Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1961, Qupperneq 22

Samvinnan - 01.11.1961, Qupperneq 22
núna eins og fyrst eftir aS hún kom, þótt hann sé hreyk- inn af acS fólk skuli senda honum svona hugvitssamlegt leikfang. ÞaS sýnir acS það les hugvekjurnar hans og hef- ur gagn af þeim. Pabbi og James og Reggie og María biðja öll kærlega acS heilsa. Vertu svo blessuS og sæl, elsku frænka mín. Ég vona acS Cecil frændi sé betri af gigtinni. Þín ætícS elskandi frænka, Jane Percy. P.S. SegcSu mér eitthvað um slaufurnar. Jennings segir aS þser séu hæstmócSins núna. Arthur lávarður var svo sorgmæddur og óhamingju- samur eftir lesturinn, aS her- togaynjan fór aS skellihlæja. „Elsku Arthur minn,“ hrópaSi hún, ,,ég mun aldrei framar lesa þór bréf frá ungri stúlku. En hvacS finnst þér um klukkuna? Er þetta ekki bráSfyndiS uppátæki? Ég gæti vel hugsað mér acS eign- ast eina slíka.“ ,,Mér finnst þetta ósköp fáfengilegt, “ sagði hann og brosti dapurlega. Hann kyssti móSur sína og fór síS- an til herbergja sinna. Þegar þangaS kom fleygSi hann sér á legubekkinn og augu hans fylltust tárum. Hann hafSi gert allt, sem f hans valdi stóS til aS fremja morS en báSar tilraunir hans höfSu mistekizt án þess aS hann gæti á nokkurn hátt kennt sjálfum sér um. Hann hafSi reynt aS gera skyldu sína en engu var líkara en aS örlaganornirnar ætluSu aS bregSast honum. Honum ægSi tilgangslevsi góSra á- forma. Ef til vill væri réttast aS slíta ráSahagnum nú þeg- ar. Sybil mundi þjást, en gætu þjáningar bugaS svo fagra og göfuga veru? HvaS yrSi um hann sjálfan skipti engu máli. Einhvers staSar hlaut aS geysa styrjöld, þar sem maSur gat látiS lífiS, á- vallt mátti finna málefni til aS fórna sér fyrir. Þar eS líf- iS veitti honum enga gleSi, var hann heldur ekki hrædd- ur viS dauSann. Hann ætl- aSi aS gefa sig örlögunum á vald. Hann mundi ekki grípa þar fram í. Um hálf sjöleytiS klædd- ist hann og fór í klúbbinn. Surbiton var þar ásamt nokkrum öSrum ungum mönnum og hann komst ekki hjá því aS snæSa meS þeim. Honum leiddist innantómt mas þeirra og léleg fyndni og þegar kaffiS var boriS inn fann hann upp einhverja af- sökun til aS sleppa frá þeim. Þegar hann gekk út úr klúbbnum, rétti dyravörSur- inn honum bréf. ÞaS var frá Herr Winckelkopf, sem baS hann um aS líta inn næsta kvöld og skoSa regnhlíf, sem sprakk, þegar hún var opn- uS. Þar var nýjasta uppfinn- ingin og var nýkomin frá Genf. Hann reif bréfiS í tætl- ur. Hann var fastráSinn í aS gera ekki fleiri tilraunir. Hann ráfaSi niSur aS Thamesár- bökkum og sat klukkustund- um saman viS fljótiS. Mán- inn gægSist gegnum makka af rauSgulum skýjum eins og Ijós á grugguSu fljótinu og barst burt meS straumnum. EimreiSarljósin breyttust úr grænu í rautt, þegar lestirn- ar æddu yfir brúna meS há- vaSagný. Klukkan í West- minsterturni sló tólf og þaS var sem nóttin skylfi undan þungum slögum hinnar hljómmiklu klukku. Brautar- ljósin slokknuSu og einmana götuljós glóSi eins og rúbín- steinn á risastóru siglutré. Gnýr stórborgarinnar hljóSn- aSi. Um tvöleytiS reis hann á fætur og gekk áleiSis til Blackfriars. En hve allt virt- ist óraunverulegt, eins og undarlegur draumur. ÞaS var eins og húsin handan árinnar yxu út úr dimmunni og ver- öldin hefSi veriS endursköp- uS í silfri og skuggum. Vold- ugt hvolfþak St. Páls dóm- kirkjunnar gnæfSi yfir myrkvaSa borgina. Þegar hann nálgaSist nál Kleópötru, sá hann mann halla sér yfir handriSiS, og er hann kom nær, leit maS- urinn upp og gasljósiS féll á andlit hans. Þetta var hr. Podgers, lófa- lesarinn. Enginn gat villzt á feitu, skvapmiklu andlitinu, gullspangargleraugunum og veiklulegu brosinu um nautna- legan munninn. Arthur lávarSur stanzaSi snögglega. Hann var lostinn stórkostlegri hugmynd og hann læddist gætilega nær. Hann þreif eldsnöggt um fæt- ur hr. Podgers og varpaSi honum í ána. Fjcrst heyrSust formælingar, síSan skvamp og allt var kyrrt. Hann leit óttasleginn niSur í vatniS, en ekkert sást af lófalesaran- um nema hár hattur, sem snerist í tunglskinsmerlaSri hringiSu. Rétt á eftir sökk hann líka og engin ummerki voru lengur sjáanleg eftir hr. Podgers. Eitt andartak sýnd- ist honum fórnarlamb sitt, af- myndaS af fitu, fálma eftir tröppunum viS brúarsporS- inn og hræSilegur ótti viS aS sér hefSi enn á ný mistekizt, greip hann heljartökum. En þá kom máninn undan skýi og hann sá, aS þetta voru bara missýnir. Loksins hafSi honum tekizt aS uppfvlla kvaSir forsiónarinnar. Hann varp öndinni léttar og nafn Sybil kom fram yfir varir hans. ,,HafiS þér misst eitthvaS í ána, herra? “ var skyndilega sagt fyrir aftan hann. Hann snerist á hæli og sá lögregluþjón meS Ijósker í hendi. Afbrot Arthurs lávarðar Eftir Oscar Wilde 22 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.