Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 17
3.
Stundum konia dagar þegar ekki
íindar við stein eða sker. Þá er leikur
einn að ganga inn í himininn eftir spegli
hafsins, ef maður nennti að leggja á sig
svo langt ferðalag. Maður merkir ekki
fallaskiptin á öðru en því að fiskurinn
hættir að koma upp. Eldri drenginir
tveir, sem með mér eru á sjónum, eru
allt í einu sofnaðir fram í stafni.
Kannski er fátt fegurra en speglanir
í hafdjúpinu á heiðarbjörtum sumar-
degi. Egghvassar brúnir fjallanna bera
þá við ljósan himinn og rista hyldjúpt
í hafflötinn.
Báturinn líður hljóðlega áfram eins
■og svolítill hvítur skýhnoðri, og dreng-
irnir sofa og ég fæ mig ekki til að vekja
þá; sá yngri hefur lagt arminn vfir
brjóst þess eldra. En allt í einu eru þeir
glaðvaknaðir og sá yngri segir:
— Er kominn nýr dagur?
Sá eldri:
— Ég held það komi engin nótt núna.
Sá vngri:
— Nei, stundum er engin nótt.
Sá eldri:
— Hvernig á að koma nótt þegar
sólin hverfur ekki á bak við neitt fja.ll.
Svolítill mótorbátur rennur fram hjá
okkur. Karlinn í stýrishúsinu veifar til
okkar með frollunni sinni. Trillur og
mótorar eru á víð og dreif út um allan
sjó. Sumum bátunum fylgir mikið
fuglager. Sólin svífur lágt fvrir opnu
hafi. og skerin spegla sig í sóleyjargulu
og grasgrænu vatni.
I nóttleysu hásumarsins hillist ég
kannski allt í einu til að fara einn á
sjóinn. Þá verður mér stundum lítið úr
fiskidrættinum, en yfir mig fellur nær
því ólýsanleg værð og kyrrð, alls ólík
því sem maður á að venjast í hvers-
dagslífinu. Engin áleitin hugsun leitar
á hugann. Mér dettur blátt áfram ekk-
ert í hug, en er fullkomlega sæll með
sjálfum mér. A þessum augnablikum
kemst sálarástand mitt ef til vill næst
því að líkjast hugarástandi þorsksins,
sem lepur strauma, ef maður má þá
gerast svo djarfur að tala um sálræna
eiginleika í sambandi við þá skepnu.
En eitt sinn er ég vakinn heldur
snögglega upp úr þessum unaðssemdum
dýraríkisins. Ég heyri sérkennilegan nið
eða blástur, og er strax vaknaður til
fullrar mannlegrar meðvitundar.
Og hvað sé ég?
Skammt frá mér rís skipsstafn, kol-
svartur og ógnarhár eins og fjall og sker
sjóinn með miklum gný. í fátinu, sem
á mig kemur, virðist mér þessi óskapn-
aður stefna beint á mig. En í því að ég
legg á flótta, brunar þetta hræðilega
ferlíki framhjá með miklum bægsla-
gangi. Það er talsvert bil milli mín og
þess, svo ég er síður en svo í nokkurri
hættu. En er þetta ekki eitt ógurlega
mikið hafskip, einhver Andrea Doria
úthafsins?
SKJALDBREIÐ
Já, þarna stendur þetta nafn stórum
skírum stöfum á skipshliðinni: Skjald-
breið.
Ég hlæ — en ekki lengi. Því hvað er
stórt og hvað er smátt? Fer það ekki
allt eftir ástæðum hverju sinni?
Eitt sinn skellur hann á með svo nið-
dimma þoku að ekki sér út fyrir borð-
stokkinn. Eftir stund hyggst ég keyra
upp undir landið í þeirri von að þar sé
einhver skíma. Við eru staddir drjúgan
spöl út af víkinni, og góða stund held
ég uppi fullri ferð, síðan slæ ég meira
og meira af, af ótta við að mig beri upp
á sker. En hið undarlega skeður að ég
sé ekkert nema biksvartan þokuvegg-
inn framundan. Hver ræður fyrir þessu?
Hvað ætlar þetta eiginlega að verða?
Hefur landinu verið kippt burt alveg
þegjandi og hljóðalaust?
