Samvinnan - 01.10.1957, Qupperneq 14
Hvernig á nýja íbúðin að vera?
Hugleiðing um íslenzka byggingahætti
og sænska fyrirmyndaríbúð
Hveinig á nýja íbúðin að vera?
Hvernig getum við hagað herbergja-
skipun, hvernig skipt rúminu milli
svefns og vöku, vinnu og hvíldar,
bama og fullorðinna? Hvernig á
að hafa eldhúsið, þvottaaðstöðu,
geymslurúm og skápa?
Slíkum spurningum hafa íslend-
ingar verið að svara í stærri stíl und-
anfarin ár en nokkru sinni og því er
eðlilegt, að meira sé rætt um þessi
mál opinberlega, svo að þeir, sem
eiga eftir að byggja geti notið reynslu
hinna, sem hafa nýlokið við íbúðir
sínar.
A ellefu árum, 1945—55, reisti
þjóðin 6 270 íbúðarhús með 10 433
íbúðum, að því er Framkvæmda-
bankinn hefur nýlega upplýst í fróð-
legri skýrslu. Þannig hlýtur rúmlega
þriðjungur þjóðarinnar að búa í þess-
um nýju íbúðum og má vafalaust
fullyrða, að óvíða í heiminum finn-
ist 50 þúsundir manna betur hýstar.
Þó hafa ýmsir látið í ljós margvíslega
gagnrýni á þessum nýju íbúðum í
heild og bent á hugmyndir, sem Is-
lendingar virðast tregir til að endur-
Á sýningu, sem haldin var í Stohk-
hólmi í sumar í sambandi við þing
Alþjóðasambands samvinnumanna,
var sýnd ibúð, sem hentug er fyrir
meðalstóra fjölskyldu, íburðarlaus
en smekkleg og þœgileg. Teiknari
var Lennart IIolvi. I þessari grein
er rœtt um einkenni íslenzkra í-
búða og þau borin saman við
sœnskar íbúðir.
v_________________________________J
skoða, en telja verður dýrar og ó-
raunhæfar. Slíkt er sennilega óhjá-
kvæmilegt, þegar svo mikið er byggt
á svo skönnnum tíma, húsameistarar
og byggingasmiðir eru ofhlaðnir og
geta takmarkaða hjálp veitt hverjum
og einum, og lítið hefur verið um al-
menna fræðslu á íslenzkri tungu.
SÆNSKA ÍBÚÐIN.
Við skulum nú ræða nokkur atriði
í þessu sambandi og nota til saman-
burðar sænska teikningu á 90 fer-
metra íbúð, en það er nokkru rninni
íbúð en meðalstærð nýju íbúðanna
er hér á landi. Þessa teikningu lét
sænska samvinnusambandið gera og
bað um látlausa og íburðarlausa en
raunhæfa hugmynd um íbúð, sem
sænskur ahnenningur mætti gera sér
vonir um á næstu árum. Húsameist-
ari var valinn Lennart Holm og í-
búðin var í sumar sýnd í Stokk-
hólmi.
Við skulum bvrja á því að athuga,
hvernig ibúðin á að snúa. Hér á fs-
landi er það lang algengast, að stof-
urnar séu sólarmegin en eldhús, bað
og e. t. v. svefnherbergi norðaustan-
megin. Þessu breytir Svíinn og segir,
að lnismóðirin sé við vinnu í eldhús-
inu mestallan daginn, en í stofunum
sé aðallega setið á kvöldin. Hví ekki
að lofa húsmóðurinni að njóta birt-
unnar og sólarinnar við vinnu sína?
Og sé fögur útsýn, hví þá að snúa
eldhúsinu, sem mest er unnið í allan
daginn, frá þeirri útsýn? Það er hvort
sem er dregið fyrir stofugluggana,
þegar gestir koma á kvöldin og ljós
eru kveikt (utan auðvitað sumar-
mánuðina, sem eru 4 á móti 8 hér á
landi). Þetta era ástæðurnar til þess,
að í sænsku íbúðinni er eldhúsið mót
suðri.
Hér á landi (og víðast erlendis líka)
er algengast, að svalir séu hafðar við
stofurnar, sólarmegin. Svíinn heldur
þeim sólarmegin, en við eldhúsið. Af
hverju? Af því að reynslan sýnir, að
svalir eru aðallega notaðar til ým-
issa þarfaverka, svo sem að þurrka
og viðra og hví þá ekki hafa þær við
eldhúsið? Þar koma þær að mestu
gagni, auk þess sem húsmóðirin get-
ur setið í sólinni, en haft auga með
grautnum um leið og drekki fjöl-
skyldan kaffi á svölunum, cn þarf
ekki að bera það gegnum alla íbúð-
ina. Segja má, að komi fínir gestir,
sem verða að sjá útsýnina fögru, sé
leiðinlegt að fara með þá gegnum
eldhúsið. En hve oft kemur það fyr-
ir? Hve miklu oftar er það fjölskyld-
an sjálf og nánustu vinir, sem koma í
eldhúsið hvort sem er, sem nota sval-
irnar?
ELDHÚS OG ÞVOTTUR.
íslendingar hafa í byggingum sín-
um yfirleitt viljað gera mjög mikið
fvrir húsmóðurina og veitt henni
mikil og fögur eldhús. Þó fylgir oft
sá böggull skammrifi í þeirra rausn,
að eldhúsin verða stór og húsmóðirin
þai-f að hlaupa langar leiðir (þegar
öll hlaup dagsins eru lögð saman)
fram og aftur. Sjálfur vinnuhluti eld-
hússins á að vera lítill, svo að aldrei
þurfi að hlaupa fram og aftur við
vinnuna. Hins vegar má vera rúmgott
um matkrókinn vegna þess, hve mik-
ið hann er notaður og gæta þarf þess,
að þar sé rúm við borðið fyrir hús-
móðurina líka, svo að hún þurfi ekki
alltaf að standa, meðan fjölskvldan
borðar.
Þá kemur að þvottinum, en þar er
um að ræða mestu breytinguna frá
nýju íbúðunum íslenzku. Hér á landi
em yfirleitt þvottahús í kjöllurum
lnisanna, og þarf húsmóðirin, ef fleiri
14 SAMVINNAN