Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1961, Síða 12

Samvinnan - 01.11.1961, Síða 12
að heimta sterkara kynið inn í englahjörðina. Síðar breytt- ist þetta. Ef til vill hefur ein- hver minnst hinna eldfornu orða skaparans: „Eigi er það gott, að maðurinn sé einsam- all.“ Áður en lauk höfðu konurn- ar eignast þarna 3000 fulltrúa. Þau lík, sem áttu að varð- veitast í grafhvelfingunum, voru krufin, innýflin fjarlægð og kviðarholið fyllt af stráum. Var þar ekki óskyldu saman blandað, því að „allt hold er hey.“ Þegar þessar aðgerðir voru um garð gengnar, voru líkin kistulögð og flutt í afvikna kima í grafhýsunum. Þar voru kisturnar lagðar í þurra og sendna mold. Heitt loft lék um þessar þrær. Og í jarðveginum þarna eru þau efni, að líkin rotnuðu og gegnþorrnuðu á ó- trúlega skömmum tíma. Eftir eitt ár eða svo voru kisturnar færðar fram í kata- komburnar. Þá hófst loka- þáttur grafsetningarinnar. Til bess að hhóta samastað í grafhýsunum, varð að inna af höndum leggjöld, misjafn- lega há eftir efnum og ástæð- um. Voru greiddar 400 lírur fyrir stæði en 800 lírur fyrir kistur — útreiknað af hag- fræðilegri nákvæmni að kistu- lagt lík þarf rýmra húsnæði. Þeir, sem hlutu stæði. voru teknir upp úr kistunum. Blasti þá við dökkur bjór, skininn og skorpinn. f gömlu íslenzku kvæði seg- ir: „Skinn mun beirra þanið um bein þunnt og svart að líta.“ Skáldið yrkir um ..ósóma vinnufólks". sem hleypur úr vist í góðum á.rum en fellur svo úr hor. ef ábiátar í árferði. — Þannig geta andstæður mannfélagslegra viðfangsefna stundum skipað samstæður í raunveruleikanum. Þegar beir dauðu höfðu verið dregnir fram í grafbvelf- ingarnar. voru beir færðir í föt. t.iaidað bví bezta af skialdhafnarfb'knnum. Síðan var heim hoiað niður á sinni útrnaeidu skák og hagrætt í vm’skonar stpilingq.r ■— stnnd- um samkvæmt siðust.u ósk. eða þá eftir smekk ættingianna. Vissa daga á ári voru graf- hýsin opin fyrir almenning. Var þar þá jafnan fjölmenni. Margir litu inn til að horfa á vini og venzlamenn. Minning- arnar kölluðu. Stjórnarvöld og almenning- ur á Sikiley leit lengi hornaug- um til líkgeymslunnar undir hettumunkaklaustrinu. Þótti sú siðvenja öll orka tvímælis — bæði frá heilbrigðislegu og menningarlegu sjónarmiði. Það var þó ekki fyrr en um 1880 að þessi starfsemi var bönnuð með lögum. Og orð lög- gjafar voru lögmál, sem eigi urðu sniðgengin. En grafhýsin eru fágætar fornminjar. í fljótu bragði virðast þær fjarska fáfengi- legar. Þegar betur er að gáð, voru þær aðeins tilraun í vissu öryggisskyni — líkt og nútíma- maðurinn kaupir sér ferða- tryggingu. Bókstafurinn blind- ar, og maðurinn er alltaf barn síns tíma. — Þegar litið er þarna inn blasa við kistur. Þeim er rað- að hlið við hlið á gólfinu. Kistu staflað á kistu — rétt eins og kassavarningi í vöru- geymslu.Á lokunum eru gægju- gluggar, svo að sjá megi þá, sem þar liggja. Á málmskildi eru grópuð nöfn þeirra og dán- ardægur. Þessir dökku kassar minna á kistilkorn, merktan fangamarki síns eiganda, sem flytur í nýja vist á kross- messudaginn. Inni í veggjum eru rekkjur hver upp af annarri. Þar hvíla menn í hverju rúmi, hallast á bak eða hlið, klæddir inni- sloppum og með nátthúfur á höfði. Við veggina stendur viða fjöldi fólks. Nafnspjald á br;óstinu, hangandi í bandi, sem brugðið er um hálsinn. Þröng á þingi. Sumir drúpa höfði, eins og þeir horfi í gaupnir í þögulli bæn. Eða eru þeir að hlusta eftir kall- inu? Aðrir eru hnarreistir, bera ekki utan á sér auðmýkt- ina, hvorki fyrir guði né mönn- um — hafa víst aldrei efast um eigin verðleika. Margir góna tómlátlega út í loftið. En ásjónum er lika snúið sam- an — rétt eins og verið sé í hrókasamræðum við síðu- nautana. Þarna er háleitur náungi, hvass á brúnir og ferlega nefiaður. Kiálkaskeggið er í sneolum, ótótlesmm. Hann er nefndur „lögfræðingurinn“. Eigi var hann þó við bau fræði kenndur i borgaralegu lífi. En fas hans er eins og hann sé að sækja í sig veðrið að taka til máls og halda maraþonræðu. Lögfræðingar