Samvinnan - 01.01.1956, Side 13
Myndin er nf málverki af stofnfundi SIS að Yztafelli 20. febrúar 1902. Starfsmenn SÍS gáfu þvi málverkið á fimmtiu ára afmœli þess. Stofnfunditm sátu,
talið frá vinstri: Steingrimur Jónsson, Hxisavik, Benedikt Jónsson, Auðnum, Sigurður Jónsson, Yztafelli, Pétur Jónsson, Gautlöndum, Helgi Laxdal,
Tungu, Árni Kristjánsson, Lóni og Friðbjörn Bjarnason, Grýtubalcka.
andi félagsins frá 1888 til 1894. Rit-
stjóri Tímarits kaupfélaganna frá
1907 til 1916. I stjórn Sambandsins
frá 1909 til 19171 Gegndi og mörgum
fleiri trúnaðarstörfum. Ferðaðist um
landið 1911 til 1915 og flutti erindi
um samvinnumál. Var landskjörinn
þingmaður 1916 til 1925 og atvinnu-
málaráðherra 1917 til 1920. Kona:
Kristbjörg Marteinsdóttir (f. 30. marz
1863, d. 28. febrúar 1938) að Lundar-
brekku, Halldórssonar. Sigurður and-
aðist á heimili sínu Yztafelli 16. jan-
úar 1926.
Benedikt Jónsson (var ritari fund-
arins). Fæddur 28. janúar 1846 að
Þverá í Laxárdal, S.-Þing. Foreldrar:
Jón Jóakimsson, bóndi og hreppstjóri
að Þverá í Laxárdal og kona hans,
Herdís Asmundsdóttir að Sóruvöllum
í Bárðardal, Davíðssonar. Bóndi á
Auðnum frá því um 1870 til alda-
móta. Var þá hreppstjóri mörg ár og
gegndi fleiri trúnaðarstörfum. Flutti
til Húsavíkur um aldamót og var
skrifari hjá sýslumanni til 1920. í
stjórn Kf. Þingeyinga frá 1883 til
1923. Bókavörður við sýslubókasafn
Þingeyinga og fastur starfsmaður
kaupfélagsins frá 1920. Benedikt var
einn af ötulustu stofnendum Kf.
Þingeyinga og vann meira eða minna
fyrir kaupfélagið frá fyrstu tíð til
æviloka. Hann var bæði listfengur og
listelskur, safnaði sæg af þjóðlögum
fyrir séra Bjarna Þorsteinsson á
Siglufirði og taldi séra Bjarni hann
mikilvirkasta aðstoðarmann sinn við
söfnunina. Hann var ritstjóri blaðs-
ins Ofeigur. Heiðursfélagi Kf. Þing-
eyinga og heiðursborgari Húsavíkur-
bæjar. Kona: Guðný Halldórsdóttir á
Geitafelli Jónssonar. Benedikt andað-
ist 1. febrúar 1939.
Steingrímur Jónsson (frá Kf. Þing-
eyinga). Fæddur 27. 12. 1867. Al-
bróðir Péturs. Stúdent 1888. Cand.
jur. 1894. Aðstoðarmaður í ísl. stjórn-
ardeildinni í Kaupmannahöfn frá 1.
sept. sama ár. Settur sýslumaður í
Þingeyjarsjlslu 15. maí 1897 og skip-
aður 5. maí 1898. Sýslumaður í Eyja-
fjarðarsýslu og bæjarfógeti á Akur-
eyri 16. júní 1920. Lausn frá 1. júlí
1934. Konungskjörinn alþingismaður
1906 til 1916.
I stjórn Kf. Þingeyinga frá 1905
til 1920, oftast varaformaður. For-
maður Sambandsins frá 1905 til 1910.
Kona: Guðný (f. 3. maí 1868) Jóns-
(Framh. á bls. 15)
9