Samvinnan - 01.10.1957, Síða 26
Bláa
skikkjan
„Feginn, feginn dvel ég hér í nótt",
sagði Angelo, „en fegnari vildi ég fylgjast
með þér eins og við höfum svo oft fylgzt
að úti í kyrrð og fegurð næturinnar“.
Leonidas brosti aftur. „Leið mín í
nótt, undir stjörnunum, eftir grasi grón-
urn döggvotum fjallastígnum“, sagði
hann, „flytur mig að einu — og aðeins
einu — takmarki. Ég mun hvíla mína
síðustu nótt í faðmi konu minnar“.
„Ég skal segja þér eitt, Angelo: til
þess að maðurinn, fullkomnasta verk
guðs, sem hann hefur blásið anda lífs-
ins í, gæti orðið eitt með höfuðskepn-
unum, gaf hann honum konuna. I örm-
um Lucreziu mun ég innsigla trúnaðar-
heit mitt við höfuðskepnurnar, á brott-
fararnótt minni“.
Leonidas sat grafkyrr um stund án
þess að mæla. — „Lucrezia dvelur í
fárra mílna fjarlægð héðan, hjá góðum
vinum“, sagði hann svo. „Ég hef tryggt
það, gegnum þá, að hún hefur enga
vitneskju fengið um handtöku mína og
dóm. Ég vil ekki stofna vinum mínum
í hættu. Þess vegna fer ég leynilega til
húsa þeirra. Ekki vil ég heldur koma til
hennar sem dæmdur maður með daun
grafarinnar í vitum mér, en fundur okk-
ar skal vera sem hin fyrsta nótt okkar
í faðmi hvors annars og leynd fundarins
skal vera henni sem ungs manns gaman
og elskhugans þrá“.
„Hvaða dagur er í dag?“ spurði Angelo
skyndilega.
„Hvaða dagur?“ endurtók Leonidas.
„Spyr þú mig, sem þessa dagana hef lif-
að í eilífðinni en ekki í tímanum? Fyrir
mig er þessi dagur síðasti dagurinn, en
bíðum við — á morgun er sunnudagur.
Þér og öðrum er þessi dagur laugar-
dagur“.
»Ég er vel kunnugur leiðinni“, hélt
hann áfram hugsandi, eins og hann væri
þegar kominn af stað. „Eftir fjallastíg
nálgazt ég gluggann á herberginu henn-
ar að húsabaki. Ég mun taka upp stein-
völu og kasta í gluggann. Þá mun hún
vakna undrandi, fara að glugganum,
koma auga á mig gegnum vafningsvið-
inn og opna gluggann fyrir mér.“
Hinn þrekni barmur bifaðist og hann
dró andann djúpt.
„Barnið mitt, vinur minn. Þú þekkir
fegurð þessarar konu. Þú hefur dvalið
á heimili okkar og setið við borð okkar.
Þú þekkir líka hve glöð hún er, hve
barnslega rólynd og ótrúlega saklaus.
En það sem þú þekkir ekki — sem
enginn í heiminum þekkir nema ég —
er hinn ótakmarkaði hæfileiki hennar
til að gefa sig alla, líkama og sál. Hve
sá sjór getur brennt! Hún hefur verið
mér öll hin dýrðlegu listaverk veraldar
— öll í einum einasta líkama. í faðmi
hennar á nóttunni hefur kraftur minn
til að skapa listaverk á daginn hlotið
endurnæringu. Og nú, þegar ég tala um
hana við þig, svellur blóðið í æðum
mér eins og risavaxin alda.“ Hann lét
aftur augun. „Þegar ég kem hingað í
fyrramálið mun það vera með lokuð
augu. Þeir munu leiða mig frá hliðinu
hingað inn, og síðar, utan við vegginn,
munu þeir binda fyrir lokuð augu mín.
Ég mun enga þörf hafa fyrir þessi augu
þá. Það mun ekki verða myndin af
hellulögðum fangelsisgarðinum eða
byssuhlaupunum, sem ég skil eftir í
þessum kæru, skæru augum .þegar ég
skil við þau.“
Aftur var hann þögull nokkra stund,
en svo hélt hann áfram í mýkri tón:
„Stundum, þessa viku, hef ég ekki get-
að séð fyrir mér bogalínuna á andliti
hennar frá höku til eyra. Þegar lýsir af
degi í fyrramálið mun ég athuga hana,
svo ég gleymi henni ekki framar.“
Þegar Leonidas opnaði augun á ný
mætti hann augnaráði hins unga manns.
„Horfðu ekki á mig með slíkri þján-
ingu og kvíða,“ sagði hann, „og kenndu
ekki í brjósti um mig. Ég á annað skilið
af þér, og þú hlýtur að skilja, að ég verð
ekki aumkunarverður í nótt. — Sonur
minn, sonur minn! Ég hafði rangt fyrir
Framhaldssaga
eftir danska höfundinn
Isak Dinesen
mér áðan. í fyrramálið, þegar ég kem
til baka, mun ég opna augu mín til þess
að líta enn einu sinni ásjónu þína, sem
hefur verið mér svo kær. Láttu mig sjá
þar frið og gleði, eins og þegar við vor-
um að vinna saman.“
Fangavörðurinn sneri þungum lykl-
inum í skránni og gekk inn í klefann.
Hann tjáði föngunum að klukkuna í
tuminum vantaði fjórðung í sex. Inn-
an fjórðungsstundar yrði annar hvor
þeirra að yfirgefa klefann. Allori svar-
aði, að hann væri viðbúinn, en hikaði
seni snöggvast.
„Þeir handtóku mig á vinnustofunni
og í vinnusloppi mínum,“ sagði hann
við Angelo. „Loftið kann að verða kalt
þegar upp í fjallshlíðina kemur. Viltu
lána mér skikkjuna þína?“
Ungi maðurinn bjóst til að losa
skikkjuna af herðum sér en fálmaði sem
snöggvast við sylgjuna, því hann var
henni óvanur. Allori greip um hönd
hans og hélt henni fastri.
„En hvað þú ert glæsilegur, Angelo,“
sagði hann. ,Þessi skikkja er ný og dýr.
I heimasveit minni gengu brúðgumar í
slíkum skikkjum til brúðkaups síns.“
„Manstu?“ sagði hann svo, er hann
hafði slegið skikkjunni um herðar sér
og var tilbúinn að fara. „Manstu nótt
eina, þegar við villtumst á fjallinu? Allt
í einu féllst þú saman örmagna af þreytu
og kulda og sagðist ekki geta haldið
lengra. Þá tók ég af mér skikkjuna, eins
og þú gerðir núna, og vafði henni um
okkur báða .Við láum alla nóttina hvor
í annars örmum, og í skikkju minni
sofnaðir þú næstum því undir eins, eins
og lítið barn. Þú átt að sofa í nótt.“
Angelo minntist nú þessarar nætur.
Leonidas hafði ætíð verið meiri fjall-
göngumaður en hann og að öllu leyti
meira hreystimenni. Hann mundi eftir
ylnum frá þessum stóra líkama í myrkr-
inu, eins og frá stóru, vingjarnlegu dýri.
Hann minntist þess, að sól var komin á
loft þegar hann vaknaði og að allar
26 SAMVINNflN