það áttu að vera ekki færri en 40 styttur af helgum mönnum og spámönnum umhverfis líkbörur páfans. Michelangelo fór til Carrara eftir marmara, en þegar hann kom að krefja hans heilagleika um greiðslu Ein frœgasta Madonnumynd, Michelangelos, köll- uð Doni Madonnan, er geymd i fceðingarborg hans, Flórenz. flutningskostnaðarins, lét páfinn, sem nú átti í dýrri styrjöld, reka hann á dyr. Michelangelo sendi páfa mergj- að skammabréf, en flýði síðan burt úr Páfaríkinu. Páfinn heimtaði, að Flór- enz bannfærði Michelangelo, en nokkrir vitrir og stilltir Flórenzbúar gáfu Michelangelo sendiherragrið borgarinnar og sendu hann á fund páfa, sem kenndi í brjósti um lista- manninn og tók hann með sér- til Rómar. Júlíusi hafði nú verið talin trú um, að það væri óheillavænlegt að láta byggja grafhýsi í lifanda lífi. Þar að auki voru málarinn Rafael og Bra- mante, yfirsmiður við Pétursk.irkjuna, fullir afbrýði gagnvart Michelangelo. Þeir töldu Júlíus á að láta Michel- angelo mála loftið í einkakapellu páfa, Sistinsku kapellunni. Michelangelo mótmælti, en árangurslaust. Páfinn hafði talað. f næstu fjögur ár var Michelangelo í raun og veru fangi, fyrst páfa, en síðar eigin innblásturs. Aldrei hafði neinum listamanni verið fengið slíkt verkefni. Sistinska kapellan er dimmur, mjór salur og lofthæðin meiri en breiddin. I.oft- hvelfingin er sundurskorin með eins- konar þakgluggum, sem mynda erfið horn og ósamstæðar boglínur. Allt þetta loft, 10.000 ferfet, átti að fylla með myndum í fresco. Frescomyndir 7

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.