Samvinnan - 01.12.1952, Blaðsíða 12
Miaca sigldi milli hafíssins og lands til
Húsavíkur — Klæði uppskipunarmanna
voru beingödduð, en a llt komst í land
skipi siglt frá útlöndum að vetrarlagi.
Þó er vert að geta þess, að fyrir jólin
1886 sigldi norskt gufuskip, er „Frey“
hét, til Akureyrar og munu þá hafa
verið uppi einhverjar ráðagerðir um
að skip þetta tæki upp mánaðarlegar
ferðir til Norðurlands. Af bréfi því,
er áður getur í endurritabók K. Þ.,
sézt, að kaupfélagsstjórninni var kunn-
ugt um ferð þessa skips. í bréfi sínu
til Vídalíns bendir stjórnin á, að hún
telji Norðmenn líklegasta til þess að
fást til að leggja í áhættuför þá, sem
hér var ráðgerð. í bréfinu er ekki sér-
staklega bent á Otto Wathne, svo sem
talið hefur verið að gert væri. Nafn
hans er ekki nefnt í bréfinu.
L. Zöllner brást vel við málaleitun
Ivaupfélags Þingeyinga. Hann útveg-
aði liinar umbeðnu vörur og leigði
skip til ferðarinnar. Skip það, er til
fékkst, var gufuskipið Miaca, eign
Ottos Wathne útgerðarmanns, þess er
svo mjög konr við atvinnusögu Aust-
urlands á síðustu áratugum 19. aldar.
Skipstjóri var Tönnes Wathne, bróðir
hans.
Þeim aðilum, sem að þessu djarf-
tefli stóðu, hefur vafalaust verið fylli-
lega ljóst, hvað hér var í húfi. Kaup-
félagsmönnum, að ef þetta úrræði mis-
tækist, var hin mesta vá fyrir dyrum
og að framtíð félags þeirra valt á því,
að ferðin tækist. Utgerðarmanni og
skipstjóra hlaut á hinn bóginn að vera
Ijóst, í hverja hættu skip og skipshöfn
voru lögð með þessari ferð: Þakkar-
skuld sú, er Kaupfélag Þingeyinga og
samvinnufélagsskapurinn á Islandi í
heild stendur í við þessa norsku bræð-
ur fyrir drengilega framkomu í þessu
sambandi, verður trauðla metin til
fulls og aldrei að fullu greidd.
Garnalt máltæki segir: Gæfa fylgir
djörfum, og svo fór hér. Miaca varð
vel reiðfara og náði til hafnar í Húsa-
vík fyrri hluta dags 2. apríl, sem var
laugardagur fyrir pálmasunnudag.
Factura yfir vörur í skipinu er dagsett
22. marz. Ferð skipsins hefur því tekið
11 claga.
í dag eru 65 ár síðan Miaca lagðist
hér á Víkinni grunnt fram undan
Naustagili. Vonir þeirra, sem búnir
voru að þreyja þorrann og góuna við
lítinn kost, voru nú orðnar að veru-
leika. Bænir hins bjargarþrota fólks í
Suður-Þingeyjarsýslu um að ferð hins
langþráða skips mætti vel takast, höfðu
verið heyrðar. Hinni kveljandi óvissu
urn það, hvernig úr rættist vanda þeim,
sem að höndum hafði borið þennan
vetur, var aflétt. Hin bleika hungur-
vofa, sem tekin var að gægjast inn í
megin þorra þingeyskra bændabýla,
hopaði nú á hæli fyrir hinni fagnaðar-
ríku vissu um, að björgin var komin
að landi. Hættan á því, að hungrið
neyddi menn til að svíkja félag sitt og
selja hugsjón sína fyrir baunir sel-
stöðuverzlunarinnar, var liðin hjá.