Nú tek ég eftir því að drengirnir eru
orðnir kátlega spurulir á svipinn. Er
það nema von? Ég hef samt ekki orð
á neinu, en rýni sem fastast inn í þoku-
vegginn í leit að Iandinu. Allt í einu
dettur upp úr eldri drengnum:
— Pabbi, þú ert að keyra til hafs.
— Er ég hvað?
— Þú heldur beint til hafs, maður,
segir eldri drengurinn aftur.
— Hættu þessu bjánatali, anza ég,
en sé þó strax á strák að hann veit bet-
ur en ég.
— Líttu við, þá sérðu fjallatoppana
upp úr þokunni, kallar strákur.
Og ég lít við —, og þarna rofar í
tindana upp úr þokuhafinu. Ég sný
bátnum og segi í trúnaðartón við dreng-
ina:
— Þið skuluð ekki hafa orð á þessu
við mömmu. Hún hlær þá svo óskap-
lega að mér. En ég hef tapað öllum átt-
um í þokunni, það gerir lognið.
Drengirnir brosa ...
Síðbúinn sumargestur kemur í vit-
ann. Hann hefur gengið fyrir Gölt, en
kærir sig ekki um að ganga fyrir aftur.
Honum finnst Gölturinn ferlegur í nær-
sýn, og helzt gæti ég trúað því, að hann
óttist, að tröll hendi grjóti í hausinn á
honum, ef hann hættir sér undir fjallið
öðru sinni. Það er heldur ekkert sjálf-
sagðara en að fara sjóleiðina meðan
fært er. Þessi kunningi minn er prýðis
drengur, en innisetumaður, stofumað-
ur, og hefur ekki stigið fæti út í árabát
síðan hann var smástrákur. Honum lízt
vel á sjólagið í dag og hvggur gott til
sjóferðarinnar. Og við erum ekki fyrr
lagðir af stað en hann talar um það með
mörgum fögrum orðum. hversu það sé
afskaplega skemmtilegt að ferðast á
Iitlum báti. Svo sezt hann sem snöggv-
ast undir stýri, og það leynir sér ekki.
að hann þykist talsverður stjórnari og
upplagður sjómaður —, eins og ég, fvrst
eftir að ég eignaðist bát.
En gamanið fer af þegar við komum
út undir Göltinn. Það er bullandi
straumur út úr firðinum og komin suð-
vestan gola. Aldan er allkröpp og sæ-
löðrið drífur yfir bátinn, sem heggur
fast í ölduna og skellur hastarlega
niður í öldudalina.
Kunningi minn situr nú í einum
hrauk á miðþóftunni og rígheldur sér
með báðum höndum. Ég segi:
— Það kyrrir strax og við komum
inn á fjörðinn.
Þögn. Litlu seinna reyni ég að ávarpa
kunningja minn aftur, en það fer á
sömu leið, ég fæ ekkert svar. ILræðslan
hefur heltekið hann svo að liann fær
ekki stunið upp einu orði. Hann nístir
tönnum og skelfingin í augum hans er
svo ofboðsleg, að ég hef aldrei séð
neitt annað eins. Og hann opnar ekki
sinn munn fvrr en við erum komnir
inn á ládeyðu innfjarðarins, en þá segir
hann kampakátur:
— Mikið skratti var spennandi undir
Geltinum.
Ég glotti í laumi. Annars ferst mér
ekki að gorta. Haustdag nokkurn árið
1947, var ég eymdin uppmáluð einn á
báti undir Hornbjargi. Ég var gripinn
þessari sömu hamslausu óttatilfinningu
og kunningi minn undir Geltinum. Ég
var þá nýbakaður útnesjamaður og
þekkti hvorki á sjó eða loft, en var
samt nógu fífldjarfur til að hætta mér
undir bjargið einn á báti.
4.
Daginn styttir óðum. Nóttin er dimm,
— og klettarnir í fjallinu iðulega hregg-
barðir, einkum í morgunsárið.
Nú brimar oft við ströndina þótt
sæmilega kyrrt sé á hafinu. Það má
þó stundum komast út með hreininni,
helzt á hálfföllnum sjó. Og aldrei er
skemmtilegra á sjónum en í svolítilli
golu, sem vekur líflega öldu. Annars er
árabáturinn smærri en smár á úfnu
hausthafinu, þegar allra veðra er von.
(Framh. á bls. 35)
SAMVINNAN 17