Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1956, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.06.1956, Blaðsíða 13
Jóhannes I>. Jónsson, kaupfélagsstjóri. Úr nýlenduvörudcild kaupfclagsins. Myndin til luegri á siðunni er úr vefnaðarvörudeildinni. Kaupfélag Súgfirðinga Súgandafirði Suðureyri við Súgandafjörð er fag- ur bær við þröngan fjörð, þar sem eyr- ar tvær skapa undirlendi og nokkur hafnarskilyrði, og er byggðin á þeirri syðri, eins og nafnið bendir til. Þarna býr þróttmikið fólk, sem sækir sjó af kappi og skilar þjóðarbúinu ríflegri framleiðslu úr fiskiðjuyerum sínum. Kaupfélag Súgfirðinga, sem hefur starfsemi sína á Suðureyri, hefur ný- lega náð merkum áfanga í starfi sínu. Það hefur lokið viðbyggingu við verzl- unarhús sitt og breytingum miklum á sölubúð sinni, þannig að segja má, að það hafi opnað fyrstu nútímaverzlun kaupstaðarins. Er þar allt sn}^rtilegt og með fullkomnasta sniði, svo sem með- fylgjandi myndir gefa nokkra hug- mynd um. Hefur kaupfélagið með þessu átaki náð merkum áfanga í verzlunarmálum staðarins, en félaginu veitir forstöðu Jóhannes Þ. Jónsson kaupfélagsstjóri. Ein kaupmannsverzlun er á Suður- eyri í samkeppni við kaupfélagið. Sá hún sér ekki annað fært en að reyna að fylgjast með kaupfélaginu og hóf einnig breytingar til batnaðar á sínum húsakynnum. Sýna slík dæmi sem þetta, að forusta kaupfélaganna um stórar og smáar framfarir í verzlun og framleiðslu hefur áhrif, sem ná langt út fyrir félögin sjálf. Verzlunarhiis Kaupfélags Súgfirðinga. Úr sölubúð haupfélagsins. 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.