Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1952, Page 17

Samvinnan - 01.12.1952, Page 17
ekki hægt að gera viðhlítandi grein fyrir starfi því, er stöðugt á sér stað í skrifstofunni, en bezta mynd af þeirri starfsemi býst ég við að gefa með því að greina stuttlega frá starfs- skipulaginu innan stofnunarinnar. Skrifstofunni er skipt í 9 deildir, sem svo skiptast aftur á ýmsan liátt í undirdeildir, og eru deildirnar þess- ar: Deild málefna öryggisráðsins, sem þjónar öryggisráðinu, eins og nafnið bendir til, undirbýr störf þess og að- stoðar það formlega. Deild hagfrœðilegra mála er önnur deildin, og skiptist hún í undirdeildir, er fjalla um tolla og skatta, samgöngu- og flutningamál, hagskýrslur, efna- hagslega þróun og jafnvægi í heimin- um. Félagsmáladeildin er sú þriðja, og skiptist hún innbyrðis í deild, sern fjallar um mannréttindi, deild, er rannsakar félagslega velferð, deild, er berst gegn eiturlyfjum, deild, sem fjallar um íbúa jarðarinnar, og enn- fremur deild sérfræðinga í landakorta- gerð. Fjórða höfuðdeildin er svo gæzlu- verndardeildin, er gegnir svipuðu hlutverki undir gæzluverndarráðinu og öryggismáladeildin undir öryggis- ráðinu. Hún safnar og upplýsingum frá ósjálfstæðum löndum í heiminum og skilar um þau skýrslum til gæzlu- verndarráðsins eða allsherjarþingsins. Ennfremur hefur hún haft nokkurs konar umsjón með gæzluverndarlend- um, og nægir í því sambandi að minna á fyrrverandi nýlendur ítala, Eritreu, Libyu og ítalska Somaliland. Fimmta deildin er deild tæknilegr- ar aðstoðar. Er þetta yngsta deildin, en þó líklega sú árangursríkasta sem stendur, því að tæknilegrar aðstoðar gætir nú í æ ríkari mæli innan Sam- einuðu þjóðanna. Hinar ýmsu þjóð- ir fara fram á aðstoð, og kemur til kasta þessarar deildar að velja hæfan mann, fá hann til starfsins og undir- búa allar aðstæður. Heyrði ég oft hinar furðulegustu sögur um það, hve miklir erfiðleikar eru þessu samfara. Eitt sinn mælti til dæmis ein grand- varasta ríkisstjórn Evrópu sérstaklega með manni sem færum siglingafræð- ingi til aðstoðar ríki í Suður-Ameríku, en þegar til kom reyndist maður þessi (Framh. á bls. 28) HirLÍr nýju. fundarsalir sameinuðu \bjóðanna Hér sést allsherjarþing sameinuðu þjóðanna éi fyrsta fundi sinum i hinum nýju húsakynnum i Neiv York. Fjöldi frccgra húsameistara frá mörgum löndum stjcmuðu smiði bygginganna, og hafa þær vakið mikla athygli, enda fagrar og sérstæðar. Hér sést hinn nýi fundarsalur öriggisráðs SÞ og sitja fulltrúamir við skeifulagað borðið, en að~ stoðarmenn þeirra fyrir aftan þá. Á vegg sést hið mikla málverk, sem Norðmenn gáfu öryggisráðinu, en það var málað af Per Krogh og afhen af Oscar Torþ, forsætisráðherra Noregs. 17

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.