Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1957, Page 27

Samvinnan - 01.10.1957, Page 27
fjallshlíðarnar ljómuðu í geisladýrð hennar. Þá hafði hann setzt upp og hrópað: „Faðir, á þessari nóttu hefur þú bjargað lífi mínu.“ Nú leið þung stuna upp frá brjósti unga mannsins en hann mælti ekki orð af munni. „Við kveðjumst ekki í kvöld,“ sagði Leonidas, „en í fyrramálið mun ég gefa þér kveðjukossinn.“ Fangavörðurinn opnaði nú dyrnar og hélt þeim opnum meðan hinn risavaxni, bakbeini öldungur steig yfir þröskuld- inn. Síðan var dyrunum lokað á ný, Ivklinum snúið í skránni, og Angelo var eftir, einn. Fyrstu augnablikin eftir að hurðinni var læst var hann óumræðilega feginn að nú gæti enginn komizt inn til hans. Svo féll hann á gólfið eins og maður sem felldur er af bjargi og skorðaður undir því. I eyrum hans hljómuðu orð meistar- ans og fyrir hugskotssjónum hans stóð mynd hans lýst upp af birtu frá æðri veröld, listarinnar eilífa heimi. Frá þessum heimi, sem meistarinn hafði eitt sinn opnað honum, var honum nú varp- að út í myrkrið. Sá, sem hann hafði svikið, hafði nú yfirgefið hann og hann var algerlega einn. Hann þorði ekki að hugsa um stjörnuþakinn himininn, eða um jörðina eða hafið eða fljótin, eða um marmaralíkneskin sem hann unni. Þó að Leonidas sjálfur hefði viljað bjarga honum á þessari stundu hefði það ekki verið hægt — því það, að vera ótrúr, er að vera afmáður. Orðinu „ótrúr“ var sem kastað að honum úr öllum áttum, eins og stein- um að manni sem verið er að grýta, og liann mætti því aðkasti á hnjánum og með lafandi arma. Þegar aðkastinu loks linnti og eftir þögnina er það þraut komu orðin Jiinn gullni hluti upp í huga hans. Þau ómuðu og bergmáluðu, lág og alvöruþrungin, og hann lyfti hönd- unum og þrýsti lófunum að eyrum sér. Ótrúr, hugsaði hann. Ótnír vegna konu. Hvað er konan? Hún er ekki til jyrr en við slcöpum hana og hún á ekk- ert líf nema það, sem við gefum henni. Hún er aðeins líkami og ekki einu sinni það ef við lítum ekki á likama hennar. Iíún krefst þess að við gefum henni líf og hún heimtar sál okkar sem spegil, er segi henni að hún sé f'ógur. Menn verða að brenna og tortímast til þess að hún megi vita, að hún er f'ógur. Þegar við grátum, grœtur hún líka ,en hún grcet- ur af fögnuði, því að tár okJcar eru henni sönnun þess, að hún sé fögur. Angist okkar verður að halda henni lif- andi hverja stund: undir því er líf henn- ar komið. Ef allt hefði farið að óskum hennar hefði allur sköpunarmáttur minn geng- ið til þess, að skapa hana og halda henni við. Aldrei, aldrei framar, hefði ég sJcapað fagurt listaverk. Og þegar ég hefði grátið vegna vanmáttar míns hefði hún bara sagt: „En þú hefur mig.“ En með honum, með honum, var ég mikill listamaður. Hann var í rauninni ekki að hugsa um Lucrezíu, því að í vitund hans var enginn annar á þessari stundu en fað- irinn, sem hann hafði svikið. Trúði ég því einhvemtíma að ég vœri — að ég yrði — mikill listamaður, sJcap- ari fagurra líkneskja? Ég er enginn listamaður, og ég mun aldrei gefa feg- urðinni búning, því að augu mín eru horfin — sál mín er blind. Smámsaman snerust hugsanir hans frá hinum ómælda tíma til líðandi stundar. Meistarinn myndi vera að ganga eftir fjallastígnum sem bæri hann að húsabaki, hann myndi taka upp stein- völu og kasta í gluggann. Hún myndi kalla lágum rómi til mannsins í purp- urabláu kápunni: „Angelo,“ og hinum ódauðlega meistara myndi skiljast að lærisveinninn sem hann elskaði hafði svikið hann. Angelo varð þess allt í einu áskvnja að hann var óumræðilega þreyttur, þreyttur og sjúkur. Allan daginn og nóttina áður hafði hann verið á ferð, lítið sofið og einkis matar neytt. Hvers vegna hafði hann flýtt sér svona? — „Þú átt að sofa,“ hafði meistarinn sagt, og fyrirskipanir hans höfðu ætíð verið honum lögmál. Angelo staulaðist á fætur, þreifaði sig áfram að fletinu þar sem meistari hans hafði hvílt og sofnaði eftir andartak. Hann dreymdi. Hann sá einu sinni en, og greinilegar en áður, manninn í skikkjunni ganga upp fjallastiginn, staðnæmast beygja sig niður, taka upp steinvölu og kasta henni í gluggann. En í draumnum fylgdi hann manninum lengra, og hann sá konuna í faðmi mannsins — Lucrezíu. Og hann vaknaði. Hann settist upp í fletinu. Ekkert heilagt eða guðdómlegt var til í heim- inum framar — aðeins hin geigvænlega þraut líkamlegrar afbrýðisemi, sem þrengdi andardrátt hans og þaut um hann allan eins og eldur í sinu. Farin var virðing lærisveinsins fyrir meistar- anum, sonurinn gnísti tönnum framan í föðurinn, hið Iiðna var horfið, engin framtíð til. Allar hugsanir unga manns- ins drógust saman í einn brennipunkt — að faðmlögunum þarna í nokkurra mílna fjarlægð. Hann komst að lokum til nokkurs konar sjálfsvitundar og ákvað að sofna ekki aftur. En hann sofnaði samt og hann dreymdi sama drauminn, en nú var draumurinn enn greinilegri en áður og slunginn smáatriðum sem hugur hans afneitaði en aðeins ímyndunarafl hans liafði getað myndað vegna þess að hann hafði ekkert vald yfir því í svefninum. Þegar hann vaknaði á ný eftir þenn- an draum sló út um hann köldum svita. Hann greindi í arninum nokkur glóandi Fangavöröurinn opnaöi dyrnar -og- hélt þeim opnum meðan öldungurinn gehk inn. SAMVINNAN 27

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.