eru um allar jarðir annálaðir málrófsmenn. Þarna eru tvö lítil böm — systkini. Einn góðan veðurdag voru þau að leik, glöð og grandalaus. Þau tylla sér við bæjarvegginn til að blása mæðinni og finna upp nýjar leikfléttur. En húsveggurinn hrynur — og börnin mörðust til bana. Það má greina á- verka á löskuðum hauskúpun- um, svarta bletti, þar sem blóðmarið seytlaði út í hör- undið. Ógiftar konur bera ennis- spangir, málmkórónu, tákn- mynd hreinleikans. Ævaforn siður, sem víða er getið í sög- um og danskvæðum. Sjálfsagt hefur þessi ennisspöng svikið áþreifanlega eins og hárauðu böndin, sem Breiðfjörð gamli gat um í Grænlandsvísunum. Það fóru ekki allar stúlkur að dæmi Ebbadætra: Þegar ívars- synir höfðu „fellt höfuðgull“ þeirra, læstu þær djásnið „í kistuna niður“ og „földuðu lín“. Og þarna — og þarna-------- þúsundir manna, sem bíða eftir uppfyllingu fyrirheitanna. Lít- ið er eftir af þokkanum, því að „horfinn er fagur farfi.“ En þó að ótrúlegt kunni að virðast, hefur hver einstakl- ingur haldið einhverju af per- sónuleika sínum. Og skipulagningin í þessum dauðareit er eins og þver- skurður úr þjóðfélagi. Þar rekst margt á annars horn. Orð og gerðir í hrópandi ó- samræmi. Vökul augu hafa vakað yfir því, að draga þá dauðu í dilka, svo sem „hæfði stétt þeirra og standi.“ En sé íburður borinn á beinagrind verður hún afkáraleg. Tildrið er iafnvel aldrei hé- gómlegra en meðal þeirra, sem hlutu sætan deyð í trúnni á endurkomu meistarans. Bak- við bau trúarbrögð ætti sérgóð sjálfshyegja aldrei að skjóta upp kollinum. — Frá örófi alda hefur fram- haldslífið eftir dauðann verið mannkyninu ráðgáta. Öll rök þóttu hníga að því, að erfitt yrði að briótast þar í gegn. Það mætti ef til vill helzt líkja bví við tæknileg afrek nútíma- mannsins. sem glímir við það viðfanesefni að komast til fjarlægra himintungla. Sú var trú Forn-Egypta, að líkaminn mætti hvorki rotna né verða fyrir hnjaski ef von ætti að verða um framhald lífs eftir dauðann. Þess vegna létu egypzkir faraóar smyrja lík sín og sinna og fela þau í pýramídum. í skjóli auðs og valds neyttu þeir skefja- lausra sérréttinda — sem náðu út yfir gröf og dauða. Til slíkra sýndarmanna náði ekki íslenzka stakan: „Auðs þótt beinan akir veg ævin treinist meðan, þú flytur á einum eins og ég allra seinast héðan.“ Má vera að gangan gegn- um dauðamúrinn sé þeim sízt sigurvænlegri en nafnlausum fjöldanum, sem þeir fórnuðu við að reisa pýramídana. Valdsmanninum verður að lokum erfitt að rísa undir þeim björgum, sem múgurinn örmagnast við að hefja. Síðan á dögum faraóanna hef- ur kunnáttu eigi skort til að smyrja lík — en það væri dýrt og ekki á færi almennings að kljúfa þann kostnað. Hér í grafhvelfingunum við Palermo eru tveir smyrlingar, geymdir í dálitlum kima. Þar er vistlegt og ljósin skjanna- björt. — Fyrir 100 árum gekk Gari- baldi frelsishetja ítalíu á land á Sikiley. Honum fylgdu fáir en djarfir menn, sem hvorki bliknuðu né blánuðu, þó að lagt væri til atlögu við ofur- efli liðs. Eyjuna unnu þeir, steyptu af stólum stjórnend- um, sem þar voru fyrir, og komu á nýrri skipan mála. Þar sem slík átök fara fram, logar jörðin undir fótum, ekki sízt, ef blóðhefndin hvílir sem skyldukvöð á ættbálkinum. Og sá, sem tekið hefur þátt í stjórnarbyltingu, getur búist við því, að rýtingur felist í ermi launmorðingja. Fáum árum seinna var einn af herforingjum Garibalda myrtur suður á Sikiley. Þar sem hann hafði goldið stiórn- málaskoðana sinna, vildu sam- herjar hans og vopnabræður halda nafni hans og minningu á lofti svo að bert væri, að þar hefði ekkert dusilmenni farið fyrir ætternisstapann. Létu þeir smyrja líkið. Herforinginn var síðan lagð- ur í opna kistu — klæddur ein- kennisbúningi, búinn tignar- merkjum. Og þarna hvílir hann í full- um skrúða, eins og hann hefði hallað sér aftur á bak og horf- ið snöggvast minni frá arga- þrasi þjóðarmálanna. Dökkt snyrtilegt skegg, þunnt arnar- Frh. á bls. 25 12 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.