Samvinnan - 01.12.1952, Síða 26
það var eins og hún hlægi að þyngd-
arlögmálinu, er hún nálgaðist miðju.
Að lokum var það kapphlaup við
dauðann. „Ég er svo gamall,“ sagði
Michelangelo, „að dauðinn togar í
kápulafið mitt.“ En áður en hann dó,
89 ára gamall, sá Michelangelo Buon-
arroti verki sínu — stærstu og falleg-
ustu lofthvelfingu heims — að fullu
lokið. Uppljómuð, fyllt bergmáli org-
anleiks og kórsöngs, geymir hún, ef
nokkuð er þess megnugt, síðasta boð-
skap risavaxinnar sálar hans.
Bláa perlufesíin
(Framh. af bls. 9)
enn upp minningarnar um það, sein
hann hafði misst. Þessi kvöl hans
gerði honum ókleift að taka þátt í
gleði fólksins, sem var að gera jóla-
innkaupin. Næstu tíu daga var mikið
að gera. Símalandi konur komu í hóp-
um, þreifuðu á gersemunum og
reyndu að pranga. Þegar loks síðasti
viðskiptavinurinn var farinn á að-
fangadagskvöld, var sem fargi væri
af honum létt. En fyrir hann var þó
ekki öll nótt úti . . .
Dyrnar opnuðust og ung kona gekk
inn í búðina. Honum brá, því að hon-
um fannst hann þekkja hana, en þó
gat hann ekki munað, hvar eða hve-
nær hann hefði séð hana. Hár henn-
ar var ljóst — augun blá. An þess
að segja orð dró hún upp úr tösku
sinni pakka, sem purpurapappír hafði
verið tekinn utan af. Síðan lagði hún
bláu perlufestina glampandi fyrir
hann.
„Er þetta úr verzlun yðar?“ spurði
hún.
Pétur leit framan í hana og svar-
aði blíðlega: „Já.“
„Eru perlurnar ósviknar?“
„Já — ekki af albeztu gerð, en
samt ósviknar.“
„Getið þér munað, hverjum þér
selduð festina?“
„Það var lítil stúlka. Hún hét Jó-
hanna og hún keypti festina til að
gefa eldri systur sinni í jólagjöf.“
„Hvað er festin mikils virði?“
„Verðið," svaraði hann alvarlega,
„er ávallt trúnaðarmál verzlunarinnar
og viðskiptavinarins.”
„En Jóhanna fékk aldrei nema
nokkra aura í vasapeninga. Hvernig
gat hún greitt festina?“
Pétur strauk úr brotunum í skraut-
umbúðunum og vafði þær aftur utan
um kassann.
„Hún greidd hæsta verð, sem nokk-
ur getur greitt,“ sagði hann. „Hún
greicldi með aleigu sinni.“
Það var djúp þögn í litlu fornsöl-
unni. Frá fjarlægum kirkjuturni bár-
ust klukkuhljómar. Pakkinn á borð-
inu, undrunin í augum stúlkunnar og
vonin um lífshamingju, sem var aftur
að kvikna í brjósti mannsins — allt var
þetta ávöxtur af ást lítillar stúlku.
„Af hverju gerðuð þér þetta?“
spurði hún.
Hann rétti henni pakkann.
, Jólin eru komin,“ sagði hann. „Það
er ógæfa mín, að ég hef engan, sem
ég get gefið neitt. Má ég fylgja yður
heim og óska yður gleðilegra jóla við
dyrnar?“
Þannig atvikaðist það, að Pétur
Richards og stúlkan, sem hann enn
vissi ekki hvað hét, gengu á kvöldi
gleðinnar inn í nýjan heim — heim
vonanna.
Varnir íslands
(Framh. af bls. 15)
útbúnað til björgunar. Er þessi sveit
vel kunn af störfum sínum.
FLOTINN.
Bandaríski flotinn hefur ekki fast-
ar bækistöðvar fyrir skip hér á landi,
nema eitt lítið olíuskip af sömu gerð
og Þyrill. Hins vegar hafa Atlants-
Hodd, hodd!
hafsríkin lialdið sameiginiegar flota-
æfingar og samæft varnir sínar á sjó,
og munu geta sent flotadeildir hvert
sem er með stuttum fyrirvara.
Ameríski flotinn hefur sinn eigin
flugher, og það er sú deild hans sem
kemur við sögu hér á Islandi. Hér
hefur bækistöð deild könnunarflug-
véla af svonefndri „Ventura" gerð,
tveggja lueyfla flugvélar, svartar og
ljótar, sem hafa það hlutverk að svífa
yfir öldum hafsins og fylgjast með því,
sem gerist á sjónum og í honum.
Virðist það augljóst, að kafbátahætta
sé aðalviðtangsefni þessarar sveitar,
enda var kafbátahernaður geysimikill
við strendur Islands í síðustu lieims-
styrjöld, og yrði vafalaust á nýjan
leik, ef til styrjaldar kæmi. Má nefna
það sem dæmi, að dagana 2. og 3. nóv-
ember 1942 var 11 skipum sökkt við
ísland og 568 skipbrotsmenn fluttir
hér á land, en mörg hundruð fórust.
Það má telja tvímælalaust, að mik-
ill kafbátahernaður rnundi aftur
verða á Atlantshafi, ef svo ógæfu-
lega færi, að styrjöld brytist út, og
mundi því hlutskipti íslands verða
svipað og í síðustu styrjöld. Miklar
framfarir urðu í kafbátasmíðum í lok
síðustu styrjaldar, þannig að kafbát-
arnir geta siglt langar vegalengdir
með miklurn hraða, án þess að koma
upp á yfirborðið. Hafa flotaforingjar
Atlantshafsríkjanna lagt geysimikla
áherzlu á að fullkomna baráttuað-
ferðir gegn kafbátum, enda eiga
Rússar nú stórum meiri kafbátaflota
en Þjóðverjar áttu í byrjun síðustu
styrjaldar.
Sú var reyndin í síðustu styrjöld, að
flugvélar reyndust bezta vopnið gegn
kafbátum, og mun svo vera enn. Flug-
mennirnir á „Ventura“ flugvélum
ameríska flotans hafa, auk flugkunn-
áttunnar, allir hlotið venjulega sjó-
mennskuþjálfun, sem flotinn veitir
liðsforingjum sínum, þar sem allt
þeirra ævistarf er bundið við sjóinn,
enda þótt þeir fljúgi landflugvélum
fiá landbækistöðvum.
Auk þessara helztu sveita varnar-
liðsins, sem liefur fasta bækistöð á ís-
landi, má ekki gleyma því, að landið
er aðeins hlekkur í varnarkeðju At-
lantshafsbandalagsins, Aðrir hlekkir í
þessari sömu keðju eru að rnörgu leyti
líkir. Norðmenn ráða yfir stóru landi
og hernaðarlega mikilsverðu. Þeir
26