Samvinnan - 01.10.1957, Page 39
Ólafur á Hellulandi:
Minnst merkrar bókar
Einar Benediktsson — Ljóð hans og líf
Eftir Jónas Jónsson
Ég var um daginn að lesa bók Jón-
asar Jónssonar um Einar Benedikts-
son. Þá fann ég, að ég hafði alls ekki
eignazt E. B. eða þekkt hann eins og
þekkja ber skáld, þó að ég kynni graut
í allmörgum kvæðum hans. Ég hefi
aldrei lesið betri bók um slíkt efni,
um uppvöxt og þroska, líf, starf og
skáldskap mikilmennis, í svo fáum og
ljósum orðum, að unun er að lesa og
nema. Og þó öllu gerð svo góð skil, að
manni finnst hvergi á skorta. Það má
með réttu segja um J. J. eins og Espó-
lín sagði um sjálfan sig: „Enginn get-
ur verið stuttorðari en ég.“
Hér er í raun og veru brugðið á
sama hátt og Snorri viðhefur: ætt,
persónusögur forystu- og afburða-
manna, sem eru hinir virkilegu gjör-
endur í viðburðarás síns tíma, hvort
sem um er að ræða stóra vinninga,
stjórnmál, vísindi eða skáldskap. —
I formála fyrir íslandssögu sinni
1830—1874 minnist J. J. á tækni ís-
lenzkrar sagnritunar.
„Fyrst vinnubrögð þeirra manna,
sem eru bæði vísindamenn og lista-
menn. Þeir samræma heimildakönn-
un og mikla rithöfundasnilld.
I öðru lagi fræðimenn, sem safna og
gefa út t. d. Fomritasöfn, Lagasöfn og
bækur í mörgum bindum um einstaka
menn.
I þriðja lagi þegar rithöfundar taka
dauðar heimildir og gera þær að lif-
andi persónusögu.“
„I fyrstu röð er Snorri Sturluson.
Hjá honum gætir sívakandi áhuga
fyrir heimildum þeim, sem hann afl-
ar sér og notar í undirstöður sagnrita
sinna, en jafnframt er ritsnilld hans
og stílgáfa svo fullkomin, að rit hans
eru ný og fersk fyrir hverja kynslóð,
sem skilur íslenzka tungu.“
þakkar móður sinni dýrustu gjöfina,
Jónas Jónsson fylgir síðasta liðnum
og hefur tekizt að gera lifandi sögu-
brot um Jón Sigurðsson og samtíðar-
menn hans og síðan j'narlega bók um
Einar Benediktsson. Eins og sýning
á tjaldi sjáum við mennina hreyfast
og starfa frá æksu til æviloka og
skynjum um leið áhrif þeirra á sam-
tíð og framtíð. — Víst eru útgáfur
heimilda nauðsynlegar, en þó þarf
fleira með. Hingað til hefur of mikið
af sögubókum þjóðarinnar verið eins
og St. G. St. kvað:
„Þá lærdómur bókfræðslu bleikur
þá blóðlausi heiðarlegleikur.“
Ég leyfi mér að koma hér með fá-
einar smágreinar úr bókinni, en „Hvar
skal byrja, nær skal hætta?“ Öll bók-
in er einn dásamlegur fróðleiks- og
ánægjulestur:
.... „Benedikt faðir Einars tók við
yfirdómaraembættinu í Reykjavík 33
ára gamall, þá nýkominn frá prófi.
Um sama leyti giftist hann Katrínu
Einarsdóttur frá Reynistað. Hún var
tæpra 18 ára að aldri. Katrín var fríð
kona, raddfögur, skarpgáfuð, skáld-
mælt, en skaphörð og kaldlynd þegar
því var að skipta. Komu að mörgu
leyti fram í skapgerð hennar einkenni
margra móðurfrænda (Vídalínamir).
. . . . Hún var alin upp í miklu eftir-
læti við mikinn auð og aðdáun. Hún
var gædd mörgum þeim kostum, sem
ungum konum þykja dýrmætastir.
Hún minnti á skrautjurt, sem náð hef-
ur miklum þroska og litskrúði á
skömmum tíma í gróðurhúsi, en er
skyndilega sett út á bersvæði, í veður-
lag, þar sem skiptist á heitir vordag-
ar, ofviðri og frostanætur.
.... Móður sinni unni Einar mest
allra kvenna. Um hana orti hann eitt
af sínum fegurstu kvæðum . . . Hann
sem hann hafði þegið um ævina, sjálfa
skáldgáfuna og valdið yfir töfrum
tungunnar . . .
. . . Þú áttir hjarta míns loga
og þitt var mitt Ijóð og hvert gingrip.
Þú gafst mér þinn streng og þinn boga.
.... Móðirin og móðurmálið eru ó-
aðskiljanleg í endurminningunni:
Þú last þetta mál með unað og yl
ygndan af stofnunum hörðu.
Eg skildi, að orð eru á Islandi til
um allt sem er hugsað á jörðu.
Móðir skáldsins var skáld:
Þú elskaðir stökunnar máttuga mál,
myndsmið vors þjóðaranda.
.... Enginn sonur ann móður sinni
fjmir það eitt að gefa streng og boga:
En bæri eg heim mín brot og minn
harm,
þú brostir af djúpum sefa.
Þú vógst upp björg á þinn veika arm,
þú vissir ei hik eða efa.
í alheim eg þekkti einn einasta barm,
sem allt kunni að fyrirgefa.
.... Það er almenn trú bæði á ís-
landi og hjá erlendum mönnum, sem
til þekkja hér á landi, að íslenzkar
konur séu meiri fyrir sér um kjark og
skapgerð en karlmenn. Þessi skoðun
er mjög ítarlega rökstudd með dæm-
um úr fornbókmenntum þjóðarinnar.
Einar Benediktsson virðist gera ráð
fyrir, að þetta sé staðreynd. Hann
fjölyrðir að vísu aldrei um yfirburði
kvenna beinlínis, en í skáldskap hans
eru konur undantekningarlaust gædd-
ar mikilli skapfestu. Hann yrkir um
konur á sama hátt og um landið, hann
sér hina miklu kosti, en lætur aðra um
að finna kalbletti og auðnir í ættland-
inu og sál konunnar:
.. .. Þessi kona kann að unna,
kann að vera ambátt, drottning.
En eg finn með ótta og lotning,
einnig hatrið mundi hún kunna.
E. B. dáir hér — á unga aldri —
það sem hann kallar hina íslenzku
skapgerð. — Það er lund Guðrúnar
Ósvífursdóttur, Katrínar móður hans
og óteljandi annara minna þekktra
kvenna, þar sem heitar tilfinningar,
bæði ástar og haturs, eru faldar und-
ir djörfu, köldu en fáguðu yfirbragði.
Einar Benediktsson stofnaði og tók
þátt í mörgum hlutafélögum um dag-
ana. Hann átti sjálfur megin þátt í að
afla þeim fjár. Hann var ótrúlega
SAMVINNAN 39