Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1957, Page 13

Samvinnan - 01.10.1957, Page 13
Helgi Björgtnruson er fæddur 23. ág. 1934 á Akranesi. Hann lauk gagnfræðaprófi 1952, en hefur stundað akstur síðan. Hann ekur til skipt- is fólksbíl og vörubílum. Hann er ókvæntur. Helgi hóf ungur að leika knattspyrnu, en lék fyrst í fyrra á Islandsmóti meistaraflokks, en hef- ur verið varamaður síðan 1951. Hann hefur leikið 1 landsleik, á móti Englendingum, og þrisvar verið -varamaður. Hann er \ instri inn- herji í liðinu. Sveinn Teitsson er fæddur 1. marz 19.31 á Akra- nesi. 18 ára gamall hóf hann nánt í málaraiðn og lauk því, en sneri sér þremur árum síðar að trésm.'ðanámi og vinnur nú að þeirri grein í sementsverksmiðjunni. Kvæntur er Sveinn Agústu Ágústsdóttur frá Þingeyri við Dýra- fjörð. Auk knattspyrnu hefur Sveinn lagt stund á frjálsar íþróttir, einkum hlaup. Hann lék fyrst á íslandsmóti 1950 og hefur leikið 12 landsleiki. Helgi Danielsson er fæddur 1(>. apríl 1933 á Akranesi. Hann lattk gagnfræðaprófi 1950, en hóf prentnám í Isafoldarprentsmiðju haustið eftir og lék þá með Val. 1 fyrravor fluttist hann aftur til Akraness og vinnur nú i prentsmiðj- unni þar. Kvæntur er hann Steindóru Steins- dóttur úr Reykjavík og eiga þau þrjá syni. Helgi er markvörður og hefur leikið 11 landsleiki. 39 sinnurn hefur knötturinn hafnað í marki hans i þeim leikjum. Þnrður Jónsson er fæddnr 29. nóv. 1934 á Akra- nesi. Hann er bróðir Ríkharðs. Hann stundaði nám í Gagnfræðaskóla Akraness, síðan ýmiss konar störf, en hóf nám i húsamálun hjá bróð- u’r sínum 1955. Hann er kvæntur Sigþóru Karls- dóttur frá Akranesi og eiga þau tvö börn. Þórð- ur lék fyrst á Islandsmóti meistaraflokks 1952 og alltaf síðan utan eitt ár. Hann hefur fimm sinnum leikið í landsliði Islendinga. Hann er vinstri útherji. Helgi Hannesson er fæddur 10. jan. 1939 í Reykjavík, en hefur alla ævi verið búsettur á Akranesi. Hann lauk gagnfræðapórfi 1956, en hefur síðan ýmist unnið hjá rafveitunni sím- anum eða í íshúsinu. Hann er ókvæntur. Helgi hefur mikið iðkað sund og var Islandsmeistari í 100 m. skriðsundi 1955 og 56 og einnig í bak- sundi s.ðara árið. Hann lék fyrst í fyrra með liði Akurnesinga á Islandsmóti meistaraflokks. Hann er hægri bakvörður. Þórður Þórðarson er fæddur 26. nóv. 1930 á Akranesi. Hann hóf slarfsferil sinn sem sendill hjá kaupfélaginu, en síðan hann fékk ökurétt- indi hefur hann unnið hjá föður sínum, Þórði B. Þórðarsyni, sem hefur sérleyfi milli Revkja- v.'kur og Akraness. Kvæntur er Þórður Ester Teitsdóttur frá Akranesi og eiga þau fjögur börn. Hann var fyrst í liði Akurnesinga á Islands- móti 1947 og hefur leikið 17 landsleiki. Hann er miðframherji. SAMVINNAN 13

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.