Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1953, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.05.1953, Blaðsíða 15
Bóndi, sérfræðingur í afurðasölu- málum, samvinnumaður, postuli í kirkju mormóna, landbúnaðarráð- herra. Þessi orð ber hæst í ævisögu Ezra Benson, mannsins vestan úr Klettafjöllum Bandaríkjanna, sem Eisenhower forseti gerði ráðherra yf- ir hinum mikla og margþætta land- búnaði Ameríkumanna. Benson, sem er frændi og var lengi stuðningsmaður Roberts Taft, öld- ungadeildarmanns og helzta keppi- nauts Eisenhowers í eina tíð, átti þess sízt allra hluta von, að hinn nýkjörni forseti mundi fela sér eitt ábyrgðar- mesta og vandasamasta ráðherra- embættið í stjórn sinni. Hann maldr- aði í móinn, talaði um stöðu sína inn- an mormónakirkjunnar og kvaðst trúar sinnar vegna ekki geta tekið þátt í hrossakaupum og samninga- makki stjórnmálanna. Það var ein- mitt þetta, sem Eisenhower vildi, — menn, sem stæðu við skoðanir sínar, og hann lagði að Benson, unz hann lét undan. Landbúnaður Bandaríkjanna hefur búið við fjölþætt ríkisafskipti undan- farin 20 ár, og er ábyrgðarverð á flest- um afurðum, sem framkvæmt er þannig, að stjórnin kaupir allt það magn, sem ekki selst öðrum kosti á ábyrgðarverðinu. Þetta hefur leitt til þess, að stjórnin hefur hlaðið upp í geymslum sínum feiknum af landbún- aðarafurðum, sem stundum hafa selzt og stundum ekki. Þannig átti stjórnin fyrir nokkrum vikum 127 000 000 pund af smjöri, 187 000 000 pund af þurrmjólk og 61 000 000 pund af osti, samtals 2.240 milljón ís- lenzkra króna virði. En þetta hefur tryggt bændum hátt afurðaverð og hindrað verðsveiflur. Benson og repúblíkanar eru and- vígir þessari skipan landbúnaðarmála. Þeir vilja draga stórlega úr þessum ríkisafskiptum eða afnema þau, og láta bændur bjarga sér sjálfa á frjáls- um markaði. Hefur Benson ráðizt djarflega gegn þessum vandamálum, en orðið að láta undan síga í fyrstu lotu og halda áfram að kaupa smjör og þurrmjólk. Hann hefur þó engan veginn lagt árar í bát, og mun verða fylgzt af athygli með því, hvernig honum tekst að koma stefnu sinni fram og hvernig amerískir bændur taka henni og áhrifum hennar. 'ipir iamtí&i armanna: Bóndi, samvinnumaður, mormóni og ráðherra Um Ezra Benson, hinn nýja land- búnaðarráðherra Bandaríkjanna. 15

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.