Jafn snemma því, sem uppskipun
hófst úr Miaca síðdegis þennan eftir-
minnilega laugardag, sendi kaupfélags-
stjórinn, Jakob Hálfdánarson, hrað-
boða fram um sveitir til þess að kynna
mönnum komu skipsins. Fréttin um
komu þess vakti hvarvetna óblandinn
fögnuð. Við þessa gleðifregn létti mar-
tröð bjargarskortsins af mönnum eins
og illum álögum.
Á pálmasunnudag hinn 3. apríl
gekk að nreð norðaustan stórhríð.
Gerðist þá uppskipun örðug við
lausabryggju og önnur frumstæð upp-
skipunartæki. Frost var 14 stig. Til að
auðvelda uppskipun, svo sem framast
var unnt, færði skipstjóri skipið enn
þá nær landi en verið hafði, svo talið
var, að það stæði um fjöru.
Frá þessari ferð til Húsavíkur og
uppskipuninni þar segir Tönnes
Watline skipstjóri á þessa leið:
„í marzmánuði 1887 flutti ég
hleðslu af ýmiskonar verzlunarvöru
frá Leith til Htisavíkur fyrir hr. Louis
Zcillner og var það ekki hættulaus
ferð vegna þess, að hafís lá þá fyrir
Norður- og Austurlandi suður undir
Fáskrúðsfjörð. En ég vissi hvernig á
stóð. Kaupfélagið á Húsavík var
bjargarlaust, en danska verzlunin á
staðnum neitaði viðskiptamönnunr
þess um lífsnauðsynjar nema með
þungum skilyrðum. Mér var því í hug
að geta náð settu marki. En um sinn
voru horfurnar enganveginn glæsileg-
ar. Skipshöfnin neitaði að fara lengra
en til Seyðisfjarðar vegna hafíssins.
Tókst mér þó að telja henni hughvarf
og héldum við áfram ferðinni. Gekk
hún vonum framar. Að vísu tók hún
æði langan tíma, og við Melrakka-
sléttu urðum við að sigla landmegin
við hafís, sem stóð botn. Forstöðu-
maður félagsins, sem veitti farminum
móttöku, er mér minnisstæður. Hann
var tiltakanlega áhugasamur og clug-
legur. Hét hann Jakob Hálfdánarson.
Skipið var affermt óslitið nótt og dag,
vegna þess að við vorum hræddir úm
að ísinn mundi þá og þegar granda
skipinu, þar sem það lá. Stormur mik-
ill af norðaustri var á með 14 sti^a
frosti, og fór nú að leiða öldu inn á
höfnina. Mennirnir, sem unnu að
uppskipuninni, urðu verjulausir að
kalla, að bera hina þungu vörusekki,
sem flestir voru 100 kg., gegn um
brimlöðrið. I hvert sinn, sem þeir
kornu til skipsins, voru klæði þeirra
beingödduð og varð að láta þá fara
niður í vélarrúmið til þess að þíða
þau, áður en þeir legðu upp í næstu
ferð. En allt kornst í land. Heyrði ég
Jakob Hálfdánarson segja eins og við
sjálfan sig: „Blessaður maturinn,
bölvað brimið.“
Uppskipun lauk, þrátt fyrir óliag-
stætt veður og aðra örðugleika, seint
á pálmasunnuclagskvöld, án þess að
nokkur veruleg óhöpp kæmu fyrir.
Jakob kól að vísu nokkuð á höndum
og í andliti meðan á uppskipuninni
stóð. Fögnuðurinn yfir unnum sigri
og vissunni um, að nú var nægur forði
vel geymdur í hinu nýreista vöru-
geymsluhúsi kaupfélagsins, mun þó
hafa dregið sviðann úr kalsárunum
næstu dagana á eftir, þegar hann fór
að úthluta matbjörginni til félags-
manna.
Á mánudagsmorgun hinn 4. apríl
var Húsavíkurhöfn auð á ný. Miaca
var sigld á brott. Hlutverki skipsins
12