Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1953, Qupperneq 8

Samvinnan - 01.05.1953, Qupperneq 8
Samvinna d kaffiekrum Kilimanjaro Aleð sam.VLn.nu stórbæta blökkumenn lífskiLyrði sin Klukkan er hálfsjö að morgni. Bif- reiðin skröltir eftir ósléttum veginum, sem fikar sig í ótal krókum upp frjó- samt gróðurlendið neðan við Kibon- goto. Morgunsólin varpar rauðleitum bjarma á landið, og fyrr en varir stíg- ur „binn hvíti maður“ fram úr móð- unni í allri sinni dýrð — Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku. Þetta 6000 metra háa eldfjall gnæfir hátt yfir umhverfi sitt. Venjulega er það hulið móðu, og því er það fátíð sjón og ógleymanleg að sjá glitrandi snæhettuna teygja sig upp í heiðríkjuna. „Jambo“ — hvarvetna hljómar hún í eyrum okkar með mismunandi blæ- brigðum þessi fjörlega og vingjarn- lega morgunkveðja þorpsbúa. Fólkið er opinskátt og gáfulegt á svip. Ungar stúlkur með þungar kaffikörfur á höfði nema staðar og veifa. Kibon- goto er snoturt, lítið þarp. Þrifalegir leirkofar standa við breiða þorpsgöt- una, sem liggur til markaðstorgsins, en þangað er ferðinni heitið í dag. Héðan af hásléttunni er víðsýni mik- ið. Þegar frá eru skilin fáein sérkenni- leg tré, er landslag hér ekki ósvipað Texti og myndir eítir ADRIANE WAHLGREN (N. E. P.) því, sem er í Sviss! aðeins er það mun stórbrotnara. Á markaðstorginu er mikið um dýrðir. Alls kyns vörur eru breiddar út til sýnis. Litfagrir baðmullardúk- ar ljóma í sólskininu eins og marglit blómabeð. Verðið stígur og fellur. í baksýn er grá steinbygging. A skilti nokkru getur að lesa: „East African Cooperative Trading Society“ (Sam- vinnuverzlunarfélag Austur-Afríku). I dag fer þar fram arðsúthlutun til meðlima í Kaffiræktarsamvinnufélagi Kilimanjaro. Það er merkisdagur, enda er þá háð réttarþing jafnframt því, sem haldinn er markaður. Chagga-þjóðflokkurinn, sem heim- kynni á í suðurhlíðum Kilimanjaro í Tanganyika, á sér merkilega sögu. Um aldaraðir hefur hann vaxið og blandazt öðrum þjóðflokkum — eink- um Bantu-svertingjum, sem tóku sér bólfestu í þessu frjósama héraði. Á síðustu 30 árum hefur þjóðflokkurinn tekið miklum framförum bæði í þjóð- félagslegu og efnahagslegu tilliti. Nú er hér stundaður landbúnaður með nýtízku, innfluttum vélum; skólar eru hér og sjúkrahús, sem stjórnað er af innfæddum að vesturlenzkri fyrir- mynd. Þess ber þó einkum að geta, að Chagga-þjóðflokkurinn hefur borið gæfu til að tileinka sér samvinnufé- lagsanda án þess að glata nokkru af eigin menningu. Þvert á móti hefur honum auðnazt að móta forna þjóð- félagsháttu eftir nútíma lifnaðarhátt- um. Segja má, að Uganda sé paradís hins svarta kynstofns, og Tanganyika mun fyrr en varir ávinna sér sama sess. Til þess liggja þær meginorsak- ir, að Afríkumenn hafa ekki fylgzt með hinni efnahagslegu framþróun: fátækt og vanmáttur gegn ofurveldi indverskra kaupmanna, sem náð höfðu á sitt vald verzlun allri og við- skiptum. Þrátt fyrir þetta stendur efnahagslíf Chagga-þjóðflokksins með 8

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.