Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1952, Side 24

Samvinnan - 01.12.1952, Side 24
Vetrarskipið Miaca (Framh. aj bls. 13) var, að það gæti flutt í lest 2500 tunn- ur sílclar. Þá heyrðist ekki nefnd smá- lestatala á skipum. Skipstjóri á „Mi- aca“ var Tönnes Wathne, en sagt var að Ottó réði öllu, ef hann var með. Miðvikudaginn fyrsta í sumri, sem mun liafa verið 26. apríl, lagði Miaca út af Fáskrúðsfirði til norðurfarar, en skipið komst aldrei lengra en norður á rnóts við Norðfjörð fyrir ís . . . A föstudagsmorgun 28. apríl kl. 10 var skipinu hleypt á land með fullri ferð. Varð um leið ketilsprenging. Um þetta kvað einn hagyrðingnr: Miaca hitti rnæðu staud, rninnst þá gekk í haginn. Keyrði svo í kvalastrand kóngs á bænadaginn. Farþegi, senr var með skipinu, hef- ur skýrt Ásnrundi greinilega frá öll- um atburðunr. Fíonum farast meðal annars svo orð: „. . . Þegar kom móts við Gerpi, mættum við ísspöng, senr sýndist vera bæði þétt og stór unrnráls. Var þá siglt til lrafs og komumst við í auðan sjó eða vök . . . Við héldunr eftir vök- inni og konrumst móts við Norðfjarð- arflóa. Þá var ísbreiðan svo þétt . . . að ekki varð lengra konrizt. Þá vildi skipstjórinn, Tönnes Watlrne, snúa við og freista að konrast á Suðurfirð- ina. En Ottó Wathne sagði: „Nei, við skulum til Seyðisfjarðar á næsta norð- urfalli.“ Nú konr fimmtudagur. Okk- ur rak nú með ísnunr suður . . . Grisj- aði ísinn á fallaskiptunum, svo auð vök sást að Barðsneshorni. Var nú, eftir skipun Ottós, skipinu lraldið í vökina og farið norður víkina. Þegar kom að Horni . . . sást lrvergi í auð- an sjó norður undan. Vildi nú Tönn- es halda suður . . . svo skipið festist ekki alveg í ísnunr, en Ottó Wathne var ósveigjanlegur frá sínu fyrra áformi. Var skipið í ísnum sunnan við Hornið undir ófærunr hönrrum yfir föstudagsnóttina. Undir morguninn tók það lítilsháttar niðri og kom að því nokkur leki. Á skipinu voru sex kvenmenn, þar á nreðal Guðrún, kona Ottós Wathne. Líka voru nokkrir farþegar . . . Var nú nrörgunr farið að líða hálfilla og ekki nrikið sofið þá nótt. Um kl. 7 á föstudagsmorgun á flóð- inu losnaði skipið og ísnum kippti sundur suður Sandvíkina. Var þá sett full ferð á skipið og því stefnt suður. Átti að lrleypa því í land í Sandvík, en ísinn sýndist alls staðar svo þéttur, að ekki virtist viðlit að brjótast í gegn nm hann. Var því haldið áfram á fullri ferð. Þegar kom að Gerpi, var þar samföst ísspöng, en auð vök suð- ur með landi að sjá. Nú var því ekki annað hægt en hleypa skipinu á spöngina með fullri ferð og brjótast í gegn. Þetta tókst. Skipið komst gegn um ísspöngina, en það brotnaði á það svo stórt gat, að útlit var fyrir, að dæl- urnar hefðu ekki við að dæla sjónum út. Var þá opnuð lest og tveir 200 punda rúgmjölssekkir settir í gatið. Við það minnkaði lekinn svo, að dæl- urnar höfðu við. Líka var unnið að því að láta vél- ina kasta út hverju, sem hendi var næst, til að létta skipið. Nú var margháttað líf á skipinu: Kvenfólkið kveinaði og margir karl- menn sýndust slegnir. Ottó Wathne með sinni þrumuraust skipandi fyrir um allt og öllum. Hann sagði við Guðrúnu konu sína, þegar hún og hinar konurnar komu kveinandi af liræðslu, þar sem hann stóð sem bjarg- fastur klettur og skipaði fyrir: „Nú er ekki tími til að gráta. Farið þið und- ir þiljur, ef þið eruð hræddar, og ver- ið ekki fyrir hér.“ Þrátt fyrir allar aðgerðir jókst alltaf sjórinn í skipinu. Vökin lá opin með Gerpi inn með Vaðlalandi. Nú kom annar vélamaðurinn upp og sagði, að svo mikill sjór væri kominn í véla- rúmið, að búast mætti við ketilspreng- ingu á hverri stundu. Væri því full- komin lífshætta að vera niðri í véla- rúminu. En nú var ekki miskunn hjá Manga. Ottó stappaði fótum í þilfarið og skip- aði honum niður og kynda undir kötl- unurn sem unnt væri. Þannig var böðl- azt áfram unz skipið rann upp á klöpp utan við Vaðlahöfn. Var það allt jafn snemrna, að skipið rann upp á klöpp- ina og ketillinn sprakk, enda sögðust vélamennirnir hafa orðið að standa £ kné í sjó. Fólkið fluttist í land í skipsbátnum. Veoalenoclin var um 4 faðmar, osr kornust allir í land, svo að engan sak- aði neitt eða vætti fót. Þegar Ottó Wathne kom upp á klöppina síðast- ur allra, vatt hann sér við, leit á skip- ið og sagði í viðkvæmum róm: „Far þú vel, Miaca.“ Slík urðu endalok Miaca, Vetrar- skipsins, sem reynzt hafði þingeysk- um samvinnumönnum slíkt happa- fdey. Vafalaust tel ég, að þingeysku sam- vinnumennirnir hafi tekið undir nreð Ottó Watlme, þegar þeir fréttu uöi afdrif skipsins, og sagt: Far vel, Miaca. Engir munu hafa átt því skipi meira. að þakka en þeir. Til er rnynd af Miaca, tekin á Seyð- isfirði á afmælisdegi eiganda skipsins og útgerðarmanns hinn 13. ágúst 1887. Þá mynd, ásamt myndum þeirra Wathnebræðra, vildi ég gjarnan sjá varðveitta í samkomusal eða í skrif- stofunr K. Þ., til minningar um hinn einstæða atburð, vetrarsiglingu skips- ins til Norðurlands 1887 og komu þess til Húsavíkur. Ég hef dvalið hér nokkra stund við komu Miaca til Húsavíkur 2. apríl 1887. Við höfum heyrt um afdrif skips- ins í hafísnum við Austurland vorið 1888. Korna skipsins var einn þáttur í því ævintýri, er gerðist þegar álagafjötr- ar illrar verzlunar og aldalangrar ein- angrunar íslenzkn þjóðarinnar brustu fyrir atbeina þingeyskra samvinnu- manna. Koma skipsins tryggði fram- tíð og tilveru Kaupfélags Þingeyinga öllu öðru framar. Síðan þessi eftirminnilegi atburður gerðist hefur samvinnufélagsskapur- inn á íslandi stöðugt verið í sókn, stöðugt verið að nema ný héröð og ný verksvið, unz svo er komið, að sam- vinnufélög starfa við hverja höfn og í öllum atvinnugieinum þjóðarinnar. Fimmtán árum síðar en Miaca sigldi með vetrarforðann inn á Húsa- víkurhöfn, eða fyrir réttum fimmtíu árum síðan, stofnuðu þau kaupfélög, 24

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.