Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1956, Qupperneq 24

Samvinnan - 01.01.1956, Qupperneq 24
Samvinnustefnan er fyrst og fremst þjónusta við fólkið Einkaframtakið notar það aftur á móti sem hjálpartæki til að höndla gullið Samvinnufólk! — Ágæta sam- koma! Það er mér sönn gleði að mega á- varpa ykkur nokkrum orðum hér í kvöld og taka þátt í ánægjunni, sem hér ríkir. Ekki ætti okkur að skorta umræðuefni. Hugsjónir samvinnunn- ar eru eilífar og óþrjótandi, en við- brögð hennar síbreytileg eftir viðhorf- um kynslóðanna hverju sinni til þarfa lífs og lista, því ekkert mannlegt er henni óviðkomandi, annars væri hún ekki það sem hún er. Ef til vill eru ekki allir hér inni samvinnumenn, sumir máske aðeins starfsmenn hjá samvinnuverzlun og svo aðrir, sem eru gestir hér í kvöld. Vona ég samt, að ég hneyksli engan, þótt ég hafi notað þetta ávarpsorð né þótt ég beini máli mínu í samvinnu- anda til starfsmanna kaupfélaganna, enda er þessi mannfagnaður fyrst og fremst helgaður þeim vettvangi. Það er sem sé mín skoðun og sjálf- sagt margra annarra, að allir þeir, sem eitthvað vinna að samvinnumálum, rigi að vera samvinnumenn. Þeir, sem ekki aðhyllast það verzlunarform, er þessi samtök byggja starfsemi sína á, ættu að leita sér atvinnu hjá einka- fyrirtæki, — ekki kaupfélagi. Þessi tvö verzlunarform byggjast á gjörólíkum sjónarmiðum og þarfnast hvort um sig starfsmanna, er aðhvll- ast sömu sjónarmið, annars verða þeir naumast hlutgengir áhugamenn í þjónustunni. Er menn því velja sér at- vinnu í verzlun, ættu þeir að muna, að einkafyrirtækið stuðlar að gróða eins manns eða fárra, ef um hlutafé- lag er að ræða. Samvinnuverzlun á r--------------------------;—;------s Kaupfélögin í Hafnarfirði og Keflavík halda ár hvert sameigin- lega hátíð fyrir starfsmenn sína. Hallgrímur Tli. Björnsson, for- maður félagsstjórnar Kaupfélags Suðurnesja, flutti við það tcekifeeri þá tímabœru og sköndegu hug- vekju, sem hér fer á eftir. \__________________________:_______J ekkert slíkt markmið. Hún byggir að vísu á þeirri staðreynd, að verzlun er nauðsyn og að hún verður að geta borið sig, en verzlunarhættir hennar þurrka bókstaflega út alla möguleika fyrir fjársöfnun til handa einstökum mönnum. Hún starfar samkvæmt kenningunni: — Ekki að þéna á öðr- um, heldur að þjóna hver öðrum. Þess vegna ríkir allt annar andi í verzlunum samvinnumanna heldur en einkafyrirtækja, eða a.m.k. gerði það, ef starfsmenn þeirra væru samvinnu- menn. Hugsjónaeldur og þjónustu- lund samvinnustefnunnar verður því að ríkja meðal starfsfólksins, stjórna athöfnum þess og æði og gefa því vinnuþrek og starfsgleði, jafnt þeim, er vandasamari verkin vinna og á- byrgðin hvílir á, og þeim öðrum, er minna verður af krafizt, að þeim sé það öllum Ijóst, að hver um sig er hjól í hinu mikla sigurverki samvinnuhug- sjónarinnar og litla hjólið hefur stundum engu minni þýðingu en það stóra, og að þau verða öll að vinna samtaka, ef veL á að fara. Andi sam- vinnu og samhjálpar á að búa í hverju því húsi, sem helgað er þessu starfi, hann á að sjást í verkum fólksins, sem þar vinnur, að þau séu ætíð til fyrirmyndar og stetnunm samboðin, svo að samvinnufólkið, sem hefur byggt upp þessa verzlun sína, viti það og finni, er það sækir þangað nauð- synjar sínar, að til einhvers hafi verið barizt. En sé starfsfólkið áhugalaust og sinnulítið, eða jafnvel andvígt samvinnustefnunni, þá gagnar ekki þó að kaupfélagsstjórinn sé sam- vinnumaður af lífi og sál. Hann á þá ekki margra kosta völ og má alltaf búast við, að lokum verði skotið frá híbýlum hans að innanverðu á hætt- unnar stund, nái hann ekki að tendra samvinnuljósin í hjörtum samverka- manna sinna og gera þá meðábyrga um hag og velferð fyrirtækisins, því við óteljandi atvik, bæði við hin dag- Iegu störf og utan þeirra, þarf verzl- unin á að halda velupplýstum og trú- um málsvörum, að hlutur hennar sé ekki fótum troðinn, því nógar eru rægitungurnar og Marðareðlið er allt- af samt við sig, það ættuð þið. starfs- fólkið, bezt að þekkja. Sleggjudómar og hvatvísi manna bitnar ekki hvac^ sízt á kaupfélögunum, þau liggja opn- ari fyrir öllu slíku en einkafyrirtækin, sakir þess, að þau eru almenningseign. Og einmitt þess vegna er þörfin fyrir örugga og trúa þjónustu brýnni hjá þeim en hinum. Áhej^rendur. — Mig Iangar nú að lokum að segja litla sögu, er á að hafa gerzt austur í Kína, þó að hún raunar getí hafa gerzt hvar sem er. Maður kemur inn í skartgripabúð, sem er full af fólki. Hann grípur dýr- mætan hlut af búðarborðinu og stekk- ur út með hann. Manninum er strax veitt eftirför, hann er gripinn í lag- anna nafni og færður fram fyrir dór.i- arann, sem leggur fyrir hann þá spuin- ingu, meðal annars, hvers vegna harin hafi gert þetta, og það að fjölda manns ásjáandi. Svar mannsins, svo einfalt sem það er, kemur mjög flatt upp á dómarann: — Ég sá ekki fólkið, bara hlutinn. — Sagan er ekki lengri. Vissulega eru þeir fleiri, mennirnir, er sjá fyrst og fremst hina gróðavæn- legu hluti, gullið sjálft, en alls ekki hinn raunverulega kjarna, fólkið, enda skilur þar líka á milli einstaklings- hj^ggjunnar, —- einkaframtaksins og samvinnustefnunnar. Einkaframtakið sér ekkert nema hið rauða gull og notar fólkið ein.s og hjálpartæki til að höndla það. Samvinnustefnan sér fyrst 20

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.