Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1961, Side 7

Samvinnan - 01.11.1961, Side 7
M/s Gullfoss liggur hér vi3 bryggju í Palermo. HiS fagra fjall, Pellegrino, gnæfir yfir bænum. í lok sextándu aldar, fremur en á öndverðri seytjándu öld, var sá siður upp tekinn að flytja lík í katakombur hettu- munkanna. Fyrsti maðurinn, sem þar var lagður til hinztu hvíldar, var prestvígður. Einhver náungi, sem gengið hefur um grafhýsin, féll í þá freistni að verða helzt til handtakasamur: stal spjald- inu, sem nafn og dánardægur prestsins var skráð á. Það er reyndar alrangt að komast þannig að orði, að þeir dauðu hafi verið fluttir hing- að til hinztu hvíldar. Nær sanni er, að þeir hafi átt að eiga hér stundardvöl. Frá sjón- arhóli sporgöngumannanna var þetta örugg lausn á veiga- miklu velferðarmáli. í Ijósi þeirrar staðreyndar ætti að skoða þennan dánarheim. — — f heilagri ritningu eru mörg fyrirheit. Spakmæli og dæmisögur. Spádómsorð meist- arans voru túlkuð í bókstaf- legri merkingu innan ýmissa kirk'udeilda kristinna safnaða. Varð ekki sízt eftirminnilegt það, sem snerti þau stórmerki, er gerast áttu á dómsdegi: „Þá mun teikn mannsins sonar birtast á himni og allar þjóðir munu óttast, nær þær sjá hann kom- andi í skýjum himins með veldi og vegsemd mikilli. Þá mun hann senda engla sína með hvellum lúðri, til að samansafna hans út- völdum úr öllum áttum, frá einu heimskauti til annars “ Ef akurreinin er lúð og að henni hlúð, bregst sjaldan upp- skeran. Og þeir, sem af alúð búa sig undir endurkomu mannsins sonar, hljóta dýrð- leg laun. Þeir finna að vísu oft til smæðar sinnar, þegar sorg- in kremur hjörtu þeirra niðri í duftinu. En þeir beygja sig í auðmiúkri lotningu fyrir handleiðslu guðdómsins Og begar allt leikur í lyndi, mega þeir ekki fyllast hofmóði og sjálfshyggiu. Auðmýktin er þeirra lífsblóm. Þeir kr’úpa við grátur í helgidómum og þylja á ólik um tungumálum samhl.ióða játningar, utanaðlærðar. Þeir þylja í skriftastólum — og á einverustundum: Ég trúi á — samfélag heilagra! Ég trúi á — upprisu holdsins! Ég trúi á — eilíft líf! — í játningunum var þó eitt atriði, sem valdið hefur ærn- um heilabrotum, byrlað eitri úr bikar efans inn í sálirnar, orðið ýmsum sönnum bók- stafsdýrkendum áhyggjuefni: Þegar lúðurinn gellur á hin- um stóra degi dóms og reikn- ingsskila, verður sá framliðni að bregðast vel við kallinu. Á því veltur velgengni hans ann- ars heims. En upprisa holdsins getur orðið bundin vandkvæðum — sumir síðbúnir til að mæta meistara sínum. Þar til legið gildar ástæður, sem ekki verð- ur lokað augum fyrir. Hvernig fer, ef beinin hafa dreifst á glæ og orðið fall- valtleikanum að bráð? Það var ekki nein fjarstæða, að reikna með því, að svo gæti farið. Þess voru dæmi degin- um Ijósari — enda fátt, sem fulltreysta má. Andaður lík- ami er lagður í vígða mold. En náttúruhamfarir bylta um jarðveginum og kirkjugarðar geta legið undir áföllum. Oft var grafarró rofin í hugsunar- leysi og ræktarleysi við gengn- ar kynslóðir. Aldarháttur breyt- ist og spillist í veröld, sem eftir ritningunum er ofurseld syndinni og stefnir að heljar- þröm. Ef réttlátir finna ekki beinin sín, þegar þeir bregða blundi við básúnublásturinn, standa þeir varla uppréttir, er til dóma skal ganga. Og þar með dæmdir úr leik. Það er kvíðinn fyrir þessum ósköpum, sem er uppistaða íslenzku þjóðsögunnar um kon- una, sem leitaði hauskúpunn- ar sinnar. Verður þá skiljan- legt, að henni er nokkuð niðri fyrir, mæðist af göngunni og tapar gleðinni. Þjóðsagan er þarna trú- verðug. Samskonar kvíði, sama um- hyggja fyrir beinunum, bjó í huga fólksins suður á Sikiley. En þar var reynt að sjá fram úr vandanum og brjóta málið til mergjar. Og þá varð til: „Catacombe dei Cappuccini," grafhýsin undir klaustrinu, sem áður er nefnt, utan við borgina Palermo. Tímans tönn vinnur smám saman á hinum jarðnesku lelfum, sér- staklega þó tennur músanna, sem þarna eiga heima. Nokkur hluti af þessum undirheimavölundarhúsum var einu sinni lítið musteri, reist af mönnum frá Normandí á Frakklandi, tileinkað friðar- gyðjunni. Kynslóðir koma og fara og ný viðhorf mótast. í sögu Sik- ileyjar sjást þess mýmörg dæmi. Þar var oft veðrasamt — eyjan varð löngum fyrir barðinu á upprásarherjum, sem bar að úr ýmsum áttum. Jafnvel norrænir menn, kall- aðir Væringjar í sögunum, lögðu leiðir sínar um þessar suðlægu slóðir — íslendinga er þráfaldlega getið í þeim ýíkingasveitum. Haraldur konungur harðráði kvað: „Sneið fyrir Sikiley víða súð. Vorum þá prúðir, brýnt skreið, vel til vanar, vængjahjörtur und drengjum." Kann vel að vera að sigling þeirra hafi verið glæst — en ekki var prúðmennskan alltaf með í förum, þar sem Vær- ingjar fóru, enda óx frægð þeirra af bellibrögðum, rán- skap og manndrápum. í Heimskringlu segir svo: „En er Haraldur kom til Sikileyjar, þá herjaði hann þar og lagði þar með liði sínu til einnar borgar mik- illar og fjölmennrar. Sett- ist hann um borgina, því að þar voru sterkir vegg- ir, svo að honum þótti ó- sýnt að brjóta mundi mega. Borgarmenn höfðu vist gnóga og önnur föng, þau Frh. á bls. 11 SAMVINNAN 7

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.