Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1961, Side 20

Samvinnan - 01.11.1961, Side 20
1936 voru félagsmenn um 180. Nú eru þeir um 330. í hreppunum fjórum á félagssvæSinu, milli Öxar- fjarðarheiðar og Sandvíkurheiðar, voru samkvæmt manntali 1959 935 skráðir, heimilisfastir íbúar, 229 í Svalbarðshreppi, 107 í Sauðanes- hreppi, 418 í Þórshafnarhreppi og 181 í Skeggjastaðahreppi. Rúml. þriðji hver íbúi er því félagi í K. L. Auk Eggerts í Laxárdal eru nú í félagsstjórn: Aðalbjörn Arngrímsson flugafgreiðslumaður á Þórshöfn, Ein- ar Hjartarson bóndi í Saurbæ, Sig- urður Jónsson hreppstjóri á Efra- Lóni og Vilhjálmur Guðmundsson hreppstjóri á Syðra-Lóni. — Auk fyrrnefndra hafa átt sæti í félags- stjórn undanfarna 3—4 áratugi: Hólmgeir Vilhjálmsson fyrrv. bóndi í Heiði (nú á Raufarhöfn), Þoriákur Stefánsson bóndi á Svalbarði (sem var í stjórn í 18 ár), Halldór Bene- diktsson og Guðmundur Björnsson bændur á Hallgilsstöðum (nú báðir látnir), Vilhjálmur Sigtryggsson út- gerðarmaður, Þórshöfn, Þórður Oddsson héraðslæknir s. st. og Þórð- ur Hjartarson kennari s. st. — End- urskoðendur síðan um 1930 hafa verið: Guðmundur Vilhjálmsson á Syðra-Lóni, Kristján Þórarinsson í Holti, Halldór Benediktsson Hall- gilsstöðum, Jón Guðmundsson í Garði, og sr. Hólmgrímur Jósefsson á Skeggjastöðum (nú allir látnir), auk núverandi endurskoðenda, Jóhann- esar Árnasonar á Gunnarsstöðum og Þórarins Kristjánssonar bónda í Holti. Kaupfélagsstjórar síðan um 1930 hafa verið þessir: Karl Hjálmarsson 1931—48, Sigfús Jónsson 1948—54 og Jóhann Jónsson 1955—61, auk nú- verandi kaupfélagsstjóra, Gísla Pét- urssonar, sem er nýtekinn við starfi og Guðjóns Friðgeirssonar, sem fór með framkvæmdastjórn í nokkra mánuði framan af ári 1955. Þessara manna er hér minnst í dag með þökk fyrir það, sem þeir unnu félaginu og þessu byggðarlagi til gagns. — Starfsmenn félagsins hafa verið margir síðustu 40 árin, en af þeim munu hafa verið lengst í þjónustu þess, Lúðvík Sigurjónsson útibús- stjóri á Bakkafirði, 27 ár, Sigurður Jakobsson gjaldkeri og bókari, rúml. 20 ár, og Tryggvi Hallsson afgreiðslu- maður, nál. 17 ár. í þessu sambandi er margskonar starfa og starfsmanna að minnast, skrifstofu- og afgreiðslu- manna innan búðar og utan og einn- ig þeirra, sem leyst hafa af hendi önnur mikilsverð trúnaðarstörf að staðaldri eða í ígripum, t. d. við upp- og útskipun, verkstjórn, meðferð land- og sjávarafurða, vöruflutninga o. fl. Margt er frásagnarvert um þessi störf, þótt eigi verði hér um þau nánar fjallað. Hér hefur nú á stuttri stund, löng og áhrifarík saga verið rakin í skemmra máli en æskilegt væri. Þessi stutta saga er ágrip eitt til að minna á það, sem hér hefur skeð, og á það, sem þið, heimafólk hér statt, hafiö heyrt, reynt og gert, þið sjálf eða feð- ur ykkar og mæður, afar ykkar og ömmur. Þróunarsaga kaupfélagsins og þróunarsaga byggðarlaganna, sem að því standa, er í raun og veru sama sagan. Þegar kaupfélaginu hefur vegnað vel eða verið einhvers megn- ugt, hefur félagssvæðið og þeir, sem það byggja, notið þar góðs af, beint eða óbeint. Þegar illa árar á félags- svæðinu eða óhöpp ber að, á félags- heildin einnig í vök að verjast. Svo mun enn verða. Samvinnufélagið — er löngu orðinn sterkasti mannlegur máttur í þessu héraði, eins og önnur slík félög í ýmsum öðrum héruðum, það er máttur hinna mörgu, sem miklu getur áorkað, og meira en flest annað, en er þó alltaf takmörkum háður eins og annar mannlegur mátt- ur. Gagnsemi þessa samtakamáttar er mjög undir því komin, hvernig fé- lagsmennirnir kunna að notfæra sér samtökin, hvernig samtökunum er stjórnað og að menn minnist þess jafnan, að þau eru samtök þeirra sjálfra. Á minningarhátíð látum við hug- ann reika til liðinna tíma. Allir þeir, sem stofnuðu þetta félag fyrir 50 ár- um, eða nær allir, eru mér í fersku minni, og marga þeirra hef ég þekkt vel og lengi. Ég minnist þeirra í dag, og ég minnist margra annara hér í þessum sveitum og hér á Þórshöfn, sem í bernsku minni voru fulltíða eða hnignir að aldri — en nú horfnir sýn- um — minnist þeirra einnig síðar sem vina og í samstarfi ýmiskonar. Það væri auðvelt að rekja hálfrar aldar slóð minninganna bæ frá bæ um Langanes, Þistilfjörð og Strönd, og hús úr húsi í gömlu Þórshöfn, og nefna nafn eftir nafn þeirra karla og kvenna, sem byggðu þetta hérað fyr- ir 50 árum, og lögðu fram sinn skerf til uppbyggingar og framfara, þegar starfsskilyrði voru lakari en þau eru nú. Þeir eru hér allmargir enn, sem lifað hafa langan ævidag, kaupfé- lagsmennirnir frá fyrri tíð, og þau, sem þá settu svip á þessar byggðir, og gera jafnvel enn á sinn hátt. Við hyllum þau í dag og þökkum þeim. Á stundu eins og þessari hugsum við til allra þeirra hér um slóðir, er „áttu rúm á sama aldarfari". Það kemur þá einnig að því, svo sem af sjálfu sér, að renna augum yfir þetta félagssvæði, eins og það er nú. Minnast þess, sem mannanna verk hafa áorkað, og þá m. a. sá fé- lagsskapur, sem þessi samkoma er helguð. Breytingin er mikil. Ekki svo að skilja, að alltaf hafi miðað áfram. Við munum frá þessum tímum, ó- þurrkasumur, frostavetur og hörð vor, köl í túnum, fár í fénaði, afla- tregðu á sjónum og viðskiptakrepp- ur tvær, um 1920 og um 1930. svo að nokkuð sé nefnt. Við munum líka góð ár og sólskinsstundir. Jarðir hafa farið í eyði, ný býli byggst. Fiskiþorp- ið á Skálum, með sína miklu árabáta- útgerð, reis og hvarf á þessum tíma. En niðurstaðan er þó framför og miklu meiri sýnilegur árangur en fyrr af starfi hugar og handar. Við, sem munum þá tíð, þegar klyfberinn og torfkrókurinn, hjólbörurnar, sleð- inn og árabáturinn voru aðal flutn- ingatæki heimilanna, í vegleysinu og einangruninni, þar sem hvorki var til vagn eða vél, getum ekki annað Framhald á bls. 28. 20 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.