Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 2

Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 2
Útgefandi: Samband ísl. samvinnufélaga. Ritstjóri: Benedikt Gröndal. Ritstjórn og afgreiðsla í Sambandshúsinu, Reykjavík. Ritstjórnarsími: 17080. Kemur út mánaðarlega. Verð árgangsins kr. 90.00 Verð í lausasölu kr. 9.00 Prentsmiðjan Edda. Efni: ísland og fríverzlunarsvæðið 3 Bið ég guð, að byggist upp blessað Snæfellsnesið. — Eftir Teit Þorleifsson 4 Hitler og Icarus — innrásin í ísland 7 Nokkur orð um Jóhann Jóns- son, skáld, eftir Kristján Jóhannsson 8 Sól á náttmálum — úr skáldsögu Hagalíns 9 Farið framhjá — kvæði eftir Pál H. Jónsson 10 Knattspyrnuævintýrið á Akranesi 11 Hvernig á nýja íbúðin að vera? 14 Bruna þú nú bátur minn — frásögn eftir Oskar Aðal- stein 16 Getur dáleiðsla leyst gátuna um líf og dauða 18 Gamalt og nýtt úr Tálkna- firði. Sig. í Holti 20 Sonnetta, eftir Pál H. Jónsson 21 Rússneski skákmeistarinn Alexander Aljechin, eftri Svein Kristinsson 22 Ríma, eftir Sveinbjörn Bein- teinsson 23 Svipmyndir frá Vestfjörðum 24 Bláa skikkjan — fram- haldssagan 26 Minnst merkrar bókar — eftir Ólaf á Hellulandi 39 Sept.-okt. 1957 Ll. árg. 9.-10. 2 SAMVINNAN BÓKAÚTGÁFAN NORÐRI mun á næst- unni gefa út margar vandaðar og girni- legar bækur. í síðasta hefti Samvinnunn- ar var getið um bókina um Guðjón Sam- úelsson og verk hans. Þar fyrir utan verða þessar bækur gefnar út: SKRIÐUFÖLL OG SNJÓFLÓÐ, eftir Ólaf Jónsson á Akureyri. Sú bók verður um 80 arkir í stóru broti með mörg- hundruð myndum. Ólafur er afburða fræðimaður og hann hefur ferðast um allt land og náð saman öllu því helzta, sem vitað er um þessi óhugnanlegu nátt- úrufyrirbrigði. SÓL Á NÁTTMÁLUM, skáldsaga eftir Guðmund Hagalín. Kafli úr bókinni birt- ist hér í blaðinu. Þetta er fyrsta skáld- saga Hagalíns í 12 ár og er ekki ólíklegt að bún verði mönnum forvitnileg. Sagan gerist aðallega á Snæfellsnesi og í Reykjavík. HRAKNINGAR OG HEIÐAVEGIR, 4. bindi. Tekið hafa saman þeir Pálmi heit- inn Hannesson og Jón Eyþórsson. Þessir þættir hafa náð miklum vinsældum með- al þeirra sem unna þjóðlegum fróðleik. FORSPÁR OG FYRIRBÆRI, eftir El- ínborgu Lárusdóttur. Eins og nafnið bendir til fjallar bókin um dularfull fyr- irbrigði. Kristín Helgadóttir Kristjáns- son, sem hefur verið búsett vestan hafs og hér heima, er gædd mikilli skyggni- gáfu og bókin fjallar um atburði, sem hún hefur séð og lýst. Sigurður Þórðar- son, söngstjóri, ritar formála. SLEIPNIR, skáldsaga eftir Einar E. Sæ- mundsen, fyrrv. skógarvörð. Einar er landskunnur fyrir ást sína á dýrum, rit- störf og hagmælsku. Þetta er eina skáld- sagan, sem liggur eftir hann og fjallar hún um hest. Bókin er mjöl vel skrifuð og heldur óskiptri athygli lesandans frá upphafi til enda. i KILI SKAL KJÖRVIÐUR, ævisaga Jessens, fyrrv. skólastjóra Vélstjóraskól- ans í Reykjavík. Ritað hefur Guðmundur Hagalín. Fyrst er greint frá uppvaxtar- og lærdómsárum Jessens í Danmörku, svo og siglingum hans víða um heimshöf- in. Hingað til lands var Jessen ráðinn til að kenna meðferð á vélum um það leyti er vélar byrjuðu að flytjast til landsins. Jessen hefur kennt flestum íslendingum, sem lært hafa vélfræði, svo bókin er að öðrum þræði saga vélvæðingar á íslandi. MANNAMÁL, sagnaþættir eftir Þórar- in Grímsson Víking. í bókinni dregur Þór- arinn fram í dagsljósið sagnir, sem að mestu voru gleymdar. — Þar er m. a. þáttur um atburð þann, er varð þess valdandi, að draugur tók að fylgja Ein- ari skáldi Benediktssyni og hvernig Einar losnaði við fylgilag hans. OLlUFÉLAGIÐ hefur nýlega unnið þarft verk til að bæta aðstöðu bifreiða- stjóra í Reykjavík, með því að koma upp nýju fyrirkomulagi á afgreiðslu benzíns. Afgreiðslusvæði Olíufélagsins er á mót- um Hofsvallagötu og Ægisíðu. Afgreiðsl- an gerist með þeim hætti, að ökumaður- inn ekur bíl sínum að einhverjum tank- inum og tekur sjálfur slönguna og setur hana í stút benzíntanksins. í skýli þar á svæðinu er stúlka, sem fylgist með því, sem þar gerist. Hún styður á hnapp og við það losnar slangan. í skýlinu er mælaborð, sem sýnir, hversu mikið ben- zín hefur verið látið á bílinn og hvað það kostar. Við venjulega afgreiðsluhætti hefði ekki verið hægt að komast af með færri en fjóra menn. Þessi sparnaður er látinn koma viðskiptavinunum til góða og á þann hátt gat Olíufélagið lækkað verð hvers benzínslítra um 5 aura.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.