Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1961, Qupperneq 17

Samvinnan - 01.11.1961, Qupperneq 17
frá því, að Bára hefði næstum verið hætt við að senda bréfið með svörun- um við getrauninni. Hefði hann séð það uppi á hillu í eldhúsinu og spurt hana hvers vegna bréf til Samvinnunnar væri þar. Sagði hún honum efni bréfsins, en jafnframt það, að hún væri raunar á báðum áttum. Hún myndi hvort eð væri áreiðanlega ekki fá nein verðlaun nú fremur en endranær. Bjarki hvatti hana samt til að senda bréfið og árangurinn varð sem sagt þessi. — Ég var nú farin að halda að ég fengi ekki verðlaunin, sagði Fríða G. Beck, þegar henni voru tilkynnt úrslitin. — Áttirðu von á verðlaunum? Þig hef- ur ef til vill dreymt fyrir þessu? — Ekki segi ég það, en ég átti von á þessu samt. — Já, auðvitað eiga allir jafnan mögu- leika, en þú vilt meina að þú hafir ver- ið viss um að fá verðlaunin? — Já, eiginlega. — Hvernig má það vera? — Það er nú svona með ýmsa hluti. — Þú lætur næstum að því liggja að þú sért göldrótt. — Göldrótt og ekki göldrótt, en ég ætl- aði að fá vinning, kannski ekki endilega sjóferðina. — Ertu óánægð með hana? — Nei, síður en svo. f rauninni er hún bezti vinningurinn. Manni veitir svei mér ekki af að litast örlítið um í heiminum og taka sér hvíld frá öllu amstrinu. — Þú ert þá ákveðin í að fara? — Já, einhvemtíma í marz—apríl, gæti ég trúað, áður en sauðburður hefst. Ég vona bara að ég fái eiginmanninn með. — Þótti þér getraunin erfið? — Nei, en hún var góð, alveg ágæt. Þetta var skemmtileg nýbreytni, sem vonandi verður haldið áfram með. Og blessuð samvinnuskipin ættu allir að þekkja. Þess vegna var einmitt ágætt að Kristján Kröyer og kona hans Malen Gunnarsdóttlr me3 börnin á milli sín. Þau heita Elín (næst Kristjáni), Sigrún og Guðlaug. — Myndina tók Kristián Ólafsson. A U N I N i kynna þau með þessum hætti. Einmitt alveg ágætt. Heyrðu, villtu ekki senda mér seðilinn með svörunum. — Það er sjálfsagt. — Ég ætla að eiga seðilinn til minja, hann er vel þess virði. Og Fríða fékk seðilinn sendan aftur heim til Kollaleiru. f bréfinu var einnig farseðill fyrir þau hjón, farseðill, sem síðar mun veita þeim tækifæri til að sigla í 30 daga á ókunnum slóðum. Blað- ið óskar þeim góðrar ferðar og góðrar heimkcmu. Jafnframt óskar það þeim hinum vinningshöfunum til hamingju og vonast til að þeim komi hlutirnir að góðu gagni. — Að lokum þakkar það öll- um sem tóku þátt í keppninni og sendir þeim sínar beztu kveðjur. Ö. H. SAMVINNAN 17 Hjónin Fríða og Hans Richard Beck vi'rSa fyrir ser getraunaseðilinn, sem færði þeim far- seðilinn. Þau hjón eiga 5 börn, Þuríði 24 ára, Ingu 23 ára, Kristinn 17 ára, Má 11 ára og Þorbjörgu 7 ára. Bára Elíasdóttir opnar Singersaumavélina. Börn hennar, Elís Björn 6 ára og Friðrika Þór- unn 2 ára, horfa á. Önnur börn Báru eru Jórunn 17 ára, Vignir 14 ára og Þorsteinn 12 ára.

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.