Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1961, Qupperneq 28

Samvinnan - 01.11.1961, Qupperneq 28
Á sólarhátíð Framhald af bls. 20. en látið okkur finnast til um það, sem skeð hefur. Já, breytingin og fram- förin er mikil, og verður sjálfsagt að því vikið af öðrum hér í kvöld. Ég vil þó víkja að því sérstaklega, sem gerst hefur og er að gerast hér á Þórshöfn. Mannabyggð í Þórshöfn er ekki nema 70 ára gömul. Staðarins er getið í verzlunarskjölum frá fyrri öldum, en ekki er þá kunnugt um nein verzlun- arhús þar. Höfnin var löggilt árið 1846, og munu vöruskip lausakaup- manna þá hafa byrjað að koma hér við. Verzlað var á þessum skipum og á Vopnafirði. — Ingimarshúsið er elzta íbúðarhús hér, og var byrjað að byggja það árið 1885 eftir því sem mér er tjáð. Um byggingu elztu verzl- Bezta sælgætið heima og heiman NÓA VÖRUR Konfektbrjóstsykur Biskmark Brenndur Bismark BlandacSur Perur Kóngur Mentol Malt /Hindber Piparmintukúlur Pralín Topas Karamellur Konfektpokar Konfektkassar S I R I U S V ö R U R Konsum suSus. Rj ómasúkkulaSi meS hnetum og rúsínum Nizza Adria Capri Negrakossar Núggastengur H.f. Brjóstsykursgerðin N Ó I — Sími 24144 l ! I unarhúsanna, 1895 og 1897, hef ég áður rætt. Sjósókn á árabátum héð- an mun hafa byrjað um sama leyti og fastaverzlunin. Hér var fyrst sett vél i bát 1907 eða 1908, en vöxtur út- gerðar lengi mjög hægfara, enda höfnin ótrygg og fólk fátt. Læknis- aðsetur hefur verið hér siðan 1908, landsímastöð síðan 1914, fyrsta bif- reiðin skráð 1933, akvegarsamband við þjóðvegakerfið norðanlands síð- an laust eftir 1940, en áður nokkuð akfært í héraði. Þórshöfn var fram til 1946 hluti af hinum forna Sauðanes- hreppi, og fyrir 30 árum voru hér um 130 manns. Nú er íbúatalan um 420, og hreppurinn sá langfjölmennasti á félagssvæðinu. Nýja Þórshöfn er orðin ólík þeirri gömlu Þórshöfn, sem ég man fyrst, þar sem ekki var önn- ur byggð en timburhúsin og nokkrir torfbæir. Nýja Þórshöfn er úr stein- steypu eins og nýju bæirnir í sveit- unum. Hér hefur nú verið komið upp barnaskóla, félagsheimili, vatns- veitu og raímagnsveitu. Hér eru nú gerðir út yfir 20 litlir þilfarsbátar og opnir vélbátar, og vaskir menn sækja sjóinn fast jafnvel um vetrartímann. Hér kom á land í fyrra nálega 1800 tonn af fiski, sem er hlutfallslega mikið miðað við skipastólinn. Hér, eins og í sveitunum, eru flestir heim- ilisfeður kaupfélagsmenn, og félagið hefur komið upp fiskiðjuveri fyrir sjávarútveginn. Hér er nú kominn vísir að vélaverkstæði. Framtíð Þórs- hafnar byggist á tvennu fyrst og fremst: Að sj ávarútvegurinn fari vaxandi, og á starfsemi almanna- samtakanna. Fyrstu varanlegu hafn- armannvirkin hér voru gerð fyrir 25 árum. Stefnt er að því að koma hér upp hafskipabryggju og sæmilega öruggri bátakví. Sú framkvæmd er komin vel á veg, en mikið vantar þó á að takmarkinu sé náð. En ef það tekst, og það verður að takast. sjá- um við hilla hér undir miklu stærri og fjölmennari byggð á næstu ára- tugum. Sú byggð mun verða til styrktar öllu atvinnulífi hér um slóðir, á einn eða annan hátt, bæði í sveit og við sjó. Hér hef ég í kvöld einkum dvalið við liðna tið og gengin spor. En þeim ber að treysta, hinum ungu og uppvaxandi, sem landið erfa, einn- ig hér, til að láta alla vora fram- faradrauma rætast — og miklu meira „þegar grónar grafir skýla gráum hærum nútímans“. — Svo látum oss nú, á þessari minn- ingastund, hefja göngu vora inn í framtíðina, bjartsýn og vonglöð, und- ir merki þeirra samtaka, sem hér halda hátíð í kvöld. Gísli Guðmundsson, alþm. 28 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.