Samvinnan - 01.10.1957, Side 31
stað, snauðastur hinna snauðu, en ljóm-
andi af kærleika til náungans og mann-
kynsins í heild, ljúfur í skilnirigi og
samúð með þeirn, er hann í það og það
skiptið hitti á förnum vegi.
Heimspekingnum varð þegar ljóst,
að maðurinn andspænis honum var
kominn að algerri sturlun og hann tók
hann þegar tali. Til þess að leiða hug
hans frá eigin eymd talaði hann fvrst
um sjálfan sig. hann sagði honum frá
brúðuleikhúsinu sínu og hvernig starf
hans hafði farið forgörðum. Með tárin
í augunum lýsti hann brúðunum sínum,
hverri fyrir sig, eins og þær hefðu verið
lifandi verur, nánir vinir hans og sam-
starfsmenn í listinni. „En nú eru þær
glataðar. Æ, mínar elskuðu,“ andvarp-
aði hann. „Þeim þótti vænt um mig,
þær treystu mér. Og nú liggja þær hér
og þar, þræðirnir fúnir og limir þeirra
sinn í hverri áttinni. Þeim hefur verið
fleygt út af leiksviðinu og kastað á
glæ, því að hönd mín gat ekki lengur
stjórnað þeim.“
Pizutti sat þögull um stund en hóf
sðan mál sitt á hugleiðingum um eilífð-
ina, eins og í áframhaldi af frásögn
sinni um fallvaltleik lífsins. „En örlög
brúðanna eru ekkert sorgarefni,“ sagði
hann. „í Paradís mun ég hitta þær aft-
ur og safna þeim í faðm minn, og þar
verða mér gefnir heilir fingur á báðar
hendur.“
Það var ekki fyrr en komið var fram-
vfir miðnætti að hann sveigði talið að
Angelo sjálfum og kringumstæðum
hans, fikaði sig hægt áfram þar til hann
hafði alla málavöxtu á hinum sjö heilu
fingrum sér.
Næstu nótt sátu þeir aftur saman á
kránni og Angelo sagði honum sögu
sína alla og fann að hann hefði engum
í heiminum getað sagt hana öðrum en
þessum örkumla flakkara. Ásýnd gamla
mannsins ljómaði af háleitri birtu.
„Þetta er ekkert sorgarefni,“ sagði
hann. „Það er gott að vera mikill synd-
ari. Eða ættum við mennirnir að ætla,
að Eiristur hafi dáið á krossinum fyrir
smáskreytni okkar og skírlífisbrot?"
Pizutti stóð á fætur, gekk þegjandi
út úr herberginu og kom ekki aftur. Og
sem þögnin umhverfis Angelo þéttist og
varð smámsaman örlagakennd, varð
hinum útskúfaða manni ljóst, að hann
þyrfti ekki lengur að streitast við að
halda sér við ákvörðun sína, því að
hann mvndi aldrei framar geta sofnað,
þótt hann vildi.
Dagar og nætur liðu og hann hélt
áfram að ráfa einmana innan um
mannfjöldann eins og metnaðargjarn
verðandi meinlætamaður með hæru-
sekk við hörund sér. Hann flutti híbýli
sín og settist að í lítilli súðarkompu í
hinum enda borgarinnar, til þess að
eiga ekki á hættu að hitta fyrri vini
sína. I fyrstu var hann undrandi yfir
því að honum fundust hinar svefnlausu
nætur ekki langar — honum fannst
aðeins eins og tíminn hefði verið þurrk-
aður út: nóttin kom, síðan dagurinn. en
hvorugt hafði nokkra merkingu fyrir
hann.
En óvænt gerði líkami hans uppreisn
gegn huga hans og vilja og sú stund
rann upp að stolt hans hvarf og hann
hrópaði í angist til hinna miklu mátt-
arvalda sem stjórna tilverunni: Fyrir-
Utið mig, varpið mér burtu jrá augliti
yðar ,en leyjið mér að vera eins og aðr-
ir menn — leyjið mér að soja.
