Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1956, Page 23

Samvinnan - 01.01.1956, Page 23
Davíð leit út um gluggann. „Mér er sæmst að þegja um það, því að í rauninni get ég ekki gefið neina skyn- samlega skýringu.“ „Ætlarðu ekki austur?“ „Ég hef orðið að hætta við það.“ Haley leit hvasst á hann. „Ertu viss um, að þú getir ekki trúað mér fyrir áformum þínum? Við tölum saman sem vinir í trúnaði. Þú veizt vel, hve mikið liggur við, ef menn koma ekki á réttum tíma.“ Davíð kinkaði kolli. „Mér er það auðvitað ljóst, en verð að taka því.“ Haley sló fingrunum í borðið og var hugsi. „Við höfum einhver úr- ræði. Ef þú kemur ekki aftur á rétt- um tíma, segist ég hafa sent þig í leynilega eftirlitsferð til Okanagan.“ Davíð hristi höfuðið. „Það er drengilega sagt og þér líkt, en ég vil engan veginn, að þú takir á þig óþægindi mín vegna.“ „Láttu mig um það. En það er ann- *ð, sem ég vil biðja þig um í staðinn. Reyndu að fá einhvern botn í morð- mál McPhersons, áður en vetur geng- ur í garð. Yfirmenn mínir láta mig aldrei í friði vegna þessa morðs, og ég hef látið þig um þetta hingað til, enda treyst þér bezt.“ „Það lítur ekki út fyrir, að ég sé maður til þess.“ Haley ræskti sig hálfvandræðalega. „Hm — hér-i-Kirke, segðu mér í ein- lægni. Heldur þú, að Esther Shannon og bróðir hennar séu nokkuð við þetta mál riðin? Ég veit, að-i-að þú — hér — þekkir þau systkin betur en við hinir, og því veizt þú manna mest um þetta.“ Davíð skipti litum og þagði við um stund. Síðan sagði hann: „Þau Esther og Páll hafa verið yfirheyrð og sýkn- uð vegna ónógra sannana.“ „Ég geri ekkert úr því réttarhaldi. Þú ert kunnugastur þessu máli, og ég vil heyra þitt álit. Eru þau systkin sek eða ekki sek um morð McPher- sons?“ „Það er alvörumál að kveða upp dóm yfir fólki, nema hann sé grund- vallaður á öruggri vissu.“ „Ójá,“ greip Haley fram í. „Við lögreglumenn höfum nú okkar skoð- anir, hvað sem sönnunum líður. Var það ekki grunur, sem leiddi til þess, að þú lézt athuga þau systkinin?“ „Það var engan veginn grunur, heldur líkur, sem urðu þess valdandi, að þau voru tekin fyrir.“ „Hvers vegna fórstu þá að eins og þú gerðir? Hví léztu draga þau fyrir dóm í svo alvarlegu máli, þar sem þyngsta hegning lá við? Að vísu voru smávægilegar líkur fyrir hendi, en þó hefði ég aldrei gengið svo langt, og er ég þó minni vinur þeirra en þú.“ Kirke hlustaði þolinmóður. Síðan dómurinn var upp kveðinn, hafði ef- inn oft hvarflað að honum sjálfum. En þó komst hann jafnan að þeirri niðurstöðu, að hann hefði gert rétt, hversu harkalegar sem aðgerðir hans kunnu að virðast. Haley hélt áfram: „Þó að þau Shannon-systkin væru sýknuð, hangir enn yfir þeim dimm- ur skuggi ákærunnar. Við þurfum því að finna morðingjann sem fyrst, til þess að létta af þeim farginu. Ég veit, að þú munt ganga þar bezt fram, enda stendur það þér næst. — Verð- ur hægt að ná til þín nokkurs staðar, meðan þú ert í leyfinu?“ Davíð brosti. „Satt að segja veit ég varla, hvert ég fer eða hvað ég að- hefst, og því er réttast að segja sem minnst.“ „Jæja, drengur minn. Er nokkuð hægt að gera fyrir þig? Viltu meiri peninga eða eitthvað annað, sem ég get í té látið?“ „Ég þakka góð boð, en bið þess eins, að þú hafir auga með þeim Shannon systkinum. Páll er heilsu- laus, og Esther engan veginn til þess fallin að sjá um sig sjálf í þessu villi- mannalandi.“ „Ég skal líta til þeirra,“ svaraði Haley og rétti fram hönd sína. „Gæf- an fylgi þér, drengur minn, hvert sem leiðir þínar liggja.“ Davíð þrýsti hönd hans og gekk til dyra. Uti fyrir stóð Itai-Po og beið hans. „Er fleytan til taks?“ spurði Davíð. Rauðskinninn benti niður að bakka Bjarnarárinnar, þangað sem ljóslitað- ur barkarbátur flaut. „Þegsi bátur er beztur og léttastur þeirra, sem völ er á.“ „Þá er að taka til farangur.“ Indíáninn klappaði á lítínn pinkil, sem hékk við belti hans og virtist ekki vera annað en saman brotin ábreiða. „Hanamir fljúga ekki langt, þótt fag- urt hafi þeir stélið,“ sagði sá rauði. „Bezt að bera sem minnst, ef langt skal halda.“ Davíð brosti. „Hlustaðu á mig, Itai-Po. Þú kemur á bátnum niður að Shannon húsinu með það lítið, sem við höfum meðferðis. Ég fer þangað ríðandi og kem niður að ánni til þín í rökkrinu.“ Itai-Po kinkaði kolli og gekk til kænunnar, en Davíð fór til herbergja sinna. Þar klæddi hann sig úr ein- kennisbúningi lögreglunnar og fór í borgaraleg ferðaföt. Síðan tók hann eitthvað af fötum, gönguskó, litla fiskistöng, marghleypu og skotfæri. Allt þetta vafði hann innan í tvær hiýjar ábreiður. Að Iokum snaraði hann Enfield riffli á öxl sér. Dusty Goff stóð í dyrunum og horfði á vin sinn tygja sig. „Það lít- ur helzt út fyrir, að þú ætlir að leggj- ast út í KIettafjöllum,“ varð honum að orði. „Hver veit?“ umlaði Davíð. „Ætlarðu ef til vill í brúðkaups- ferð? Einu sinni hefði mér dottið það í hug, en þú hefur ekki verið tíður gestur hjá ungfrú Shannon upp á síð- kastið.“ Davíð bograði yfir böggul sinn nokkuð rauður í andliti, en sagði ekki neitt. Að endingu tók hann gamlan hatt og slitinn, óhreinan jakka út úr skáp sínum og tróð inn í ábreiðurnar. „Ekki er þetta brúðkaupsjakkinn,“ sagði Goff og hló við. „Annars er aldrei að vita, á hverju er von frá ykkur, þessum dulu drengjum.“ Davíð sneri sér hvatlega að hon- um, eins og hann ætlaði að segja eitt- hvað í reiði, en hann stillti sig og mælti hæglátlega: „Viltu leggja á hest fyrir mig, Dusty? Ég ætla að ríða nokkrar mílur. Síðan sleppi ég hest- inum og bind upp tauminn. Þú ert vís til að gefa honum auga, þegar hann kemur heim í kvöld.“ „Sjálfsagt. En þú veizt, að það er ógæfumerki, að hestur komi heim með mannlausan söðul. Indíánamir segja, að þá komi riddarinn aldrei aftur.“ „Óvíst, að það sé verst. Allt skeik- ar að sköpuðu,“ sagði Kirke og yppti öxlum. Framhald. 19

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.