Hann keypti sér ópíum, en það stoð-
aði ekki, og síðan sterkari devfilyf, en
það ruglaði aðeins skynjun hans í tima
og rúmi, svo að atvik og hlutir, sem
fjarri voru, virtust honum nálægir, en
hlutir sem hann vissi að voru rétt fyrir
augum hans, svo sem hans eigin hend-
ur og fætur og steinþrepin í stiganum,
er hann gekk um, virtust honum í óra-
fjarlægð. Hann lagði því niður notkun
allra hjálparmeðala.
Hugsun hans var um þessar mundir
orðin mjög sljó. Dag einn sá hann Luc-
reziu á götu, því að hún var komin aftur
til borgarinnar og bjó hjá móður sinni.
En það var ekki fyrr en um nóttina
þegar klukkan í kirkjuturninum sló
tólf, að hann gerði sér grein fyrir því og
sagði við sjálfan sig: Ég sá konu á göt-
unni i dag. Það var Lucrezia. Einu
sinni átti ég að koma til hennar en ég
jór aldrei.
Hann sat lengi og velti þessari hugs-
un fyrir sér og loks brosti hann eins og
gamall maður brosir að endurminningu
frá löngu liðinni tíð.
Einn morgun datt honum í hug Marí-
anna, gamla konan sem átti krána þar
sem hann hafði hitt Pizutti. Hún var
vitur kona og hann vissi að hiin hafði
gefið mörgum holl ráð, — hún myndi
ef til vill geta hjálpað honum. En al-
vöruleysi þeirra, sem til þessa höfðu
reynt að tala um fyrir honum, hafði
fælt hann frá því að leita ráða til nokk-
urs manns og hann leitaði lengi að ein-
hverri afsökun fyrir því að fara á fund
Maríönnu. Loks rámaði hann í það, að
hann hefði átt bláa skikkju með brún-
um útsaum, en skilið hana við sig ein-
hvers staðar og hann liélt rakleitt til
ðíaríönnu í þeirri sannfæringu að hann
hefði glejnnt skikkjunni sinni þar.
Maríanna gamla horfði á hann
drykklanga stund. „Ja, ja, Angelo
Santasilla. þú ert meiri afturgangan og
langt er nú síðan þú hefur látið sjá þig
hér. En við kristnir menn eigum ekki
að vera langræknir og ég fyrirgef þér
og hvað get ég nú gert fyrir þig?“
Angelo leiddi talið að vandræðum
sínum. „Já, já, ég kann ráð við því“,
sagði gamla konan. „Og hlustaðu nú
vandlega á það sem ég segi og gerðu
svo nákvæmlega eins og ég mæli fyrir.
Farðu inn í breiðustu götu borgarinnar,
gakktu eftir henni þar til þú kemur að
götu sem er ekki eins breið, síðan úr
henni í þrengri götu og úr henni í enn
þrengri götu, og haltu þannig áfram.
Og ef þú finnur einhver göng úr
þrengstu götunni, sem eru ennþá
þrengri en gatan sjálf, skaltu fara inn
í þau og ganga þau á enda, draga svo
andann léttilega — einu sinni, tvisvar
— þá verður þú sofnaður."
Angelo þakkaði Maríönnu ráðlegg-
ingu hennar og hafði hana yfir fyrir
sjálfum sér þar til hún var sokkin ofan
í hugardjúp hans, og þetta sama kvöld
ákvað hann að fara nákvæmlega eftir
því, sem Maríanna hafði fyrir hann lagt.
Húsið sem Angelo bjó í stóð við
þrönga götu og þaðan var langur vegur
að breiðasta og bezt lýsta torgi borg-
arinnar. Langt var síðan hann hafði
komið í þennan borgarhluta og hann
undraðist mannfjöldann, sem þar var á
ferð, hann var búinn að gleyma að
svona margt fólk væri til í heiminum.
Allir gengu hraðar en hann og allir virt-
ust eiga sér ákveðið takmark, og jafn-
margir vera á ferð í hvora átt.
Angelo spurði sjálfan sig hvaða nauð-
syn það væri sem knúði vesturbæjar-
búa austur fyrir torg og austurbæjar-
búa vestur yfir. Honum fannst það
SflMVINNAN 31